Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 10
Afurðir hirðingjanna irspurnina, persnesk teppi hækka í verði. Fólk sækist ekki aðeins eftir endingargóðu og fal- legu gólfteppi, en telur að með því sé forgengilegum fjárupp- hæðum vel borgið, ekki síst verði listmunir þessir ófáanleg- ir,“ segir A.V. „Þetta fer eftir því hvað gerist í heiminum á næstu árum. Eftir svo sem hálfa öld verða ef til vill engin persnesk teppi á markaði og gætu þá orðið miljónavirði, sambærileg að verðgildi við málverk stórmeistaranna," segir hann. Nú gæti einhverjum þótt óvarlegt að hafa svo dýr gólf- teppi í notkun, þau gætu orðið fyrir skemmdum. A.V. telur engin vandkvæði á að gera við skemmdir á þeim fremur en öðrum listaverkum. Sjálfur hefur hann viðgerða- þjónustu í tengslum við fyrir- tæki sitt. Tekur hann dæmi af konu, sem hafði látið blóma- kassa standa lengi á sama stað á persnesku teppi. Við vökvun blómanna hafði teppið orðið gegnsósa af vatni og eyðilagst á stórum bletti. Sérhæfðum manni tókst að gera svo vel við teppið að varla mátti greina, en viðgerðin tók nokkrar vikur. Teppin segir hann að geti skemmst í eldi, en þau brenna seint vegna þess hve þétt unnin þau eru. Hvernig má ráða í listgildi og gæði teppanna þar sem þau eru svo ólík að engin tvö eru ná- kvæmlega eins? „Teppin eru öll merkt stað- arnafni, þar sem þau eru unnin, eða þá ættflokks og jafnvel fjöl- skyldunnar, sem vann teppið. Þessi merking segir mikið um gerð og gæði; þá er smekkur fólks misjafn og hann hefur sitt að segja. Auk þess fylgja vottorð til kaupenda, sem tryggja að teppið sé ósvikið þ.e. handunnið í Austurlöndum. En til þess að hið raunverulega gildi komi í ljós verður fólk að þúa við tepp- ið/á heimili sínu,“ segir Abbie Vischschoonmaker að lokum. Af orðum hans má helst ráða að auk þess að vera listaverk hafi persnesku teppin sál eins og stundum er sagt um gömul hús. Fáein orð um vinnu- aðferðir og hráefni Hér að framan hefur verið drepið á þau atriði, sem fram komu í stuttu spjalli við A. Vischschoonmaker. En þá er enn margt ósagt um austurlenska teppagerð. Bækur hafa verið ritaðar um þetta efni eingöngu, þar sem greint er mjög ítarlega frá hinum ýmsu gerðum í hnýtingu, munsturgerð og litum. Eins og A.V. tók fram eru öll austurlensk teppi hand- unnin, gólfteppi sem eru hnýtt og veggteppi (Tapestry) og smærri hlutir sem eru oftast ofin. Talað er um tvennskonar hnúta (e.t.v. fleiri) þ.e. persnesk- an hnút og tyrkneskan. Þéttleiki hnútanna virðist geta verið æði misjafn, allt frá 6 hnútum upp í 60—70 hnúta á hvern fersenti- metra og þaðan af vafalaust fleiri. Munstrið er nákvæmlega út- fært í hnýtingu, hver einstakur handbrugðinn og hnýttur þráð- ur í ákveðnum lit þarf að vera á sínum stað í munstrinu. Þar gildir kunnátta, mikil elja og nægjusemi þar sem launin eru í lágmarki. Og þar sýnist komið að hlið- stæðum listrænum vinnubrögð- um við persnesku teppin og lopapeysurnar íslensku, sem prjónaðar eru lykkju fyrir lykkju og veltur á að hver litur og lykkja sé á réttum stað í munstrinu. Á sama hátt fylgir þar persónulegt handbragð hverri flík og gæðin verða mis- jöfn eftir því hver á heldur. Þá er ullin mikilvægt hráefni. Fjárbúskap reka hjarðbændur me.ð það fyrir augum að fá ull- ina af sauðfé og geitum sem hreinasta og besta; þess er jafn- vel getið að fé sé baðað áður en rúning fer fram. Áferðin á tepp- inu fer eftir ullinni sem í það er notuð. Sé haustull notuð (þ.e. tekin af fé eftir slátrun) er það nefnd „dauð“ áferð og lækkar teppið mjög í verði. Ullin er spunnin heima á halasnældur. Jurtalitir eru eitt af því sem sérfróðir telja austurlensku teppunum til mikils gildis. Hjarðbændafólk hefur hefðb- undna kunnáttu í heimagerðri jurtalitun og minna þau vinnu- brögð (á myndum) mjög á ullar- þvott á íslenskum sveitaheimil- um fyrr á árum. Blæbrigði jurtalita eiga sérlega vel heima í persnesku teppunum, og jurta- litirnir mildast með aldri og notkun og gefa teppinu hlýjan og lifandi blæ, jafnvel óregluleg blæbrigði í litum auka á gildi og fegurð. En nútíminn heimtar hraðari vinnubrögð og jurtalitir eru sjaldséðari á nýjum teppum. Elstu og upprunalegustu meist- araverkin í þessari listgrein eru nú að sögn orðin fáséðir gripir í Austurlöndum, þar sem þau eru flest niður komin á listasöfnum eða einkasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, en þangað hafa þau komist eftir ýmsum leiðum á undangengnum öldum. Listiðnaðarskóli á vegum Kashkai- ættflokksins Varla verður skilist svo við þetta efni að ekki se lítillega minnst á þá þjóðfélagshópa, sem listina hafa stundað um aldir. Svo sem áður var nefnt, hafa margar Austurlandaþjóðir lagt stund á þessa þjóðlegu listiðn, en um framtíð hénnar ríkir óvissa. Kashkai-ættflokkurinn í Iran er sennilega eitt öruggasta vígi þessarar fornu menningar- 10 Hirðingjar á ferð milli staða með fénað og búalóð — hér hafa teppin verið bundin upp á asna. Skrautofið teppi var upphaflega munaður hirðingjanna; með þeim voru tjðldin skreytt, — en síðar veröa þau verzlunarvara. Við sjáum einnig hár, að þessir bændur eru menn með reisn og svipar að því leyti til íslenzkra bænda, bæði fyrr og nú. Kona af Qashqai-þjóðflokknum í fran, apinnur ull. Svipmikið fólk: Kona af Qashqai-þjóðflokki, sem hefur á sór sérstakt orð fyrir framúrskarandi teppa- gerð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.