Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 10
DIEGO ARMANDO MARADONA — einn af albeztu knattspyrnumönnum heimsins og fær svimandi upphæðir í laun, þótt ekki sé hann nema 21 árs gamall og tæpast læs eða skrifandi „Hann er snillingur," fullyrft- ir Cesar Luis Menotti, þjálfari argentínska landsliösins, „meö fótunum gerir hann þá hluti, sem venjulegur dauölegur maö- ur er ekki einu sinni fær um aö framkvæma með höndunum." „I>aö er alltof mikið látið með þennan strák,“ segir hinn kunni knattspyrnumaður Poul Breitn- er hjá „Bayern“. „Maradona er í hæsta lagi skemmtilegur bolta- trúður fyrir áhorfendurna.“ Til umræðu er Diego Arm- ando Maradona, tutfugu og eins árs, 165 sm á hæð og álitinn bezti knattspyrnumaður heims. Jafnvel gagnrýni þýzka lands- liðsmannsins Breitners er í sjálfu sér hið mesta lof, því í hverju er tilgangur atvinnu- knattspyrnu annars fólginn, ef ekki í því að skemmta áhorfend- um? Breitner, Rummenigge og aðr- ir álíka kanttspyrnumenn eru traustir og færir verkmenn í sínu fagi, sem leggja mjög hart að sér fyrir allt það kaup, sem þeir fá. En það sem knatt- spyrnuunnendur láta sig ein- mitt dreyma um í sínum djörf- ustu draumum, þær listir, sem brasilíski knattspyrnulistamað- urinn Pelé sýndi hér áður fyrr með sinni óviðjafnanlegu snilli, það getur nú orðið aðeins maður á borð við Maradona. Nú á dögum er enginn annar knattspyrnumaður til, sem kann að töfra jafn margt fram á knattspyrnuvellinum og þessi Argentínumaður. I síðasta æf- ingaleik fyrir heimsmeistara- keppnina á Spáni, sem Argent- ína lék gegn Rúmeníu í borginni Rosario, lýsti stjarna Maradona aðeins í örfáar sekúndur á 90 mínútna löngum leiktíma, en þessar sekúndur voru líka stór- kostlegar. Hann þaut sem ör væri skotið frá miðlínu í áttina að vítateig andstæðinganna; á leiðinni lék hann tvo leikmenn Rúmena af sér. Boltann knúði hann áfram eins og jó-jó, sem bundið er við ósýnilega snúru, stöðugt frá öðrum fæti til hins. Eins og í billiard notaði hann fætur bakvarða Rúmena til að endurkasta boltanum, fékk bolt- ann aftur, sneri sér með hraða eldingarinnar við á staðnum og skaut. Markvörður Rúmena náði ekki að grípa boltann, og Ramon Diaz spyrnti boltanum auðveld- lega beint í netið. Þegar Diego Maradona grípur sprettinn, virðist hann yfirstíga það lögmál eðlisfræðinnar, sem hver einasti nemandi grunn- skólans lærir. Þar sem fastur hlutur er fyrir, getur enginn annar hlutur verið. Þegar Mara- dona hleypur með boltann sér við fót að varnarlínu andstæð- inganna, opnast raðirnar fyrir honum eins og einhver ósýnileg yfirnáttúruleg hönd ryðji hon- um braut. Létu bakverðirnir blekkjast af klækjum hans og brellum og féllu bara um sjálfa sig — eða brá Maradona þeim? Hann blekkir margsinnis, ekki bara andstæðinga og áhorfend- ur með því feiknarlega valdi, sem hann hefur í öllum sínum líkamshreyfingum, heldur blekkir hann einnig og ekki síð- ur knattspyrnudómarana. Indíáninn leynir sér ekki Þessi eftirmaður Pelé í list- rænni knattspyrnu er eins og skápur í vextinum; hann er rið- vaxinn, lærin mjög kröftug. Svartur hárþyrillinn umlykur ólundarlegt, næstum sviplaust, andlit hans, sem ber indíána- uppruna hans glöggt vitni. Árgentínumenn eru að vísu spænskumælandi þjóð, en að vera af spænskum, eða það sem er enn verra, af spænsk-indí- ánskum ættum í Argentínu, en hafa alls ekkert þýzkt, ítalskt eða enskt blóð í æðum, táknar í reynd að vera settur á neðstu skörina í þjóðfélagsstiganum. Það var einmitt þar, sem Diego Maradona varð að byrja, en nú er frami hans orðinn slíkur, að það líkist einna helzt ævintýr- inu um betlarann, sem varð milljónamæringur á fáum árum. Diego er elztur af átta börn- um Maradona-fjölskyldunnar og óx upp í Fiorito, ömurlegu fá- tækrahverfi í útjaðri Buenos Aires. Börnin þarna í hverfinu líta á knattspyrnuna sem leið út* úr fátækt og eymd, alveg eins og svört börn í Harlem, New York, dreymir um að verða körfu- boltasnillingar. Að einu leyti er þetta þó frábrugðið: ferill íþróttamanna í Argentínu byrj- ar miklu fyrr. Diego var rétt orðinn níu ára gamall, þegar hann steig fyrsta skrefið í þá veru að eiga kost á einni heitri máltíð á dag. Faðir hans, sem vann fyrir lágt kaup í mjölverksmiðju, gat ekki satt hungur þessa stóra barnahóps. Þá var það sem flugumaður frá litlu knattspyrnufélagi fékk augastað á Diego og réði hann í unglingalið félags síns. Fram að þeim tíma hafði Maradona að- eins verið alþekktur fyrir færni sína með knöttinn í næsta ná- grenni við heimili sitt. Þar um slóðir vissu allir, að enginn kunni eins og hann að láta bolt- ann skella aftur og aftur a hæl- inn, mínútum saman, vippa hon- um svo lipurlega og með tilfinn- ingu yfir mótleikarann og skjóta loks kröftuglega og hárnákvæmt í mark. Níu milljónir fyrir stráksa Vart var stráksi kominn í al- mennilegan knattspyrnub'úning, þegar hin mektugri knatt- spyrnulið stórborgarinnar komu auga á hann. „River Plate“, eitt frægasta knattspyrnuliðið í Bu- enos Aires bauð níu milljónir pesos fyrir drenginn — fyrsta vísbendingin um þær óhemju fjárupphæðir, sem síðar áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Þetta er samt ekki nægileg skýring á því, hvers vegna það var einmitt Diego Maradona, sem varð skærasta stjarnan á knattspyrnuhimni Argentínu, en ekki einhver annar af þeim þúsundum hæfileikamiklu ungu knattspyrnumönnum, sem eru svo til á hverju strái í Argent- ínu. Það var hrein tilviljun, sem þarna réði úrslitum. Hjá fyrsta knattspyrnuliðinu, sem Mara- dona réðst til, hitti hann Jorge Cyterszpiler, pilt af gyðingaætt- um, þremur árum eldri en Di- ego. Foreldrar Jorges hétu Zith- erspieler, áður en þau fluttu frá Varsjá í Póllandi til Argentínu. Jorges Cyterszpiler fékk lömun- arveiki sem smábarn, og vinstri fótur hans er visinn og aflvana. Hann gat því aldrei leikið knattspyrnu, en þá íþrótt dáir hann meir en nokkuð annað. Eftir að hann hitti hinn unga snilling, Maradona, vék hann ekki frá hlið hans. Frá foreldr- um sínum hefur Jorge Cyter- szpiler erft framúrskarandi viðskiptavit, og honum varð strax ljóst, að fótboltamaðurinn ungi, Diego Maradona, var hreinasta gullnáma á tveimur jafnfljótum. Átján ára milljóna- mæringur, en tæpast læs og skrifandi Frá þeirri stundu, er Diego Maradona undirritaði samning- inn við „Argentinos Juniors", tók Jorge Cyterszpiler að sér að stjórna öllum hans fjármálum. Brátt tók hraðinn á rás atburð- anna að aukast. 15 ára að aldri lék Maradona í fyrstudeildar- keppninni, 16 ára var hann orð- inn landsliðsmaður, 18 ára var hann orðinn milljónamæringur í bandarískum dollurum. Og þetta getur naumast talizt svo illa af sér vikið af pilti, sem rétt með herkjum hafði komizt gegn- um fjóra bekki grunnskólans, og er enn í dag tæpast læs né skrif- andi. Milljónirnar tóku að streyma svo ört inn, að Jorge Cyterszpil- er varð að stofna fyrirtæki vegna skattanna, „Diego Arm- ando Maradona S.Á.“. Jorge út- nefndi sjálfan sig aðalfram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, sem vann aðeins að einu einasta verkefni, nefnilega því að selja knattspyrnustjörnuna Mara- dona. Cyterszpiler komst fljót- lega að raun um, að stórfyrir- Die^o Maradona kann aö vísu varla að lesa og skrifa, en hann getur veitt sér hvaða munað sem er. A meðan hinn 21 árs gamli knattspyrnumaður hvílir sig á öllu þvarginu heima í Buenos Aires og hlustar á disco-músík, sér hans eigiö fyrirtækí um að gera hann sífellt dýrari markaðsvöru. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.