Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Page 6
Forgöngumenn nútíma arkitektúrs — Eftir Harald Helgason arkitekt Verkfræðideild Leicester-háskóla. Stirling og Gowan 1959—63. James Stirling Hann var lengi í þeirri hlálegu aðstöðu, að sérfræðingarnir hrósuðu honum, en samt fékk hann engin verkefni. Nú hefur það heldur betur breytzt og þar að auki hefur Stirling fengið Pritzker-verðlaunin 1981, sem eru einskonar Nóbelsverðlaun í arkitektúr Raðhús í Preston. Stirling ásamt Gowan 1957. James Stirling fæddist í Glasgow árið 1926, sonur skipa- verkfræðings frá Liverpool, og til þeirrar borgar fluttist fjöl- skyldan ári síðar. Stirling inn- ritaðist í Listaskóla Liverpool árið 1942, en stríðið batt enda á nám hans þar og ári síðar var hann kvaddur til að gegna her- þjónustu. Var hann bundinn í hernum til styrjaldarloka, en innritaðist síðan í arkitektúr- deild Liverpool-háskóla haustið 1945 og lauk þaðan brottfar- arprófi fimm árum síðar. Á þeim tíma hafði nútíma arki- tektúr ekki skotið mjög föstum rótum á Bretlandi, en kennarar Liverpool-skólans voru fram- farasinnaðir, og mun Stirling hafa kynnzt þar allvel verkum ýmissa nútíma arkitekta, eink- um þó Le Corbusiers. Nokkru áður en hann skilaði innloka- verkefni sínu eyddi hann fimm mánuðum í Bandaríkjunum; starfaði á arkitektastofu og heimsótti margar merkustu byggingar á austurströndinni. Að skólanámi loknu, sumarið 1950, hélt Stirling til Frakk- lands til að kynna sér af eigin raun nokkur verka Le Corbusi- ers og annarra merkra arkitekta þar. Þegar heim kom tók hann þátt í samkeppni um byggingu fyrir kvikmyndastofnun og skrifstofuhúsnæði, sem arki- tektafélagið í Liverpool stóð fyrir. Lausn hans er einkum áhugaverð fyrir það, hve sjálf- stæð hún er, og hefur fengið lít- ið að láni frá þeim verkum, sem Stirling hafði kynnt sér. Haustið 1950 flutti Stirling til London og stundaði um skeið framhaldsnám í „School of Town Planning and Regional Research", en honum féll ekki námið og yfirgaf skólann árið 1952, án þess að ljúka brottfar- arprófi. Það ár tók hann þátt í samkeppni um menntaskóla- byggingu í Poole, og í því verk- efni koma fram ýmsir þættir, er urðu síðan áberandi í bygging- um Stirlings, einkum rík áherzla á skipulagningu umferð- arkerfa og raunsæi í vali burð- arvirkja til þess að forðast ófyr- irsjáanlegan kostnað. Ekki vann Stirling til verðlauna fyrir þessa lausn sína, en segja má, að þarna hafi stílþróun hans haf- izt, og hún hefur verið ákaflega markviss allar götur síðan. Hef- ur hann til dæmis yfirleitt bundið sig við notkun venju- legra og algengra byggingar- efna, sem hann fer með á ný- stárlegan hátt. Stirling tók þátt í samkeppni um stækkun há- skólans í Sheffield (1953), og þó að tillaga hans hlyti ekki verð- laun, vakti hún verulega athygli og var sett upp til sýnis í AA- skólanum (Architectural As- sociation) í London ásamt ann- arri frumlegri samkeppnistil- lögu. Sama ár hóf Stirling vinnu á arkitektastofu þeirra Lyons, Israels og Ellis í London og starfaði þar næstu þrjú árin. Vann hann þar meðal annars sjálfstætt að nokkrum einbýl- ishúsaverkefnum, en gekk illa með að fá þau samþykkt hjá skipulagsyfirvöldum. Olli það honum mikilli gremju, og hefur hann síðan sinnt þessari tegund bygginga að sáralitlu ráði. Á þessum árum umgekkst Stirling mikið hóp ungra arkitekta, sem höfðu með sér sterk samtök og ræddust reglulega við um ýmis mál varðandi nútíma arkitekt- úr, er fór fyrst að bera á að nokkru marki á Bretlandi um þetta leyti. Þá birti Stirling einnig tvær greinar um verk Le Corbusiers í vel þekkt arkitekt- úrtímarit, og vöktu þær tals- verða eftirtekt. Fyrsta verkefni, er byggt var eftir teikningum Stirlings, var þriggja hæða raðhús í Ham Common, Richmond (1955—58), og vann hann það í samstarfi við arkitektinn James Gowan (f. 1924). Var raðhúsunum komið fyrir á langri og mjórri lóð, bak við stórt íbúðarhús í endurreisn- arstíl, og vöktu þau athygli einkum fyrir smekklega notkun Chamberwell-skóli í London, — ásamt Gowan 1958—61. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.