Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 9
TiMi* D«rtxnt Dagestan Kuí,,»' -Ovndtcha • Bal Schirwai \ Tabnt A,deb'iHBM Mi«n«h Karadagh K«*wm jl . •Bidjar T«her«n lS«nn« gu|,anaba(j /Hamedan* * Saruk Chorassan AFGHANISTAN Isfahan Ðachtiari Afschari Ðelutschistan RUSSIA Turkestan Usbeken Jomuden Tekke-Turkmenen Baodad v',m,n*cí',n# 5**ct’an . \ Lurista"? ’ Fe,a9han PAKISTAN Karatschi Enda þótt oft sé talað um persn- esk teppi, er raunin sú, að þau eru ofin á næst- um öllu því svæði í Austurlönd- um nær, sem sést á kortinu. janna kurvara úrra í tilefni sýningar kiteppi frá Ghom (Iran. teppi þá eru þau unnin í hinum ýmsu Austurlöndum, svo sem Iran, Afganistan, Pakistan, Rússlandi og Tyrklandi, en þar er talið að fyrstu teppin hafi verið gerð á seinni öldum. Öll persnesk eða austurlensk gólf- teppi eru handhnýtt og dæmi eru um að nokkur ár hafi tekið að vinna eitt teppi. Fyrirtæki A. Vischschoon- maker byggir því ekki á við- skiptum með venjuleg gólfteppi, þar sem panta má eina gerð í stykkjatali og aðra í metratali. Þar þarf að koma til næm sér- þekking og mat á listmunum enda hefur hann aflað sér hald- góðrar þekkingar á þessu sviði á nær 30 ára starfsferli. Að sögn A.V. mundi hann þekkja hvert einstakt teppi sem hann hefur fest kaup á, jafnt hin fyrstu og þau síðustu. Öll hafa þau verið valin persónulega af honum sjálfum eða aðstoðamanni hans í seinni tíð, Per Evers. „Þetta gengur fyrir sig á sama hátt og með önnur listmuna- kaup,“ segir hann. „Okkur er sagt frá teppi eða bent á, að á þessum eða hinum staðnum sé teppi hugsanlega fáanlegt. Við förum þá jafnvel borga eða landa á milli til að skoða teppið og metum gildi þess eftir gerð og aldri.“ Sjálfur fer hann í innkaupa- ferðir til Austurlanda, ferðast á jeppa um héruð farandbænda, sem framleiða teppin. „Þetta fer ekki fram á sama hátt og venjuleg vöruinnkaup," segir hann, „heldur eru viðskipt- in rædd við hverja fjölskyldu. Varan er til sýnis í heimilis- tjaldinu og þar er samið um verð á hverju einstöku teppi.“ I þorpunum eru teppin unnin meira í verksmiðjustíl, þannig að kunnáttumaður eða meistari hefur fleiri en einn vefstól í gangi og nokkrar stúlkur í vinnu við hnýtingu teppanna og frá- gang. Með því fást aukin afköst. Þótt hvert slíkt teppi hafi sitt einstaklingsbundna handbragð og sérkenni eru þessi teppi á einhvern hátt ekki jafn sérstæð að gildi og þau, sem einstakar fjölskyldur hjarðbænda í dreif- býlinu vinna, að sögn A. Visch- schoonmakers. „Verð og stærð segir í mörg- um tilfellum ekki til um listgildi austurlensku teppanna," Segir hann. „Þetta er mjög sérstæð listvinna, byggð á fornri hefð sem varðveist hefur mann fram af manni, hver fjölskylda hefur sitt sérstaka handbragð, út- færslu á litum, munstrum og að- ferð við hnýtingu. Það verður að hafa hugfast að þarna er um handunna listmuni að ræða með ákveðin persónuleg sérkenni, Teppi ofiö úr ull í Milos í Tyrklandi. Ofl fjögur tsppin, sem myndirnar sýna, voru á sýningu, sem haldin var á Hótal Esju (júKmánuði. sem rekja má til meistaranna eins og gerist í öðrum listgrein- um. Á sama veg fer um verðgildi teppanna, það eykst með árun- um, því eldri þeim mun betri og verðmætari.“ Um gerð og slitþol aust- urlenskra gólfteppa Lætur það ekki í eyrum líkt og öfugmæli að listaverk, sem svo mikið mæðir á og haft er undir fótum manna, gerist betra með aldri og notkun? Gerð teppanna er miðuð við nær óendanlegt slitþol að sögn A.V. í uppistöðuna í vefstólnum er notuð ull, sem er best, en í stað ullar er nú oft höfð bómull. Teppin eru handhnýtt úr ull eða silki, þannig að hverjum ein- stökum þræði í munstrinu er brugðið gegnum þráð í uppi- stöðu vefsins, hnýtt og þjappað að næstu hnútum með þar til gerðum kambi. Þeim mun þétt- ari hnýting því meira slitþol. Þegar teppið er fullgert er það lóskorið. Kunnáttumenn í listinni auka enn á slitþol teppanna með því að láta nýgert teppi liggja í vatni og gegnblotna og breiða það síðan út til þerris í sólinni. Að því loknu sæta teppin þeirri meðferð að liggja nokkurn tíma framan við fjölskyldutjaldið þar sem þau eru fótum troðin og jafnvel hjólað yfir þau, eftir að þau farartæki komu til sögunn- ar þar um slóðir. Eftir slíka meðferð er skiljanlegt að fátt geti orðið þessum gersemum að grandi. En ef til vill gæti sú skýring læðst að Vesturlanda- búum, að í og með sé framleið- andinn með þessu að auglýsa vöru sína þegar kaupendur eru á ferð, því vissulega hljóta þessir austurlensku farandbændur að vilja selja teppin sín. Þau eru þeirra verðmætasta búskaparaf- urð en fjárbúskap stunda þeir til að fá ull til teppagerðar. En víst má telja persneskum gólf- teppum það til gildis, að þau hvorki sporast af fótum manna né þungum húsgögnum. Áðspurður segir A.V. að jurtalitum, sem oftast eru not- aðir í teppin, sé ekki hætta búin. Þeir breyti að vísu örlítið um blæ í byrjun en haldist síðan óbreyttir og verði jafnvel mýkri og fallegri með aldri og notkun teppanna. Verða austurlensk teppi ófáanleg í náinni framtíð? „Eins og áður var fram tekið byggist þessi listgrein á mjög fornri hefð. Upphaflega var til- gangurinn sá að skreyta fjöl- skyldutjaldið, híbýli hinna snauðu hjarðbænda og gera þau vistlegri og þannig eru þau not- uð enn í dag. Síðar urðu þau ekki eingöngu híbýlaprýði held- ur leið til betri lífskjara, því fleiri teppi því meiri velmegun. Og nú hefur olían gert strik í reikninginn: viðhorf og kröfu- gerð almennings til lífskjara er breytt; vinnulaunin við teppa- gerð eru úrelt síðan vélvæðing tók við á öðrum atvinnusviðum. Því er alls óvíst hve lengi þessi forna, hefðbundna listgrein verður stunduð. Það eykur á eft- 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.