Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 14
SKAK Eftir Margeir Pétursson SPASSKY hefur ekki tap- að snilligáfunni Nú eru liðin tíu ár síðan þeir Fischer og Spassky háðu einvígi aldarinnar í Laugardalshöllinni. Er sú sögulega keppni fór fram þótti það engum vafa undirorpið að þar tefldu tveir sterkustu skákmenn heims þá stundina. Síðan hafa nýir menn tekið við, Fischer hefur ekki teflt í heilan áratug og afsalaði sér heims- meistaratitlinum 1975. Um Boris Spassky, sem vann hug og hjörtu margra Islendinga fyrir tíu árum með látleysi sínu og kurteisi, er það aftur á móti að segja að hann hefur haldið áfram að tefla, en árangur hans upp á síð- kastið hefur verið miklum mun Iakari en þegar hann stóð á há- tindi frægðar sinnar á sjöunda áratugnum og í upphafi þess átt- unda. Fyrst eftir einvígið við Fischer var Spassky í lægð, en síðla ársins 1973 vann hann mjög sannfærandi sigur á skákþingi Sovétríkjanna, sem aldrei hefur verið betur skip- að en einmitt það ár. Bjartsýnir aðdáendur Spasskys voru farnir að spá öðru einvígi aldarinnar á milli hans og Fischers. En af því varð aldrei, í annarri umferð áskorendakeppninnar 1974 ger- sigraði Anatoly Karpov Spassky og sló hann þar með út úr heimsmeistarakeppninni. Árið 1975 gekk Spassky síðan að eiga franska konu og fluttist árið eftir með henni til Frakklands þar sem hann hefur verið búsettur síð- an. Þar eru möguleikar hans til þjálfunar og keppni auðvitað lak- ari en í Sovétríkjunum enda hefur það sýnt sig að hann hefur dalað jafnt og þétt. Að vísu komst Spassky í úrslit áskorendakeppninnar 1977, en hann tapaði fyrir Korchnoi, og ár- ið eftir varð hann efstur ásamt Karpov á móti í Bugojno í Júgó- slavíu, en eftir það hefur hann teflt lítið og æfingarleysið er jafn- an fljótt að segja til sín þegar keppt er við sterkustu stórmeist- ara-heims. Spassky tefldi síðast á stórmót- inu í Torino í júní þar sem undir- ritaður var á meðal áhorfenda. Mér fannst hann vera í lítilli æf- ingu og hvað varðaði nýjustu byrj- anaþekkingu stóð hann flestum andstæðingum sínum greinilega að baki. Ein skák Spasskys í Tor- ino minnti þó á þá daga er hann var sókndjarfur áskorandi sem velti þáverandi heimsmeistara, varnarsnillingnum Petrosjan, úr sessi. I skákinni hér á eftir fær hann snemma lakari stöðu gegn Lajos Portisch frá Ungverjalandi, sem frægur er fyrir byrjanaþekk- ingu sína. En þótt staða Ungverj- ans liti vel út á borðinu var hæg- ara sagt en gert að færa sér yfir- burðina í nyt, smátt og smátt seig Spassky á og náði að mynda ér sóknarfæri. Eftir það varð hann ekki stöðvaður og það var sérlega lærdómsríkt að sitja í áhorfenda- salnum og horfa á hann útfæra sóknina. Rétt fyrir bið ákvað Port- isch að gefa skiptamun, en það frestaði aðeins hinum óumflýjan- lega ósigri í 30 leiki til viðbótar. Hvítt: Lajos Portisch Svart: Boris Spassky Ben-Oni byrjun I. d4 - RfG, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rf3 — g6, 7. Rd2 Þetta riddaraferðalag er eitt hvassasta svar hvíts við Ben-Oni vörninni. í einvíginu 1972 lék Fischer 7. —Rbd7 gegn Spassky til að geta svarað 8. Rc4 með Rb6. 7. Bg7, 8. Rc4 — 0-0, 9. Bg5 Áður var hér oftast strax leikið 9. Bf4, en leikur Portisch er vin- sæll þessa stundina. 9. — h6, 10. Bf4 — Re8 Hér hefur verið reynt að fórna d6-peðinu á þrjá vegu, með 10. — b6, 10. — Ra6 og 10. — Rbd7, en árangurinn hefur ekki verið sér- lega sannfærandi. Spassky valdar því peðið, en fær þrengri stöðu. II. Dcl — g5,12. Bd2 — Rc7, 13. a4 — Rba6,14. h4 — f6,15. e4 — Rb4, 16. Be2 — De7, 17. 04) — Bd7, 18. Hel — Had8, 19. Bfl — Bc8 Liðsskipaninni er lokið og nú hefur Portisch aðgerðir. 20. Rb5 — Rxb5, 21. axb5 — gxh4! Með því að láta peðið á a7 af hendi dreifir Spassky slagkrafti hvíta liðsins. Að auki var 21. — a6, 22. bxa6 — bxa6, 23. Ra5 mjög slæmt. 22. Hxa7 22. — 15! 23. e5 Svarta staðan hangir saman eftir bæði 23. exf5? — Df6, og 23. Bxh6 — fxe4, 24. Bxg7 — Kxg7. 23. — dxe5, 24. Rxe5 — Dd6 Auðvitað ekki 24. — Bxe5, 25. Bc3 — Hxd5, 25. Dc4. 25. Rc4 — Dg6, 26. Re5 Spassky hefur teflt erfiða stöðu sína mjög vel og ýmsir áhorfenda bjuggust nú við að Portisch myndi þiggjo jafntefli með þráleik. (Það hefði a.m.k. verið í samræmi við taflmennsku ýmissa annarra keppenda á Torino-mótinu.) En hann lagðist í þunga þanka og ákvað síðan að tefla áfram. 23. — Dd6, 27. Bc3?! — Rxd5, 28. Bc4 — Kh7, 29. Bxd5 — Dxd5, 30. Rf3 — Hf7, 31. Rxh4 — Hg8! Umskiptin eru að verða ljós. Fyrir nokkrum leikjum var svarta kóngsstaðan rifin og tætt, en nú nær Spassky gagnsókn eftir g-lín- unni! 32. Ddl - Bd4!, 33. Bxd4 — cxd4, 34. Ha4 — Hfg7, 35. g3 —d3 Svarta sóknin er nú í algleym- ingi. T.d. 36. Dd2 — b6! og síðan Bb7, eða 36. Df3 - Dc5, 37. Kg2 - d2, 38. Hdl - b6! 36. Rg2 - d2, 37. He2 — Hd8, 38. Ha3 — Dd4, 39. Hc3 — f4,40. Hxc8! — Hxc8, 41. Hxd2 Hér fór skákin í bið. Fljótlega kemur í ljós að Spassky hefur fundið öruggan vinning í rann- sóknum sínum. 41. — Dc5!, 42. b4 — Dxb4, 43. Hd7 — fxg3, 44. Hxg7+ — Kxg7, 45. Dd7+ - Kf6, 46. fxg3 — Dc5+, 47. Kh2 — Hc7, 48. De8 — Kg7, 49. Rf4 — Dc2+, 50. Rg2 — Hf7, 51. De5 + Kh7, 52. Dd5 - Df5, 53. Dc4 — Hd7, 54. De2 — Hf7, 55. Dc4 — h5, 56. Rh4 — Df2+, 57. Rg2 — Dfl, 58. De4+ — Df5, 59. Dc4 — He7, 60. Rh4 — DÍ2+, 61. Rg2 — Df5, 62. Rh4 — Df2+, 63. Rg2 — De2, 64. Dc5 — Kh6, 65. Dd6+ — Kg7, 66. Dc5 — De5, 67. Dc4 — Hd7, 68. Rh4 - Hd2+, 69. Rg2 - Dd5, 70. Dc7+ — Kg6, 71. Db6+ — Kf5, 72. Dgl — Kg4, 73. Dfl — De4, 74. b6 — He2 og hvítur gafst upp. ÍÞRÓTTIR NICKLAUS í Borgarnesi Um liðlega 20 ára skeið, eða frá því uppúr 1960, hefur ai- mennt verið litið svo á, að Jack Nicklaus væri fremsti golfleik- ari heimsins; hann hefur unnið fleiri titla og stórmót en nokk- ur annar í sögu golfsins. En þegar menn eru komnir yfir fertugt, er litið svo á — og með réttu, að mjög sé á brattann að sækja gagnvart þeim, sem eru um eða undir þrítugu. Þetta hefur Nicklaus orðið að reyna eins og aðrir síðustu árin. Samt er hann svo magnaður, að hann er næstum alltaf í ein- hverju af efstu sætunum og færist allur í aukana á stór- mótunum fjórum, sem atvinnumönnum í golfi þykir mestur fengur í að vinna. Ekki er lengra síðan en í fyrra, að Nicklaus fór með sigur af hólmi á Opna bandaríska meistaramótinu, U.S. Open, og þykir sá titill eftirsóknarverð- astur af öllu. Aðeins eitt golfmót utan Bandaríkjanna þykir mjög eft- irsóknarvert að vinna. Það er Opna, brezka meistaramótið, British Open, og fjölmenna bandarískir atvinnumenn þangað á sumri hverju. Nicklaus hefur nokkrum sinnum unnið British Open og keppir þar ævinlega. í þetta sinn voru honum mislagðar hendur fyrsta daginn; fór á 77 á vellinum í Troon í Skotlandi, sem er ekki honum líkt. En hann bætti heldur betur um með endaspretti uppá 67 og var þá aðeins fjórum höggum frá sigurvegaranum. Á eftir brá Nicklaus sér til laxveiða í Grímsá í Borgarfirði ásamt sonum sínum tveimur og fleirum. Raunar hefur hann oftar komið sömu erinda til ís- lands og sýndi þá eitt sinn list- ir sínar á Nesvellinum. I næsta nágrenni við Grímsá er golfvöllurinn á Hamri, rétt ofan við Borgarfjörð. Þar hef- ur fámennur hópur unnið kraftaverk og gert þar vel úr garði skemmtilegan 9 holu völl og innréttað reisulegt íbúðar- hús þessarar fyrrverandi bú- jarðar á einstaklega smekkleg- an hátt. Það þótti og var vissu- lega nokkur viðburður þar, að þessi konungur golfleiksins skyldi þiggja boð Borgnesinga og efna til sýningar á golfvell- inum. Veður var óhagstætt, rigningarbræla og vindstrekk- ingur. Nicklaus lét það samt ekki aftra sér; lagði sig fram við sýninguna eins og hann gerir alltaf, hvort sem fleiri eða færri horfa á. Hér voru engar sjónvarpsvélar á kapp- anum, en Kristmann Magnús- son, kenndur við Paff, var þar með myndavél og tók með- fylgjandi myndir. Jack Nicklaus er af þýzku foreldri og þykir hafa fengið ríkulegan skerf af þýzkættuð- um aga yfir sjálfum sér. Ein- beitingarhæfileiki hans þykir og með eindæmum og á þetta tvennt ekki minnstan þátt í velgengni hans. Hann er sam- anrekinn og kraftalegur og hefur löngum verið með þeim högglegustu í atvinnumennsk- unni, en hefur í seinni tíð fórn- að nokkru af lengd teighögga sinna fyrir meiri nákvæmni. Með járn er hann svo nákvæm- ur, að enginn atvinnumaður í heiminum hittir flötina oftar en hann í réttu höggi. Hins- vegar hefur það háð honum annað veifið eins og mörgum forverum hans á þessum aldri, að tilfinningin í púttunum er ekki sú sama og var á yngri árum. Sérfræðingar segja á hinn bóginn, að Nicklaus hafi aldrei slegið betur en nú eftir fertugt. Sveiflan er ekki eins yfirmáta kraftaleg og áður var, en hárrétt tækni vinnur upp muninn. Líkt og átti sér stað með Muhamed Ali í hnefaleikum, hefur Nicklaus orðið það sem engilsaxneskir kalla „a legend in his own time“, þ.e. þjóðsaga í lifanda lífi. Og ekki þarf hann að spreyta sig auranna vegna. Nokkur ár eru síðan hann fékk fyrstur manna 3 milljónir dollara í verðlaunafé, en sá sem næstur honum kom, var aðeins rúmlega hálfdrætt- ingur. Þar að auki hefur Nickl- aus óhemju tekjur af auglýs- ingum og fyrirtæki sínu, Gold- en Bear Incl., sem framleiðir m.a. allskonar sportfatnað. Hann þykir hafa haldið jafn vel á fjármálum sínum og öllu öðru og ferðast á einkaþotu sinni, því tíminn er dýrmætur. Síðar í sumar heldur Nick- laus til einvígis við Spánverjann Severiano Ballesteros í Frakklandi, en hann telst fremsti golfleikari Evrópu um þessar mundir. Af verðlaunafé úr einvíginu fara ekki sögur, en vitað er, að Nicklaus voru boðnir 50.000 dollarar fyrir það eitt að láta sjá sig og taka þátt í keppninni. Einhverjir fleiri munu líta kappann þar en á sýningunni í Borgarnesi, sem Borgnesingar þorðu sem minnst að auglýsa í svo hrak- legu veðri. Þeir héldu kannski, að Nicklaus mundi hætta við allt saman. En það hefði ekki verið honum líkt. Meðal þess sem prýðir þennan fágæta íþróttamann er það, að hann hefur tamið sér að kvarta aldrei yfir neinu; ekki heldur yfir veðri. Gætu margir af honum lært, einnig í því efni. GS. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.