Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 5
„Þessir kallar stjórnuöu allir samkvæmt gamla skólanum — sem sagt meö heraga.“ Jean-Pierre: „Fyrstu kynni mín af músík urðu í Rhone- dalnum í Suðaustur-Frakklandi, þegar ég var 7 ára snáði. Það var árið 1942; Þjóðverjar búnir að hernema Frakkland og fjöl- skylda mín hafði flutzt í stríð- inu frá París og suður í Rhone- dal, þar sem við bjuggum í þrjú ár. En þarna var einhver upp- ákoma eða hátíð, sem ég man ekki hver var, en við það tæki- færi lék lítil staðarhljómsveit. Eg hreifst nú samt svo mjög, að ég bað foreldra mína þá þegar að fá að læra eitthvað í músík. En það voru erfiðir tímar og ekki einu sinni kennari til taks. Svo þetta beið unz ég var 12 ára; þá hóf ég píanónám í París, enda vorum við þá flutt aftur þangað. Ég er samt ekki alveg innfæddur Parísarbúi, heldur frá Versölum, sem ekki eru bara þessar hallir kenndar við Lúð- víkana þrjá, heldur útborg frá París með um 300 þúsund íbúa. Ég bý í París og konan mín starfar líka í músík; hún er fiðluleikari og um þessar mund- ir er hún að spila austur í Japan. En það er undantekning, oftast hefur hún vinnu í París.“ „Þú hefur þá í fyrstu stefnt aö því aö verða píanisti?“ „Það stóð ekki lengi. Jafn- framt píanónáminu fór ég að leggja stund á slagverk. En ég var ekki bara staðráðinn í að verða tónlistarmaður, heldur fyrst og fremst hljómsveitar- stjóri og sú ákvörðun stóð óhögguð frá því ég var 15 ára. Tónlistarnámið stóð annars i 6 eða 7 ár við Conservatoríið í París, en um það bil 18 ára fór ég að vinna fyrir mér í slagverki og lék með nokkrum beztu hljómsveitum Parísarborgar, uppundir 7 ár. Sú þjálfun var mjög mikils verð og raunar þýð- ingarmikil fyrir hvaða hljóm- sveitarstjóra sem er, enda munu um 80% af hljómsveitarstjórum heimsins hafa farið þá leiðina. Ég lék á þessum árum með Orchestre du Opera, National Orchestre de la Radio og hljóm- sveit á vegum Societie de Con- certs de Conservatory." „Þar hefur þú unnið undir stjórn einhverra þessara goð- umlíku hljómsveitarstjóra og lært sitt af hverju?“ „Jú, sannarlega. Þarna stjórn- uðu frægir kallar eins og Bruno Walter, Cloitens, Furtvangler, Bernstein, Karl Schurist, Otto Klemperer og Hans Knapers- busch. Allir voru þeir stórkost- legir stjórnendur, — en hver á sinn hátt. Og það var mér góður skóli að sjá og upplifa, hvernig þeir stjórnuðu. Allir voru þeir fremur gamlir og stjórnuðu samkvæmt gamla skólanum — sem sagt: Með her- aga. Það var þá og hafði verið hin ríkjandi hefð. Sumir hljómsveitarstjórar voru þvílík ofurstirni, að það hefði verið fráleitt að efast um nokkurn skapaðan hlut hjá þeim. Toscan- ini var þar á meðal, hann var alveg af gamla skólanum. En þetta átti eftir að breytast eins og fleira og sú breyting varð um 10 árum eftir stríðið. Þá voru komin til skjalanna samtök hljóðfæraleikara og stjórnandi gat ekki lengur skip- að mönnum að taka pokann sinn. Enda hrikalegt öryggis- leysi, fyrir hljóðfæraleikara að eiga á hættu að stjórnandi í slæmu skapi skipi honum út og að láta ekki sjá sig framar." „Ríkir þá minni agi í hljómsveitum nú á dögum?“ „Agi verður alltaf að vera í þessu samstarfi, en hann er öðruvísi nú. Þetta er eins og að sitja hest. Þú hefur stíft taum- hald, en ef allt gengur vel, þá er slakað lítið eitt á taumunum — en ekki um of — og þegar minnst varir tekur maður aftur í taumana. Hljómsveitarstjórinn getur aldrei orðið alveg eins og einn af áhöfninni, — þar verður alltaf smádjúp eða bil á milli — ég held að maður geti ekki leyft sér að líta svo á, að maður sé bara einn úr hópnum. Annars er ekki hægt að alhæfa um þetta, því menn eru svo misjafnlega gerð- ir.“ „Já, sem sést meðal annars í því, hversu ólíkt menn fara að á stjórnpalli: Sumir standa kyrrir, aðrir hreyfa sig mikið, sumir stjórna með stórum hreyfíngum, en aðrir ef til vili aðeins með fingrunum. Þarna er um stíl að ræða, sem kannski má rekja til stóru og frægu kallanna. Átt þú þér ein- hverjar fyrirmyndir þar, eða hefur þinn stíll átt sína upp- sprettu hjá þér sjálfum?“ „Já, ég vona að ég geti sagt það með sanni. Þegar ég var ungur, þótti mér gott að fara á konserta til að sjá hvernig fræg- ir hljómsveitarstjórar fóru að því að stjórna. En ekki lengur, — ég hef mitt eigið lag á því núna. Ekki svo að skilja, að maður geti ekkert lært og sé ekki alltaf að reyna að læra. Því mun ég halda áfram á meðan ég endist í þessu. En ég man líka hvað kennari minn sagði eitt sinn: Annað- hvort er maður fæddur með stjórnunarhæfileika eða ekki; það er ekki hægt að kenna nein- um það sem mestu máli skiptir í því efni. Og mergurinn málsins er þessi, hvað mig snertir: Þú fylgir því, sem tónskáldið hefur lagt fyrir með því sem nóturnar segja og skrifað stendur. Að sjálfsögðu leyfir það svigrúm til persónulegrar túlkunar innan ákveðins ramma og er hliðstætt því svigrúmi, sem píanóleikari hefur. Hvað er forte til dæmis? Ætli einhver treysti sér til að svara því nákvæmlega? Hver stjórnandi hefur sinn stíl, rétt er það. Við getum orðað það þannig, að allir erum við að „skrifa" það sama, en með mis- munandi rithönd — ákjósanleg- ast væri ef allir gætu séð það sem við erum að „skrifa“. Sumir hafa stórar og miklar hreyf- ingar; „skrifa,, stórkarlalega, en aðrir hafa smáa rithönd, sem líkist fingramáli. Og svo eru aðrir þar á milli. Þá eru og þeir, sem hafa einhver persónuleg af- brigði, sem þeirra eigin hljóm- sveit skilur nákvæmlega. Mér kemur í hug sá frægi maður Herbert von Karajan, sem stundum stjórnar með lokuð augun og með sínu eigin fingra- máli, sem aðrar hljómsveitir en Berlínar-Fílharmonían og Vín- ar-Fílharmonían mundu ekki vita hvað táknar. En Karajan er ekki bara frægur, heldur mjög góður stjórnandi. Við getum sagt, að hann sé ofurstirni, „superstar", og það krefst einnig sérstakrar stjórnunar að ná og viðhalda sessi í slíkum stjörnu- flokki. Umfangsmikil og góð hljóm- plötuframleiðsla á einnig sinn þátt í frægð Karajans. Þar sem plötur með klassískri músík eru á annað borð seldar, blasa við myndir af honum á plötu- umslögum, ekki síður en af Beethoven og Mozart." „Nú þegar lög hafa gengið í gildi um Sinfóníuhljómsveit ís- lands, er frcistandi að meta stöðuna og gera sér grein fyrir því, hvar skórinn kreppir að. Hvaö segir aðalstjórnandinn um það?“ „Þegar rætt er um árangur, þá er margs að gæta og marg- víslegar skýringar á því, hvers- vegna sumt er í lagi og annað miður gott. Þegar staðan er metin, þá er kannski mesti hem- illirin sá, að laun hljómsveitar- fólksins eru ekki nema þriðjung- ur af sambærilegum launum í Frakklandi. Þessvegna eru menn á kafi í kennslu og annarri vinnu og hafa ef til vill ekki tíma eða þrek til þeirra heima- æfinga, sem nauðsynlegar eru. Annar hemill og kannski verri er sá, að hljómsveitin er of liðfá. Það er til dæmis 10 manns í 1. fiðlu, en þyrftu að vera 14 til að geta flutt alla rómantíska músík og má geta þess til fróðleiks, að í Berlínar-Fílharmoníunni eru þeir 20. Nú stendur þetta von- andi eitthvað til bóta; næsta ár eigum við að hafa 12 í 1. fiðlu, ef þeir fást þá, — en einn vandinn sem við er að glíma er sá að fá gott tónlistarfólk til að ganga til liðs við hljómsveitina. Sumum finnst það nokkuð bindandi og svo er þetta augljósa, að launin freista ekki.“ „Menn hafa ekki verið alveg á eitt sáttir um það, hversu mikla áherzlu eigi að leggja á nýja tónlist eftir ung tónskáld. Áheyrendur fagna henni lítið, vægast sagt, og í samtali við Einar Sveinbjörnsson konsert- meistara í Malmö, sem birtist í Lesbók í fyrra, kom fram, að þessi togstreyta var einnig þar. Finnst þér verk af þessu tagi skemmtileg viðfangsefni fyrir þig og hljómsveitina?" „Ég hef ánægju af margri nútíma framúrstefnumúsík, en hún er misjöfn eins og annað. Vissulega getur verið gaman að glíma við þesskonar verk fyrir hljóðfæraleikarana — tækni- lega séð — og það getur verið áhugavert að stjórna þessari músík einnig. En ég er ekki frá því, að sú skemmtan verði meiri fyrir hljómsveitina og stjórn- — andann en áheyrendur og þá komum við að því, sem er merg- urinn málsins: Þeir hafa ekki heyrt verkið áður. Ég held að nauðsynlegt sé að marghlusta á verk af þessu tagi til þess að njóta þeirra. Og þá er ég kominn að muninum á okkur, mörgum nútíma hljómsveitarstjórum og þessum gömlu og frægu, sem ég kynntist áður og við höfum minnst á. Við erum sífellt að bregða okkur í allra kvikinda líki; við stjórnum kannski Vi- valdi og Bach og síðan gæti komið mjög svæsin framúr- stefnumúsík. Þessir kallar eins og Klemperer og Furtwángler voru alltaf að stjórna því sama: Það var Haydn og Mozart og Beethoven og eitthvað smávegis til viðbótar. Hvað framúrstefnumúsík varðar, þá þykir sjálfsagt nú á dögum að kynna hana einnig, svo hún verður einn rétturinn á matseðlinum. En aðeins fram- tíðin getur svarað því, hvort eitthvað af því lifir.“ „Þegar talið berst að hljóm- lcikum Sinfóniunnar í Há- skólabíói, heyrist stundum sú skoðun, aö það sé alger óþarfí nú til dags að flengjast á tón- leika. Maður setji þess i stað plötu á fóninn og hafí það gott heima hjá sér.“ „Það er nú gott og blessað að kynnast verkum með því að hlusta á þau af plötum. Vissu- lega er það betra en ekki neitt. En flutningur af plötu annars- vegar og lifandi flutningur hins- vegar, er tvennt ólíkt. Ekki að- eins það sjónræna bætist við, heldur sjálf stemmningin — og svo heyrir maður tónlistina beinlínis öðruvísi í lifandi flutn- ingi.“ „Og nú fer nýtt ár í hönd, — hefur þú einhverjar óskir fram að færa varðandi starf þitt hér?“ : „Já, — á þessum árstíma þyk- ir viðeigandi að horfa fram á veginn og óska sér einhvers, en æðsta ósk mín er sú að sjá í náinni framtíð bætt vinnuskil- yrði hjá hljómsveitinni og aukn- ingu á mannafla í henni, svo hljómsveitin verði jafnvel ennþá þýðingarmeira afl í menningar- lífi landsins." Gísli Sigurðsson Hverju stjórnar Jean-Pierre Jacquillat næst? Samkvæmt samningi við Sinfóníuhljómsveit ís- lands, er aðalstjórnandinn með hljómsveitinni þrisv- ar á hverjum vetri, fimm vikur í hvert sinn. Hann kom síðla september og var út október, en kemur að nýju í janúarlok og á hljómleikaskránni er þá: 3. febrúar: Divertimento eftir Béla Bartok. Píanókonsert eftir Schumann. Einleikari verður Philip Jenkins. Romeo og Julia. Ballettsvíta eftir Prokofieff. 17. febrúar: La Muse et le Poeté. Eftir Saint-Sáens. Sinfónía nr. 40 eftir Mozart. consert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms. Einleik- arar: Guðný Guðmundsdóttir og Nina Flyer. 2. mars: Óperan Tosca eftir Puccini í konsertbúningi. í vor kemur Jean-Pierre Jacquillat í þriðja sinn og stjórnar hljómsveitinni þá á þrennum tónleikum; 28. apríl: Fjalla-Eyvindur. Forleikur eftir Karl O. Runólfsson. Óbokonsert eftir Mozart. Einleikari: Sigríður Vil- hjálmsdóttir. Sinfónía nr. 6 (Pastoral) eftir Beethoven. 19. maí: Friðarkall eftir Sigurð Garðarsson. Píanókonsert eftir Saint-Sáens. Einleikari Gabriel Tacchino. Sheherazade eftir Rimsky-Korsakoff. 2. júní: 9. sinfónía Beethovens — kórsinfónían með Fíl- harmóníukórnum og ef til vill fleiri kórum. 5 «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.