Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 8
Farandbændur í Farashband bú- ast til brottferðar á nýjar slóðir að hausti og binda búslóðina upp á úlfalda; þar á meðal hin rómuðu teppi, sem eru framleiðsla þeirra. llm svipað leytl og Listahátíð í Keykjavík lauk í júnímánuði sl. var haldin aö Hótel Esju sýning á persneskum gólfteppum. Þótt sýning þessi væri ekki í t^ngsl- um við listahátíð var þarna á ferðinni ekki ómerkari listiðja en margt af því sem fram er borið og til viðburöa talið á því sviði. Taka má fram að um sölu- sýningu var að ræða jafnframt því að vera kynning á þessum austurlenska listvarningi. Undir- rituð hafði hugmynd um að tals- vert fé þyrfti til að festa sér til eignar gólfteppi af þessu tagi, gamall áhugi og forvitni réðu því feröinni á þessa sýningu. Auk þess var ekki útilokað að finna mætti einhvern skyldleika með handbragði og þjóðlegum ein- kennum á austurlcnsku teppun- um og okkar ágæta handunna listiðnaði úr ull. Á ég þar m.a. við lopapeysurnar, sem orðnar eru einkcnnandi fyrir ísland, en eru því miður á góðri leið með að verða alþjóöleg framleiðsla fremur en íslenskur listiðnaður. Að vísu er þarna talsvert ólíku saman að jafna bæði að umfangi og aldurshefð. Að tilstuðlan ritstjóra Lesbók- ar varð úr að ég safnaði saman fáeinum fróðleikskornum í greinarstúf fyrir þá lesendur, sem ekki þekkja grannt til um uppruna og listbrögð austur- lenskrar teppagerðar en kynnu að hafa áhuga á því efni. Lá þá beinast við að hafa tal af þeim aðilum sem að fyrrgreindri sýn- ingu stóðu. Sýninguna flutti hingað til lands Abbie Vischschoonmaker, hollenskur kaupsýslumaður, sem hefur sérhæft sig og fyrir- tæki sitt í austurlenskum gólf- og veggteppum. Aðalstöðvar hefur hann heima í Hollandi en útibú í ýmsum öðrum löndum. Arlega ferðast hann svo til hinna ýmsu landa víða um heim, heldur sýningar og kynnir þenn- an listvarning. A síðastliðnu sumri lagði hann í fyrsta skipti leið sína til Islands og hélt þá sýningu á Hótel Loftleiðum. Umboðsmaður hans hér er heildverslun Konráðs Axelsson- ar en þar hitti ég hann að máli ásamt aðstoðarmanni hans, Per Evers. Listaverk en ekki venjuleg gólfteppi Fiestir hafa heyrt nefnd svo- kölluð persnesk gólfteppi en vita ekki gjörla hvað við er átt. Stundum er talað um vélunnin teppi sem „persnesk“ aðeins vegna þess að munstrið er í þeim stíl. Nafngiftina hlaut þessi gerð gólfteppa, sem Aust- urlandabúar lögðu stund á þeg- ar Persía var stórveldi og tók yfir stóran hluta Austurlanda. Þegar útflutningur þeirra hófst sóttust auðmenn og stórfurstar í Evrópu einnig eftir þessum ger- semum og er svo enn í dag. Þótt enn sé talað um „persnesk" 8 Afurðir hirðing^ — dýrmœt munao Þuríður J. Árnadóttir skrifar um austurlenzk teppi og tilurð þe á þessum fágæta varningi, sem haldin var í Reykjavík í júlí sl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.