Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 4
Mozart fyrir hádegi og Mahler á kvöldin kosti. Svo lífið getur orðið ferða- lög, endalaus ferðalög og hótel. Það er víst enginn smátími af lífinu, sem maður hefur dvalizt á hótelum. En þetta er verst fyrst; það venst. Ég hef verið annað veifið á íslandi og þá nokkrar vikur í senn. Hér á ég nokkra góða vini — og er aldrei einmana, enda getur maður ekki alltaf verið að leika sér. Vinnan mín fer fram hérna við skrifborðið ekki síður en í Háskólabíói. Sjáðu þetta til dæmis: Hér hef ég fyrir framan mig hljómsveitarverk, sem ég er nú að fara yfir og verð að stúd- era nákvæmlega; verk eins og Tosca til dæmis, sem verður flutt í konsertuppfærslu í Há- skólabíói í febrúarlok. Það er nú orðin hefð, að Sinfónían ásamt söngvurum, flytur óperu í kon- sertuppfærslu og hefur mælst vel fyrir, enda tókst vel með / Aidu í fyrra og Othello árið þar áður. En ég er einnig að glugga í verk, sem ég mun stjórna í vetur í Prag og Brno í Tékkóslóvakíu og einnig í Belgíu. Ef til vill heldur einhver, að verkið hefj- ist, þegar stjórnandinn fer að æfa hljómsveitina. Það er nú ekki svo auðvelt. Sem stjórnandi þarf ég ekki minni æfingu en einleikari — þó á annan hátt. Einleikarinn er háður líkam- legri fimi og verður að viðhalda fingrafiminni. Mín leikfimi fer aftur á móti fram í kollinum. Ég kann allmörg verk utanað í þeim mæli, að ég get stjórnað hljómsveit án þess að hafa nót- urnar með — sem ég hef oft gert, bæði hér og annarsstaðar." Astæðuna fyrir starfi Jean- Pierre Jacquillat með Sinfóní- unni hér, má rekja til kunn- ingsskapar við merkishjónin Barböru og Magnús Á. Árna- son fyrr á árum. Það mun hafa verið 1966, að þau orðuðu við Jean-Pierre þá hugmynd að koma til íslands og stjórna, en hann var þá annar stjórnandi Orchestre de Paris, sem þá var nýstofnuð. Þau hjón munu hafa komið hugmyndinni á framfæri hér heima og einn góðan veðurdag barst bréf utan af íslandi, þar sem beiðni um að stjórna einu sinni var formlega borin fram. Svo fór, að Jean-Pierre tók boðinu; flaug til íslands og stjórnaði hljómsveitinni í Háskólabíói. Ég man nú fátt að segja frá þeim viðburði annað en að á skránni var konsert fyrir tvö píanó eftir franska tónskáldið Francis Poulenc. Eftir það kom hann á hverju ári og stjórnaði, unz hann var ráðinn aðal- stjórnandi 1980. „Ég lifi og hrærist í músík; daginn út og daginn inn hugsa ég um músík eða hlusta á músík. Og mínir músíkdagar verða að vikum og mánuðum og árum. Svona hefur þetta verið. Aldrei verð ég leiður á músík. Þegar ég er í París, þá fer ég kannski tvisvar eða þrisvar í viku hverri á hljómleika eða í óperu; stundum af einskærum áhuga, stundum vegna þess að einhver sem maður þekkir er að spila hér eða syngja þar. Enda- laust get ég hlustað á músík: Mozart, Vivaldi og Haydn á morgnana, en þegar líður á dag- inn hlusta ég fremur á drama- tíska músík og síðan eru það Wagner eða Mahler á kvöldin. Já — allt er það klassík. Ekk- ert þýðir að bjóða mér uppá popptónlist — að minnsta kosti ekki til að hafa ánægju af — það er of hávaðasamt. En jazz kann ég að meta, einkum þann gamla bandaríska. Það má segja að furðulegt sé að maður skuli ekki verða ofsaddur á allri þessari músíkneyzlu, og að vísu kemur fyrir, að ég er alveg án tónlistar í svo sem 2—3 daga, þegar ég fer í frí, — en það er heldur ekki lengur. Og eftirlætið mitt? Með aldrinum eru það Mozart og Bach — þó fyrst og fremst Moz- art. En eitt er svolítið skrýtið í því sambandi: Ég vil gjarna hlusta á Bach, en Bachflutningi langar mig ekki svo mjög til að stjórna. Aftur á móti er jafn ánægjulegt að hlusta á Mozart og stjórna — bæði óperunum og hljómsveitarverkunum. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvað það er, sem hrífur mann mest í verkum Mosarts og hef komist að þeirri niðurstöðu, að það sé rythminn, hrynjandin, annarsvegar og laglínan hins- vegar. Margir hafa þá skoðun á Mozart, að hann sé fyrst og fremst léttur. En það er mis- skilningur, — fyrir mig að minnsta kosti er hann alls ekki léttur — og ásamt Haydn tákn- ar hann byrjunina á klassíska tímabilinu. Verdi var líka snill- ingur, en hann nýtur sín bezt í söng — og þannig getum við haldið áfram lengi.“ Svo fórust Jean-Pierre Jacquillat orð um sjálfan sig og gengna stórmeistara tónlistar- innar, þegar fundum okkar bar saman á Hótel Sögu, þar sem hann býr, þegar hann er hér til að sinna embætti aðalstjórn- anda Sinfóníunnar. En nú eru dagar og vikur síðan; þetta var í nóvember og Jacquillat var á forum til Parísar fáum dögum síðar. Fyrsti snjór vetrarins var á leiðinni niður úr loftinu; það var skæðadrífa og borgin og „Farandstjórnandi er venjulega um það bil í viku á hverjum stað. Svo lifið getur orðið ferðalög, endalaus ferðalög og hótel.“ Rætt við Jean-Pierre Jacquillat aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveit- ar íslands um líf og starf farandstjórnanda, gömul og ný viðhorf í hljómsveitarstjórn og málefni hljómsveitarinnar hér. himinninn runnu saman í grátt kafald. „Þetta er fallegt á sinn hátt,“ sagði hljómsveitarstjórinn, „og haustið er búið að vera gott. Ég kann bara vel við mig og mín vegna má snjóa." Mér kom sem snöggvast í hug, að þarna væri auðvitað hin skynsamlega afstaða þess manns, sem verður að aðlagast aðstæðum. Sú aðlögun hefur orðið góð hjá Jean-Pierre eftir þvi sem ég veit bezt; hjá hljómsveitinni hef ég heyrt þá skoðun, að það sé alveg maka- laust, að aldrei heyrist neinn hnýta i þennan aðalstjórnanda. Mér skildist jafnframt, að á því stæði þó yfirleitt ekki, þeg- ar stjórnendur eru annarsveg- ar. Það var ótvirætt fengur að fá Jean-Pierre til samstarfs við Sinfóníuna, — en hvernig er líf farandstjórnanda, sem kannski er oftar erlendis en heima hjá sér og verður þá að búa á hótelherbergjum? Verða ekki kvöldin löng og leið? „Ég held að ekki sé sérstök ástæða til að vorkenna mér það,“ segir Jean-Pierre. „Ég hóf þennan feril 34 ára gamall og stjórnaði þá hljómsveit á Ítalíu. Farandstjórnandi er venjulega viku á hverjum stað að minnsta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.