Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1982, Síða 12
Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum Kvöldvökur í Nýja Bíói 1924-1925 Fyrri hluti Siguröur Nordal prófessor, hvatamaður aö kvöldvökunum. Á þriðja áratugi aldarinnar hafði Útvarp Reykjavík enn ekki hafið göngu sína; meira en tveir áratugir liðu unz Þjóðleikhúsið tók til starfa og fjórir þar til sjónvarpið varð hluti af hinum daglega veruleik landsmanna. Þá var engin Sinfóníuhljómsveit, þaðan af síöur Ópera, en örfáir brautryðjendur myndlistarinnar héldu stöku sinnum sýningar. Okkur finnst nú, að þetta hafi verið heldur fá- tæklegt menningarlíf, og enginn vafi að þá var miklu færra, sem hinn almenni borgari gat notið. Engu að síöur voru í bænum allstór hópur gáfaðra menntamanna, sem iökuðu sín fræði í kyrrþey. Almenningur átti þess lítinn kost að njóta andríkis þeirra, þar til sá atburður átti sér stað, sem hér greinir frá. Um þetta leyti og síðan um langan aldur, var Sigurður Nordal rómaður fyrir lærdóm sinn og gáfur. Síöar, eftir að útvarpið kom til sögunnar, hélt hann svo eftirminnileg erindi um líf og dauða, að fjöldi fullorðins fólks minnist þeirra enn. En nú förum viö lengra aftur í tímann, til vetrarins 1924—25. Þá geröist þaö, að Siguröur Nordal beitti sér fyrir kvöldvökum, sem haldnar voru á hverju mánudagskvöldi í Nýja Bíói, þar sem fremstu andans menn bæjar- ins lásu upp úr bókmenntaverkum, gömlum og nýjum. Greinarhöfundurinn, Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum, stundaði nám í Samvinnuskólanum þennan vetur. Þar kenndi þá m.a. Tryggvi Þórhallsson, áhrifamikill maður og glæsimenni að sögn greinarhöfundar, og það var vegna skólatengsla við Tryggva, að höfundurinn ásamt öðrum nemendum skólans, lagði leið sína í Nýja Bíó og segir hér frá kvöldvöku, þar sem þeir lásu upp séra Magnús Helgason, Tryggvi Þórhallsson og Freysteinn Gunnarsson. Síðan komu þeir Magnús Jónsson dósent, Baldur Sveinsson blaðamaður og Helgí Hjörvar — og enn síöar Theódór Thoroddsen, Sigurður Nordal, Guðmundur Finnbogason, Matthías Þórðarson, Kristján Albertsson, Benedikt Sveinsson og Halldór Kiljan Lax- ness. Mér er minnisstæð sú stund, þegar ég kom inn í Nýja Bíó í fyrsta sinn aö kvöldi þess 17. nóvember 1924. Flestir þeir, sem koma á þennan staö, munu koma þangaö til aö horfa á kvikmyndir, og mikill hluti fólks, sem kemur þangaö í fyrsta sinn, mun eiga þangaö slíkt erindi, en svo var ekki að þessu sinni. Viö, nemendur Samvinnuskól- ans, fengum sæti í efri hluta áheyrenda- svæöisins á umgetnum kvöldvökum. Þegar viö komum þarna upþ þetta kvöld, var mannfjöldinn sem óöast aö ganga til sæta sinna, bæöi uppi og niöri. Tjaldað var fyrir sjálft leiksviöiö, en framan viö þaö haföi veriö útbúinn ræöupallur, þar sem upples- ararnir komu fram í þeirri röö, sem þelr höföu valiö sér. Á þessum palli gaf nú aö sjá lifandi mann, þó aö ekki væri þar kvikmynd. Þaö var stór maður, dökk- klæddur — á aö giska á sjötugsaldri. Ég haföi aldrei séö þennan mann áöur og ekk- ert spurt um, hverjir ætluöu aö lesa þarna upp auk Tryggva Þórhallssonar. Ég spuröi sessunaut minn, hvort hann þekkti mann- inn, en hann kvaö nei viö því. En þessl maöur vakti strax athygli mína. Andlit hans var svipmikiö og stórskoriö, ennið hátt og hvelft, augun djúp og snör, svipurinn mild- ur og hreinn — mótaöur af festu og ró. Hann var meö alskegg en þó ekki mikiö. Þaö var eins og tvö orö svifu ósjálfrátt í hugann, þegar horft var á þennan mann. Oröin voru: gáfur og göfugmennska. Þeg- ar hann stóö þarna á ræöupallinum og horföi á hinn iöandi mannfjölda, sem gekk til sæta sinna, ieiftruöu augu hans. Þaö var ekki gagnrýnishroki eöa mannfyrirlltnlng, sem út úr þeim skein, heldur hlýja og ást- úöarkennd ihygli. Þaö var líkast því, aö hann stæöi þarna meö framrétta hönd og héldi á litlu Ijósi, sem bæröist ekkl, þó nokkur gustur færi um salinn. Og þegar hann renndl augum yfir hinn stóra hóp, var engu líkara en aö hann væri aö gæta þess, aö enginn yröi útundan, en allir fengju aö njóta birtunnar. Seinna um kvöldiö fékk ég aö vita aö maöurinn var Magnús Helgason, skólastjóri Kennaraskólans. Þegar allir áheyrendur höföu komiö sér fyrir, hóf séra Magnús upplestur sinn. Hann las langt kvæöi um frelsisbaráttu Finna. Hann mælti fyrir Ijóðinu og setti sig í spor viðkomandi skálds og þjóöar á þann hátt, aö áhrifin voru hrífandi. Þaö var auövelt aö gleyma stund og staö viö þaö eitt aö hafa þennan upplesara fyrir framan sig og heyra milda og yljandi rödd hans. Þegar séra Magnús haföi lokiö upplestri sínum, gekk hann niöur af ræöupallinum tígulegur og teinréttur. Tryggvi Þórhallsson kom næstur upp á ræöupallinn. Viö, nemendur Samvinnu- skólans, þurftum ekki aö eyða miklum tíma í aö gera okkur grein fyrir mannlnum, því aö hann var okkur aö góöu kunnur. Hann var hinn sami á ræðupallinum í Nýja Bíói eins og viö kennaraborðiö í Samvinnuskól- anum — sama glæsimenniö og sami aödá- andi íslenskunnar og hinna fornu fræöa. Þegar hann talaöi viö nemendur sína um þessi mál, var frásögn hans gædd slíkri einlægni — slíkum hita og þrótti, aö hrifn- ing gisti huga þelrra, er hlustuöu á. Tryggva var mjög hugstætt þaö tímabil Is- landssögunnar, sem kaþólska kirkjan mót- aði mest. Fáir íslendingar síöari tíma munu hafa lagt meiri alúð við þetta tímabil. Kostir þess virtust honum ijósari en flestum öör- um, og þegar hann fluttl stuttar ræöur um sjálfvaliö efni á mannafundum, notaöi hann oft tækifæriö til aö breiöa Ijós samúöarinn- ar yfir þessa tíma. Þaö mun ekkl hafa veriö 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.