Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Page 4
Gunnar M. Magnúss, rithöfundur á gangi fyrir utan heimili sitt í Reykjavík fyrir skömmu. Ljósm. Jóhumes Long. sonar organleikara, sonur hans var Friðrik Bjarnason tónskáld. Þriðji bróðirinn var Isólfur Páisson, organleikari og tón- skáld; sonur hans var Páll Isólfsson tónskáld. Á Eyrarbakka kynntist Ingi- mundur hjónunum Guðbjörgu og Ólafi. Þau átti tvo drengi og eina dóttur. Var stúlkan komin undir tvítugt. Þau Ingimundur felldu hugi saman og hétu hvort öðru tryggðum. Um þessar mundir drukknaði Ólafur, en Guðbjörg hélt heimili með börn- um sínum. Nú segir frá því, er þeir bræð- ur lögðu í suðurferðina til út- róðra á Miðnesi. Snjór var og ófærð, svo að dagleiðir urðu heldur stuttar. Þeir voru fót- gangandi og fyrsta dagleiðin var að Kotströnd. Næsta dag lögðu þeir á Kamba og þrömmuðu vestur yfir Hellisheiði. Færðin var afleit, en þeir voru léttir í sinni og kátir af því að vera nú saman. Þeir hvíldu sig af og til og sungu og rauluðu. Helst voru það sálmalög, sem þeir sungu, en fannbreiðan lá í allar áttir, svo langt sem augað eygði, og hvergi líf að sjá í bjartri víðátt- unni. Þeir bræður höfðu ekki verið neitt saman í tíu ár og nú var sterkur innileiki milli þeirra, sem ekki verður með orð- um lýst. Og margt hafði drifið á dagana á þessum æskuárum þeirra, sem nauðsynlegt var að frétta af. Ingimundur hafði frá því að segja, að hann átti byssu og hafði verið í veiðiferðum á Bakkanum. Hann átti ekki langt að sækja veiðiáhugann. Faðir þeirra var annáluð skytta og hjá honum hafði Ingimundur fengið að hleypa af skoti. Það var reyndar furðulegt, hvað Ingi- mundur hafði sterka veiðigleði, þar sem hann bar verndun nátt- úrunnar fyrir brjósti. Og Ingimundur gat sagt frá því að hann átti fleiri gleði- stundir en við nám og veiðar. Ingimundur var gáfaður pilt- ur og fljótur að nema allt, sem hann lagði fyrir sig. Mynda- smíði lærði hann hjá Bjarna Eyjólfssyni frá Hofsstöðum í Hálsasveit. Tók hann góðar myndir. Fiðluspil lærði hann að öllu leyti af sjálfum sér. Haft var eftir Jóni Pálssyni að Ingi- mundur hefði verið fljótastur við nám allra þeirra, sem hann hafði kennt orgelspil. Hann var duglegur við alla vinnu og vel að manni, orðinn rúmlega tuttugu og þriggja ára. Þeir bræður voru nú komnir að Kolviðarhóli og fengu þar gistingu. Nokkrir gestir voru þar fyrir. Þeir voru heldur fálát- ir um kvöldið. Þorsteinn kom sér fyrir úti í horni, tók upp pípu, sem hann hafði eignast á Djúpavogi, kveikti í henni og pú- aði út í loftið, en Ingimundur sat hljóður. Hann vantaði yndi sitt, hljóðfæri. Næsta dag lögðu þeir frá Kolviðarhóli, áleiðis til Reykja- víkur. Nú var kominn útsynn- ingsgarri og færðin var vond. Þegar þeir komu niður í Svína- hraun, var skollinn á bylur með svörtum éljum og ófærðin versnaði. Þegar þeir komu niður á Sandskeið, var degi tekið að halla, svo að útlitið var ekki gott. Útsynningurinn var með ágöngum. í hryðjunum sáu þeir ekki fótaskil og héldu hvor um annan, til þess að hrekjast ekki út í moldviðrið. Á milli hryðjanna létti svolít- ið til, svo að þeir sáu Vífilsfell og glytta í bláan himin yfir því. Þá grilltu þeir í smákofa á klettaási, sem gekk þvert yfir veginn. Kofi þessi var sælukofi, byggður úr grjóti, en þak úr járnplötum yfir og hurðarmynd fyrir dyrum. Ingimundur vildi halda áfram og freista þess að ná Lækjar- botnum, en er þeir voru komnir spöl frá kofanum, skall á þá hvöss hryðja, svo að þeir sneru til baka og náðu kofanum. I kofanum var bálkur, sem hægt var að hvílast á, lítils hátt- ar snjór var á gólfi. Frost var lítið. Þeir höfðu nesti og þar í var smjörklípa. Þorsteinn reif ræmu úr vasaklút sínum, sneri hann í kveik og nuddaði í hann sméri, lagði hann á hellustein og kveikti í. Þannig höfðu þeir ljós- glætu meðan þeir borðuðu og höfðu sokkaskipti. Leið þeim nú sæmilega, þó að lítið væri um svefninn. Morguninn eftir var komið skaplegt veður. Þeir lögðu því af stað fyrir birtingu og náðu að Lækjarbotnum snemma dags. Þá var byrjuð greiðasala í Lækjarbotnum og fengu þeir bræður rjúkandi kjötsúpu. Eftir þessa hressingu lögðu þeir af stað til Reykjavíkur og gistu á Bústöðum. Þar voru ung- ar fjörugar stelpur. Var glatt á hjalla um kvöldið, sungið og hlegið. Leist þeim báðum vel á stelpurnar. Þorsteinn sagði um náttúruna, að „um það leyti var blossandi styrjöld milli holdsins og andans. Náin kynni af konum varaðist ég,“ sagði hann. Ingimundur var léttur í lund og gamnaði sér vel um kvöldið, söng og kleip í stelpurnar, svo að píkuskrækirnir bárust um allan bæinn. En hann var háttprúður í gleði sinni, einlægur laglegur piltur. Það var munur á þessum nótt- um, sem þeir bræður höfðu verið á ferðalaginu. Fyrri nótt höfðu þeir sofið alklæddir í sæluhús- kofa, nú voru þeir í smá sjafnar- leikjum fram á nótt og sofnuðu undir dúnsængum. Næsti áfangi var að Hvaleyri sunnan Hafnarfjarðar. Þar bjó Magnús Benjamínsson, bróður- sonur móður þeirra. Þeir gistu þar hjá frænda sínum í góðu yfirlæti. Frá Hvaleyri héldu þeir svo í síðasta áfangann og suður með sjó. Færð hafði verið afleit alla leiðina að austan og enn var þæfingur. Þegar þeir voru komnir suður í Innri-Njarðvík voru þeir orðnir laraðir og gistu þar hjá góðu fólki. Daginn eftir var seinasti áfanginn suður á Miðnes. Ingimundur hafði áður verið þar syðra og fór til Þórarins á Fitjum. En Þorsteinn vistaðist hjá Páli Þorkelssyni í Miðkoti í Bæja- eða Býjarskershverfi. 6. Það var dag einn á útmánuð- um þennan vetur að Ingimundur fékk bréf austan frá Eyrar- bakka. Sagði hann Þorsteini bróður sínum, að hann þyrfti að fara hið bráðasta, hvað sem tautaði ... Það stóð á miðri vertíð og ekki þakksamlegt að maður hlypi úr skipsrúmi fyrirvara- laust. En Ingimundur skeytti þessu engu, Tilkynnti formanni sínum að hann væri farinn, ef til vill kæmi hann bráðlega aftur. Hann var fáorður um þessa för, en sagði Þorsteini, að hann hefði fengið bréf frá ekkjunni Guðbjörgu og væri kallaður að koma austur að Eyrarbakka og það strax. Jafnframt sagði hann frá því að dóttir ekkjunnar væri unnusta sín og hann ætlaði að kvænast henni með vorinu. En nú var stúlkan mikið veik og þess vegna þurfti hann að fara tafarlaust. Ingimundur fór í tveimur áföngum austur að Eyrarbakka. En þegar þangað kom, var stúlk- an látin. Við þennan atburð urðu straumhvörf í lífi hans. Hann fór ekki aftur suður á Miðnes. Og ekkjan vildi ekki sleppa honum, en hugðist fá þarna fyrirvinnu. Og Þorsteinn skrifaði síðar: — „Ingimundur bróðir minn lenti á ekkjunni og giftist henni." Þarna var nokkur aldursmun- ur, ekkjan var rúmlega þrjátíu árum eldri en brúðguminn. Ingimundur hafði verið spar- samur og lagði nú alla aura sína í búið og fór að vinna á Eyrar- bakka. Hús ekkjunnar var Framhald á bls. 16. Mynd: Alfreð Flóki Bolli Gústavsson í Laufási BEYGUR Laufvindur haustsins leikur um litverpan mó, dökkgrænn var drapi áður dreyrlitur nú, slútur gráloðinn gulnar gullblöðin falla senn. Boð með vindinum berast: — Brátt er hér von á gesti. Kenna hann munu menn, myrkeygðan jötun á litföróttum hesti. — 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.