Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 3
SVIP- MYND Mick Jagger á hljómleik- um. Hann hefur ekki safnað holdum þrátt fyrir 38 ár og efnalega vel- gengni, enda meiri háttar erfiðisvinna aö syngja fyrir tugþúsundir manna á útihljómleikum. Michael Philip Jagger sígrænn og endingargóður Mick Jagger er sagður geta af einhverjum ástæðum hreykt sér af því að hafa meiri kyntöfra til að bera en flestir aðrir karl- menn. — Að öðru leyti dugar honum að kalla sig lagasmið, leikara, söngvara, kaupsýslum- ann eða pabba, þó að hann kjósi helzt að leika síðastnefnda hlut- verkið prívat. Hvað sem sögur hafa hermt um langt árabil um líferni Mick Jaggers, hefur hann að minnsta kosti hin síðari ár lifað sóma- samlegu lífi. Hann sést oftar í jakkafötum með bindi en í öðr- um búningi, og hann er prúður og háttvís í framkomu og kemur þeim, sem ekki þekkja hann, oft á tíðum á óvart með kunnáttu sinni og hógværð. Hann drekkur mjög lítið og er hættur að reykja. Að því er hann segir sjálfur, hefur hann aðeins snert á fíkniefnum að „gamni sínu“, en ekki eins og Keith Richards. Það er að miklu leyti kaup- sýslumanninum Mick Jagger að þakka, að „The Rolling Stones Records" er nú eitt af arðvæn- legustu hljómplötuútgáfufyrir- tækjum heims og að félagarnir í The Rolling Stones fá nú stórfé fyrir þá fáu hljómleika, sem þeir halda. Hann hefur áhuga á kvikmyndum og hefur leikið í nokkrum myndum, meðal ann- ars aðalhlutverkið í áströlsku myndinni „Ned Kelly“. Það er sagt árangur heilbrigð- ra lifnaðarhátta og líkamsrækt- ar, hve vel hann er á sig kominn. Löngu áður en The Rolling Ston- es héldu í síðustu hljómleikaför sína, var Mick Jagger farinn að iðka trimm af kappi og æfði sig með því að syngja efnisskrána á hlaupunum. Þá fylgir einnig nuddlæknir hópnum á ferðalög- um. Jagger hefur verið giftur einu sinni og býr nú með dóttur sinni, Jade. Það er og að þakka Mick Jagg- er, að The Rolling Stones hafa orðið goðsagnapersónur í lif- anda lífi. Þeir eru sem lifandi tákn alls þess, sem „rock and roll“, vagg og velta, snerist um á sínum tíma: Uppreisn, lausn úr viðjum hefða og vana; galsa, gaman og eilífa æsku. A seinni árum hefur hópurinn meira tengzt síðari hugtökunum en hinum fyrri. The Rolling Stones hafa tekið þeim hamskiptum, að í stað þess að vera ósiðsamleg olnbogabörn þjóðfélagsins, eru þeir orðnir burðarásar í því kerfi, sem þeir hófu feril sinn á að vinna gegn. En áhangendur þeirra hafa ekki snúið við þeim baki vegna auð- æfanna sem þeir hafa safnað. Þeir láta sem þeir viti ekki af þeim. í augum hinna tryggu að- dáenda sinna táknar þessi 38 ára gamli milljónamæringur ögrun í garð þjóðfélagsins, að hann sé að bjóða því byrginn, þegar hann stendur á sviðinu og syngur gamla slagara, sem sum- ir eru eldri en áheyrendur í salnum. „Jagger gerir það sem honum dettur í hug,“ sögðu þeir jafnvel, sem sáu hann gera nákvæmlega sömu hlutina tvö kvöld í röð á hljómleikunum í Gautaborg 19. og 20. júní sl. Það voru tíu ár síðan The Rolling Stones höfðu komið til Skandinavíu, og það lá í loftinu, að eitthvað mjög óvenjulegt væri á seiði. 110 þúsund aðgöngumiðar seldust þegar í stað, og það var metaðsókn að Ullevi-leikvanginum. Þessi fjöldi er ekki í samræmi við söl- una á plötum hópsins hin síðari ár í Skandinavíu. Fyrri metaðsókn að Ullevi var, þegar Ingmar Johansson, hnefaleikari, barðist þar 1957 og sló andstæðing sinn niður eftir 10 sekúndur við æðisgengin fagnaðarlæti áhorfenda. Mick Jagger getur ófeiminn fullyrt, að hann hafi mest að- dráttarafl allra heimsins rokk- ara. Á sviðinu í Gautaborg var hann á vissan hátt skopmynd af sjálfum sér. Allt var svo stórt í sniðum, að svipbrigði og hreyf- ingar urðu að vera enn meiri og magnaðri en ella, svo að þeir einir fengju ekki að fylgjast með því, hvað fram færi, sem sætu næst sviðinu. Þar var Jagger bæði trúður og ballettdansari. Ekki er hægt að segja, að hann sé karlmannlegur, en hann er ekki kvenlegur heldur. Hann minnir á hirðfífl á miðöldum, þó að hann standi hásætinu nær. í nær tvo og hálfan tíma hleypur Mick Jagger, klifrar, dansar og syngur, og menn geta ekki annað en dáðst að lík- amshreysti mannsins. Það hefur vart hvarflað að nokkrum að- dáendum The Rolling Stones 1965, að þeir ættu eftir að horfa og hlusta á þá eftir svo mörg ár ásamt tugum þúsunda á íþrótta- leikvangi og segja: „Hann eldist lítið.“ — svá — úr „Farmand" 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.