Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Blaðsíða 7
byggingarefna með grófri áferð. Þeir Stirling og Gowan settu á stofn sjálfstæða arkitektastofu árið 1956 og unnu saman næstu sjö árin. Þeir teiknuðu fljótlega verkamannabústaði í Preston (1957), einfaldar og stílhreinar byggingar, er falla vel að um- hverfinu. Ári síðar var þeim boðin þátttaka í lokaðri sam- keppni um byggingar fyrir Churchill-háskólann í Cam- bridge, og var það töluverð við- urkenning fyrir þessa ungu arkitekta. Tillaga þeirra hlaut að vísu ekki verðlaun, en er engu að síður mjög athygiisverð, þar sem tekið er mið af hinni fornu hefð í háskólabyggingum borg- arinnar. Efnahagsmál Breta voru mjög óviss um þessar mundir, og til þess að tryggja sér stöðugri lífsafkomu, gerðist Stirling gestafyrirlesari við AA-skólann haustið 1957, og næstu þrjú árin starfaði hann sem kennari við Fjöltækniskól- ann í Regent Street, London, jafnframt starfi sínu á teikni- stofunni. Hann réðist síðan árið 1961 sem fyrirlesari við arki- tektúrdeild Cambridge-háskóla. Þeir Gowan teiknuðu einnig meðal annars samkomusal Camberwells-skólans í London (1958—61). Veggir byggingar- innar eru úr mjög ljósum múr- steini og gluggakarmar hvítmál- aðir. Jarðvegi var ýtt upp að byggingunni, sem sómir sér prýðilega á skólalóðinni, skammt frá gamalli aðalbygg- ingu skólans. Stirling fór til Parísar um þetta leyti og hreifst þar mjög af nýlegri byggingu eftir tvo franska arkitekta, sem notuðu gler í óvenju ríkum mæli og á nýstárlegan hátt. Fannst Stirling þarna opnast sér nýir möguleikar á notkun glers, og hóf hann þegar mikla könnun á róttækri hagnýtingu þess í byggingar sínar. Árið 1959 markaði tímamót á ferli þeirra Gowans. Þeir gerðu fyrst teikn- ingar að byggingu stúdenta- garðs fyrir Selwyns-háskóla í Cambridge, þar sem öll herbergi stúdentanna sneru í sömu átt, og var sú hlið byggingarinnar alglerjuð, en byggingin, sem var ráðgerð mjög löng, var sveigð til þess að mynda afmarkað garðsvæði. Ekki var þó byggt eftir þessum teikningum, en síð- ar sama ár hófu þeir Gowan vinnu við verkefni það, sem er kórónan í samstarfi þeirra, byggingu verkfræðideildar há- skólans í Leicester (1959—63). Áhrif Stirlings eru mjög greini- leg í þessu verki, sem talið er meðal merkustu bygginga í þróunarsögu nútíma arkitekt- úrs. Lóð byggingarinnar er mjög ólöguleg og aðþrengd, og var því heimilað að reisa turnbyggingu á hluta hennar. Stirling var strax ákveðinn í að láta ekkert ákveðið burðarkerfi ráða formi byggingarinnar. Hann skipti henni því niður í nokkra hluta eftir eðli og hlutverki rýmanna, og athugaði síðan sérstaklega heppileg burðarvirki fyrir hvern hluta út af fyrir sig. I bygging- unni eru tvær turnbyggingar, sem tengdar eru saman með umferðarbrúm í glerjuðum gangi, en út úr turn- byggingunum ganga áberandi fyrirlestrasalir, og er form þeirra einnig notað til þess að mynda umgjörð utan um aðal- inngang byggingarinnar. Yfir verkstæðum, sem eru í lægri hlutum hússins, er sérkennilegt þak með náttúrulegri ofanlýs- ingu í typptum, stórum bárum, sem liggja á 45° horni á stefnu útveggjanna. Þrátt fyrir frum- legt og allflókið form, var bygg- ingarkostnaðinum haldið niðri, einkum með notkun algengra og ódýrra — en þó vandaðra — byggingarefna. Mjög mikið er um glerjaða útfleti, en aðrir veggfletir eru úr rauðum múr- steinum eða veggflísum, sem líta eins út. Stirling vann þetta verk með afburðagóðum verk- fræðingi og er árangur sam- starfsins mjög góður. Þeir Stirl- ing og Gowan unnu ennfremur saman að nokkrum smærri verkefnum, t.d. barnaheimili í Putney, London (1960), og dval- arheimili fyrir aldraða í Blackheath (1960), en slitu síðan samstarfinu árið 1963. Stirling fór til Bandaríkjanna nokkrum sinnum um þetta leyti og hélt fyrirlestra í nokkrum arkitektúrskólum þar vestra, m.a. fékk Paul Rudolph hann til þess að koma til Yale þrisvar sinnum á meðan hann stýrði arkitektúrdeildinni þar. Þá hef- ur Stirling farið reglulega vest- ur um haf síðan 1967 og haldið gestafyrirlestra í fjölmörgum skólum í Bandaríkjunum. Stirl- ing vann lokaða samkeppni um byggingu sögudeildar Cam- bridge-háskóla (1964—67) og hófst þegar handa með útfærsl- una. Á ytra borði líkist bygging- in töluvert Leicester-bygging- unni, einkum vegna sambæri- legrar efnisnotkunar, en er samt fullt eins frumleg. í samkeppn- isgögnum var beðið um stóran lestrarsal og fjölda smærri sal- arkynna í nánum tengslum við kennslustofur. Kom Stirling kennslurýmum og skrifstofum fyrir í L-laga byggingu og kom lestrarsalnum fyrir í krikanum, og er hann að mestu leyti glerj- aður. Innri umferð í bygging- unni er að verulegu leyti látin ráða rýinismynduninni, og eru umferðargangar á efri hæðum formaðir eins og svalaröð, þar sem sést niður í lessalinn. Bygg- ing sögudeildarinnar er sér- staklega greinileg ekki einungis af því, hve mikið hún er glerjuð, heldur einnig vegna þess hve vel umferðargangar tengja öll rými saman. Byggingin er í heild mun fíngerðara verk en bygging verkfræðideildarinnar í Leicest-- er, og endurspeglar það eðlis- mun verkefnanna. Sameiginlegt í þessum tveimur byggingum og reyndar mjög mörgum öðrum byggingum Stirlings er það, að umferð og tilfinning fyrir mannlegum samskiptum eru látin hafa forgang fram yfir flesta aðra áhrifavalda. Árið 1964 hóf Stirling vinnu vð teikningar stúdentagarða við Saint Andrews-háskóla á aust- urströnd Skotlands. Bygg- ingarnar standa í talsverðri hæð, og er útsýni þaðan ágætt út á Norðursjó. Stirling ákvað að gefa hverjum stúdent kost á sem beztu útsýni, með því að láta öll stúdentaherbergi snúa í Framhald á bls. 15. Æfinga8kóli Olivetti-verksmiðjanna í Haslemere, 1969. James Stirling. Barnaheimili í Putney. Stirling og Gowan 1960. EsrwrwSaaB' Mpiiiijiiliiiliiwiijliiiiiliíiii'iihtliiiiil Sögudeild Cambridge-háskóla 1964—67. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.