Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 13
Nýir Þjóðverjar. Þessi hjón í Hamborg eiga einn dreng, en hafa ættleitt börn frá Indónesíu, Víetnam, Indlandi og Afríku. Börn á munaðarleysingjahæli á Indlandi bíða þess að vestrænir fósturforeldrar gefi sig fram. þannig, að ættleiðing eftir slík- um leiðum er síðan löggilt eftir á. Einkafyrirtæki uppfylla oftast innan fáeinna vikna þá brennandi ósk barnlausra hjóna að eignast fósturbarn. Þessi fyrirtæki spyrja heldur ekki allt of margra spurninga um einka- hagi umsækjenda eins og hinar opinberlega viðurkenndu miðl- unarstofnanir gera. Hollendingar eru stórtækir Einna umfangsmestu aðilar í barnamiðlun í Evrópu eru hol- lenzku einkafyrirtækin „FLASH" (skammstöfun á „Foundation Life, Adoption Service and Happiness") í Groesbeek og „Burger- Meinster" í Rotterdam. Sænsk, svissnesk, dönsk og austurísk fyrirtæki eru mun minni í snið- um. „FLASH" kaupir flest sín börn inn á Sri Lanka (sem áður hét Ceylon). Komið til Evrópu . kostar barnið um 16.500 íslenzk- ar krónur. En komi hinir vænt- anlegu fósturforeldrar með til Sri Lanka til þess að velja sér sjálf barn á staðnum, kostar allt ættleiðingarferðalagið hjá „FLASH“ um 55.000 ísl. krónur. Auk ofangreindra leiða, eru svo einnig til aðrir möguleikar á að eignast suðrænt fósturbarn; flugstjórar koma stundum til Evrópu frá þriðja heiminum með ungbarn á handleggnum; kaupsýslumenn, sem mikið þurfa að ferðast um lönd þriðja heimsins, þekkja oft mjög vel til hvar auðvelt er að fá barn til ættleiðingar. Þetta fólk er ekki að hugsa um, hvað hægt væri að hagnast á slíkri miðlun, heldur hefur það meðaumkun með hin- um ógæfusömu, umkomulausu börnum og skilur þrá velstæðra, barnlausra hjóna í Evrópu eða Ameríku eftir eigin barni. Enn ein hlið þessara mála eru viðbrögð umhverfisins, sérstak- lega í Evrópulöndum, við þel- dökkum, framandlegum börn- um. Þessi viðbrögð eru ekki allt- af vinsamleg í garð barnanna, sérstáklega þegar þau fara að vaxa úr grasi. „Þegar krakkarnir kalla mig „roetmop" (sót-trýni) eða „zwarte Piet“ (svarta Pétur), þá held ég mér saman,“ segir Alex- andra Nijenhuis, 12 ára gömul fósturdóttir hollenzks læknis, ættuð frá Eþíópíu. „Ég gæti auðvitað svarað fyrir mig með því að kalla „bleekscheet“ (bleikskítur) á móti, en það myndi bara espa þau enn meira upp,“ segir Alexandra ósköp blátt áfram. Því fer þó fjarri, að öll suðræn börn evrópskra fóst- urforeldra taki aðkasti hvítra barna með jafn miklu jafnað- argeði og af slíku raunsæi og Al- exandra Nijenhuis. Fjölskyldan M. býr skammt frá Amsterdam og eiga hjónin tvö eigin börn, þrjú kólumbísk og tvö börn frá Sri Lanka. „Börn fjölskyldunnar af erlendum uppruna eru orðin svo hvekkt," segir uppeldisráð- gjafinn Elly Boeles, „að þau þora ekki einu sinni út á götu til þess að leika sér.“ Hitt er svo jafn víst, að á með- an til eru heilu herskararnir af umkomulausum börnum í fá- tæku löndunum, en barnaher- bergin standa tóm í hinum auð- ugri löndum heimsins, mun verða haldið áfram að verzla með smábörn. Halldór Vilhjálmsson tók saman og þýddi. Kristinn Magnússon FJALLRÆÐAN í reynd voru hin nýfæddu börn á lífi og við beztu heilsu, en höfðu verið seld úr landi. Afleiðing minnkandi barneigna síðan 1970 Viðskiptin hjá barnasölum og barnamiðlurum fara eftir fram- boði og eftirspurn. í hinum auð- ugu iðnríkjum heims er eftir- spurnin sérlega mikil, af því að svo mjög hafði dregið úr barn- eignum á árunum 1970 til ’80. Næsta áratug á undan, þ.e. frá 1960—’70 hafði gengið yfir mikil alda aukinna barneigna í Evr- ópu og i Bandaríkjunum. Fræðsla í kynferðismálum og nútímalegar getnaðarvarnir eru víða farnar að segja til sín, m.a. með þeim þjóðfélagslegu auka- verkunum, að óskilgetin börn fylla ekki lengur barnaheimilin. En einmitt til slíkra stofnana leituðu þau hjón helzt, sem ætl- uðu sér að ættleiða ungbarn. I Vestur-Þýzkalandi einu liggja t.d. fyrir um tuttugu þús- und umsóknir um ættleiðingu þeirra tíu þúsund barna, sem opinbert leyfi hefur verið veitt til að ættleiða megi. Það eru því mörg hjón, sem fá synjun. í öðr- um löndum Vestur-Évrópu er ástandið svipað. Úr því að Evr- ópubörnin eru illfáanleg, leitar fólk á önnur mið. Því ekki að fá sér indælan lítinrt svarthöfða? Hér áður fyrr sáust slík suð- ræn börn helzt hjá fólki, sem unnið hafði við þróunarhjálp víðsfjarri Evrópu, en sneri svo heim aftur með framandleg svarthærð börn á handleggnum. Til að sýnast vera frjálslyndur Nú er skollið á hreinasta ætt- leiðingar-æði. Oftast eru það hjón úr hópi hinna menntaðri og efnaðri, sem vilja gjarnan ætt- leiða suðræn börn. Þetta fólk leggur sérstaka áherzlu á að sýnast verulega frjálslynt og hleypidómalaust í lífsviðhorfum sínum og lætur það því hvergi aftra sér, að barnið, sem ætt- leiða á, er þeldökkt. Flestir þeir hvítvoðungar frá þriðja heiminum, sem ættleiddir hafa verið í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, eru komnir í hendur hinna nýju foreldra sinna fyrir tilstilli einkafyrir- tækja, sem annast þessi mál á fljótlegan en kostnaðarsaman hátt. Fæst þessara barna hafa skipt um föðurland á löglegan, opinberan hátt, því öll lagafyr- irmæli í því sambandi eru flók- in, og krefst það oft langs tíma að fylgja þeim út í æsar. Vænt- anlegir foreldrar þurfa því að bíða langtímum saman eftir að fá fósturbarnið loksins til sín. Með því hins vegar að snið- ganga hinar löglegu opinberu barnamiðlunarstofnanir en snúa sér í þess stað til einkaað- ila, geta hjón orðið sér úti um nýjan fjölskyldumeðlim á skömmum tíma. Oftast fer það Ofar mannfjöldanum stóð meistarinn og bar við himin í tign sinni, en skvaldrið úr öllum áttum setti hávaðann hljóðan þegar orð hans bárust sem frækorn með blænum og festu rætur svo fjallhátt í leitandi hjörtum að sannleika Enn bergmála orð meistarans og bera sannleikanum vitni 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.