Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 3
Eisa E. Guðjónsson Um íslenskan listvefnað fyrr á öldum — Fyrri hluti — í Þjóðminjasafni íslands og víðar í söfn- um er talsvert af íslenskum vefnaði frá fyrri öldum, einkum listvefnaði af ýmsu tagi. Heldur fátt hefur þó varðveist frá miðöldum, og er raunar einvörðungu um spjaldvefnað að ræða hvað listvefnað snertir. Fjölbreyttari listvefnaður íslenskur er aftur á móti til frá síðari tímurn, og má af hefðbundnum vefn- aði helst nefna brekánsvefnað, salúnsvefn- að, glitvefnað og krossvefnað, ásamt flos- vefnaði, spjaldvefnaði og fótvefnaði. r Islenskur vefstaður Vefkonan semur vaðmálin ný meö sköftunum þremur og skilfjöl í* Mestallur vefnaður á íslandi allt frá landnámstíð og fram yf- ir miðja 18. öld var unninn í vefstað, kljásteinavefstað. Vef- stólar ruddu sér ekki til rúms hér á landi fyrr en á seinni hluta aldarinnar, þó svo að þeir hefðu verið í notkun í Norður-Evrópu frá því fyrir lok miðalda. Seinlegt og erfitt var að vefa í vefstaðnum. Þurfti að standa við verkið og ganga nokkrum sinnum fram og aftur við hvern fyrirdrátt ívafsins, auk þess sem slá varð vefinn upp fyrir sig með fremur þungri skeið, oftast úr hvalbeini. Vefnaður í vefstað er í raun talinn hafa verið kvenna- vinna eingöngu, þó svo að karlmenn kunni stöku sinnum að hafa fengist við hann, eins og fram virðist koma í erindi Bólu-Hjálmars (f. 1796, d. 1875) úr kvæði hans Kaupsaldurinn: Það var fyrr um aldursár eftir landssið glöggum, að hengdi ég garn á þuslur þrjár og þrýsti að hvalbeinshöggum. * Úr Króks brag eftir Hallgrím Thor- lacius (d. 1736) eða föður hans, Jón Þorlóksson (d. 1712). Vefkvenna er sérstaklega get- ið í Búalögum, tilgreint um laun þeirra og sagt fyrir um hve miklu verki, vefkonuverki, þær áttu að skila á viku virka daga. Athyglisvert er að í vefstaðnum voru framleiddar tvær aðalút- flutningsvörur þjóðarinnar á þjóðveldisöld, vaðmál og varar- feldir, auk vaðmála og ein- skeftudúka til notkunar heima fyrir. Til er nokkuð af jarð- fundnum dúkleifum frá þessum tíma, meðal annars tveir bútar af röggvuðum ullarvefnaði með vaðmálsgrunni frá fyrstu öldum Islands byggðar, er gefa bend- ingu um gerð vararfeldanna. Þess skal getið að við einskeftu- vefnað í vefstað er, eins og nafn- ið ber með sér, aðeins notað eitt hafaldaskaft, þar eð gagnstæða skilið, sem er þráðaskilið, kemur fram við skilfjölina. Um vað- málsvefnað gildir sama megin- regla, þ.e. þrískeft vaðmál úr vefstað samsvarar fjórskeftu vaðmáli úr vefstóli. Listvefnaður ofinn ! vefstað Þótt vefstaðurinn hafi fyrst og fremst verið notaður til framleiðslu á einföldum nytja- vefnaði og, lengi vel, söluvarn- ingi jafnframt, var einnig unn- inn í honum listvefnaður. Vitað er að brekánsvefnaður, tvenns konar munsturvefnaður, þ.e. salún og hringavefnaður, og tvær útvefnaðargerðir, glitvefn- aður og krossvefnaður, voru unnin í vefstað. Meðal annars er til handrit, skrifað í Viðey um 1760—1770, í tíð Skúla Magnús- sonar fógeta, þar sem segir hvernig vefa skuli í vefstað glit, salún og hringavefnað, ásamt tenntu brekáni. Engar leifar listvefnaðar úr vefstað þekkjast þó nema krossvefnaður sem ofinn var nálægt lokum 18. ald- ar, því að glitvefnaður, salúns- vefnaður og brekánsvefnaður sá sem nú er til mun allur vera frá 19. öld og ofinn í vefstóli, en ekki er vitað um neinar leifar hringavefnaðar. Ofangreindur listvefnaður var allur með ein- skeftum grunni og, að undan- skildu brekáni og krossvefnaði, með tvenns konar ívafi, grunn- ívafi (undirbandi) og munstur- bandi (yfirbandi). Brekánsvefnaður Talið er að brekánsvefnaður dragi nafn sitt af því að hann var mjög hafður í rúmábreiður, brekán, sem raunar voru notuð bæði sem ábreiður og yfirsæng- ur, en brekán af þessari gerð lögðust af eftir miðja 19. öld. Mun brekáns fyrst getið í heim- ild frá lokum 14. aldar, en ókunnugt er um gerð á því svo snemma. Aftur á móti gæti orð- ið brekánsáklæði sem fyrir kem- ur í heimild um rúmfatnað frá seinni hluta 16. aldar bent til sérstakrar vefnaðargerðar. Brekánin voru úr ull eingöngu. Þau voru ívafsbrekán, þ.e. ívafið huldi alveg uppistöðuna, sem oftast var grófgerð, og komu því fram gárar eftir endilangri voð- inni. Marglitt ívafið myndaði bekki og tenningar, og er til þess tekið hve litaval hafi verið smekklegt. Glitvefnaður Glitvefnaður hefur til þessa verið talinn sérstæðasta gerð ís- lensks listvefnaðar. Hann líkist að vísu mjög vefnaði þeim er Frh. á bls. 16. Sýnishorn með ídregnum saumi, unnum eftir fyrir- sögn um hringavefn- að í handriti úr Við- ey frá um 1760—1770. Höf- undur saumaði. • Vefstaður í Þjóð- veldisbænum í Þjórsárdal 1979, settur upp til að vefa vaðmál. Ljósmynd: Elsa E. Guðjónsson. Hluti af röggvar- vefnaði fundnum í jörðu að Heynesi 1959. Frá 10. eða 11. öld. Þjms. 28.10. 1959. Ljósmynd: Gísli Gestsson. íslenskur vefstaður settur upp til að vefa vaðmál. Skýr- ingarmynd. Teikning: Elsa E. Guðjónsson. í stuttu máli sagt var í vefstað ofíð með þeim hætti að sköftin eitt af öðru (nr. 9) voru látin upp á mciðmarnar (nr. 6) og vindan (nr. 14 eða 14a) dregin í skil hverju sinni; einnig var dregið í skil þegar ekkert skaft var á meiðmun- um, þ.e. á láginni sem kallað var. Því næst var gefíð í og fyrirvafið (nr. 16) fært upp að vefaðinu (nr. 18) með hrælnum (nr. 13). Síðan var varpið (nr. 17) jafnað með hrælnum, þ.e. hrælt var eða hrælað sem kallað var, og að lokum var slegið (barið) með skeiðinni (nr. 12). 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.