Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 5
Sandro Pertini á jarðskjáirtasvæðinu í nóvember 1980. Ítalíuforseti Mjúkur og haröur í senn Gráhærði forsetinn, Sandro Pertini, er vinsælasti stjórn- málamaðurinn á Ítalíu. Hann er örgerður og bráðlyndur, og það láta landar hans sér vel líka. Pertini gerði sér ferð til Spánar um daginn, þegar heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu stóð yfir. Og í úrslitaleiknum milli Italíu og Þjóðverja hvatti hann landa sína meira en nokkur ann- ar. Vera má, að hann hafi átt sinn þátt í sigri Itala. Hann hefur aldrei iðkað íþróttir, og reykt alla tíð eins og strompur. En þegar menn sáu Sandro Pertini, sem er hálfní- ræður, í heiðursstúku á þýzkum íþróttavelli nýlega, við hliðina á Helmut Schmidt kanslara, spurðu þeir sjálfa sig: Hvor er yngri? — En á þeim er 22ja ára aldursmunur. Litli, sköllótti forsetinn virð- ist í fljótu bragði hrörlegur nokkuð af myndum að dæma. En myndirnar af honum blekkja. ítalska dagblaðið „La Repubblica" hefur kallað hann „Spaghetto úr jarus". Er hann sat í hægindastól og horfði á fyrrnefndan kappleik, var hann á sífelldu iði, og er leiknum lauk með sigri landa hans, dansaði hann fram og aftur. Allt frá Mílanó til Palermó er hann dáður og elskaður umfram alla aðra ítalska stjórnmála- menn, því hann er ímynd ít- alskrar þjóðarsálar, mikill í gleði og sorg, hjartanlegur og óskammfeilinn, vakandi og fjör- ugur, og öllu öðru fremur snar- orður með spakmæli á vörum. — Pertini var á ferð í Bandaríkj- unum fyrir skömmu og heim- sótti þá að sjálfsögðu Ronald Reagan forseta, sem var kunnur leikari. Reagan lét þessi orð falla um stéttarbróður sinn síð- ar: „Hann hefði getað orðið góð- ur leikari." — Sandro Pertini hefur glæsilega framkomu og gleymir því aldrei, að hann er landsfaðir. Stjórnmálamennirn- ir, einkum flokksbræður hans, sósíalistar, eru allt annað en ánægðir með hvernig Pertini setur brögðum og brellum þeirra skorður. Þegar forsetinn kom í heimsókn til Sikileyjar fyrir þremur árum, fögnuðu íbú- ar eyjarinnar honum ákaflega. En stjórnmálamennirnir sem voru í för með honum fengu kaldar kveðjur: „Mafíur, svikar- ar, þjófar." Stundvíslega klukkan átta að kvöldi, þegar störfum er lokið, hverfur Pertini úr Kvírinal- höllinni og fer, verði hans til skelfingar, fótgangandi inn í miðja Rómaborg. Álútur, skrefstuttur labbar hann til Via della Stamperia 96 og inn í þriggja herbergja íbúð. Þar er fyrir Carla, kona hans, sem nú er sextug að aldri. Hún hafði tekið fyrir það þegar maður hennar varð forseti „að leika einhvers konar Madonnu upp í höllinni". Hún vinnur sem sál- fræðingur á lyfjadeild við Gemelli-sjúkrahúsið. Einn sjúklingurinn spurði hana eitt sinn: „Eruð þér ekki forsetafrú- in?“, og hún svaraði stutt i spuna: „Mér þykir leitt að segja það, ég er frú doktor Voltólina." Stúlkunafn hennar. Þegar for- setinn í Gabon sendi ítalska rík- inu fíl, gaf Pertini honum nafnið „Carla" og glettnisbros lék um andlit hans. I hvert sinn sem forsetinn leggur upp í ferð til ættþorps síns, Stella í Ligerús, kaupir hann sjálfur farmiða í flughöfninni og flýgur í farþeg- aflugvél til Genúa. Ekki er hann fyrr kominn til Stella er hann heldur beint inn á símstöðina hjá kirkjunni og hringir til Kvírinal-hallar: „Nokkuð nýtt?“ Venjulega er eitthvað nýtt að frétta. Varla líður svo nokkur vika, að Pertini láti ekki frá sér heyra og segir þá sína fullu meiningu. Þegar hann talar um heimspólitíkina, fá varkárir stjórnmálamenn í utanríkis- ráðuneytinu gæsahúð. Er Schmidt kanslari varð fyrstur stjórnmálamanna vestantjalds til þess að fara til Moskvu eftir innrás Rússa í Afganistan taut- aði Pertini fyrir munni sér: „Undansláttur, undansláttur." Hann ergði Rússa hvað eftir annað með því að fullyrða að miðstöðvar hryðjuverkamanna væru austantjalds. I heimsókn til Vestur-Þýzka- lands kom mótspyrnumaðurinn gamli, Pertini, fyrrverandi SA-manninum, Karl Carstens, í klípu. Pertini vildi fá að heim- sækja KZ Flossenbiirg, þar sem Engenio bróðir hans var skotinn í apríl 1945 af SS-mönnum: „Til Flossenburg fer ég einsamall. Ég vil ekki skapa ríkiskanslar- anum óþægindi með því að hann fari að fylgja mér þangað. Hví skyldi ég krefjast þess?“ Sósíalistinn Sandro Pertini, fæddur 1896, sonur efnaðs bónda, var ávallt harður and- stæðingur fasista. Hann fékk dóm vegna dreifiblaðs, en slapp til Frakklands, þar sem hann hélt sér uppi með ýmiss konar störf. Hann var bílþvottamaður, múrari, rafvirki, húsamálari og „statisti" í kvikmyndum. Árið 1929 sneri hann aftur heim með leynd. Það var ljóstrað upp um hann og hann sendur í illræmt fangelsi, þar sem hann sat árum saman. Móðir hans leitaði náð- unar fyrir hann, en hann harð- neitaði að þiggja náðun af fas- istum. Eftir fall Mussólinis 1943 barðist hann í andspyrnuhreyf- ingunni — „Resistenza“ gegn þýzka setuliðinu. En reiði hans gegn Þjóðverj- um er að fullu hjöðnuð. Fyrstu förina sem forsetinn fór, fór hann til Vestur-Þýzkalands 1979. Eftir stríðið var hann blaða- maður við flokksblað sísíalista, sat á þingi frá 1953 og var loks forseti þess í átta ár. — Hann var nokkuð umdeildur í flokki sínum, oft fór hann sínar eigin leiðir og þoldi ekki allskostar flokksagann. Þegar hann var forseti þings- ins, dró hann dár að félögum sínum: „Kristindómurinn lifir í hjörtum fólksins — þrátt fyrir prestana. Hið sama má segja um sósíalismann. Hann lifir í hjörtum ítala — þrátt fyrir stjórnmálamenn sósíalismans." Pertini hefur ekki vald til að breyta miklu. En með djarf- mannlegum orðum gegn allri flokksspeki er hann orðinn sam- vizka þjóðar sinnar. Eftir jarðskjálftana miklu á Suður-Ítalíu í nóvember 1980 ásakaði harin, í sjónvarpsræðu, varnar- og innanríkisráðuneytið fyrir slæiega hjálp og aðstoð sem þessi ráðuneyti bæru ábyrgð á: „Hver sá, er hér hefur brugðizt, hlýtur að gjalda fyrir það.“ Þegar sex ára drengur, Al- fredo Rampi, féll í 60 metra djúpan brunn í grennd við Rómaborg og honum varð ekki bjargað, sakir vanrækslu þeirra sem áttu að sjá um brunninn, stóð Pertini lengi grátandi á slysstaðnum og það var grát- hreimur í röddinni er hann sagði: „Það hefði verið hægt að bjarga Alfredo. Orsökin er ófullnægjandi vernd samfélags- ins.“ Ábyrgir stjórnmálamenn, sem oft eru sakaðir um að eyða tíma sínum í brögð og undirferli engu síður en verkefnin, sem þeim eru falin af þjóðinni, þora sjaldnast að gagnrýna hinn vinsæla forseta opinberlega. Þeir vita, að hann gerir heyrin- kunnugt það sem fólkið hugsar. „Sandro," er sagt meðal ráð- herranna, „hefur einn veikleika. Hann svarar öllum spurningum blaðamanna." Þegar enn eitt bankahneyksl- ið reið á lýðveldinu, varð honum að orði og mælti af reiði: „Hér finnast því miður nokkrir stjórnmálamenn, sem ættu hvergi heima nema í fangelsi." Þjóðin tók undir með honum, þeir sem áttu sneiðina, skömm- uðust sín — bak við falinn skjöld eins og ávallt. Pertini fullur kaldhæðinnar gleði mælti: „Flestir þeir sem hafa valið mig, hafa þegar iðrast þess.“ En aðeins þeir. Því á Ítalíu er forsetinn ekki þjóðkjörinn. Sandro Pertini og Enzo Bearzot, þjálfari ítölsku heimsmeistaranna í knatt- spyrnu. Tvímenningarnir fagna sigri. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.