Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 10
VIÐEY Skúli viöurkenningu og verð- ljunapeninga af hálfu danskra aöila. Kirkjan byggd úr afgangsgrjóti Aðalstræti í Reykjavík er sá staður annar, sem mest tengist nafni Skúla Magnússonar og þar hefur honum í gamla kirkju- garðinum verið reistur minnis- varði í einskonar sósíalrealísk- um hetjustíl. Annar minnis- varði er stuðlabergsdrangurinn í Viðey, sem áður er getið. En sá minnisvarði Skúla, sem af öðr- um ber, er sá sem hann reisti sjálfur í Viðey: Byggingarnar þar, Viðeyjarstofa og kirkjan. Allar líkur benda til þess að Viðeyjarkirkja hafi verið hrör- leg eins og annað húsakyns, þeg- ar Skúli tók við búi í Viðey. Hún var nýbyggð, þegar klaustrið lagðist af og hefur því verið orð- in 200 ára og vel það. Skúli fékk leyfi yfirvalda til að nota afganginn af steininum í Viðeyjarstofu til að endur- byggja kirkjuna, enda var sú gamla svo óbrúkleg, að Viðey- ingar sóttu orðið kirkju í Laug- arnes. Viðeyjarkirkja hin nýja var vígð 1774 og þótt hún væri ekki stór, þótti hún og þykir enn fög- ur í látleysi sínu. Veggir eru þykkir eins og í Viðeyjarstofu, en tréverkið hefur verið málað með brúnu og bláu, sem eru and- stæðulitir og þessvegna dálítið undarleg litasamsetning, — en lífgar annars uppá kirkjuna. Hún er og sérkennileg í þá veru, að prédikunarstóllinn stendur yfir altarinu. Það fylgdi kirkj- unni frá upphafi, að hún skyldi ævinlega standa opin; mundi bátum á Viðeyjarsundi þá ekki hlekkjast á. Þessa var gætt, en gleymdist eitt sinn og fórst þá sonarsonur Skúla. Önnur álög, sem snerta kirkjuna, eru þau, að í henni mega aldrei vera þrír prestar samtímis — þá mun enginn þeirra lifa það að sjá næsta ár. Svo fór árið 1953, að þessa var ekki gætt og þrír prestar voru í Viðeyjarkirkju samtímis: Halldór Jónsson, prestur á Reynivöllum, Hálfdan Helgason, prófastur á Mosfelli, og Sigurgeir Sigurðsson biskup. Allir létust þeir sama ár. Greftranir í Viðeyjarkirkju- garði eru sjaldgæfar nú á dög- um. Þó eru þar nýleg leiði þeirra Gunnars Gunnarssónar skálds, Fransisku konu hans og Gunn- ars sonar þeirra. I kirkjugarðin- um er og leiði Magnúsar konfer- enzráðs, einkennt með steini. En undir altari kirkjunnar er Skúli Magnússon grafinn og verður sá greftrunarstaður þessa stórmennis að teljast við hæfi. Skúli lézt í Viðey 9. nóv- ember 1794 úr einhverskonar farsótt. Ekki veit ég hvort hann var saddur lífdaga, en margt var honum mótdrægt og til von- brigða á síðari hluta ævinnar. Það liggur í hlutarins eðli, að 10 maður, sem svo mjög gnæfir yf- ir samtíð sína, nýtur sjaldan sannmælis og á Islandi að minnsta kosti, hafa slíkir menn jafnan orðið fyrir barðinu á öf- und og rógtungum. Ekki var Skúli heldur að öllu leyti ham- ingjumaður í einkalífi sínu. „Goldið hef ég landskuldina...“ Að ýmsu leyti er fróðlegt að glugga í sögu Skúla, þótt það snerti ekki allt Viðey. Hann hef- ur líklega verið nánast vand- ræðabarn í æsku; svo ódæll var hann og er óvíst hvað hefði orðið úr svo göldum fola, ef séra Ein- ar, afi hans, hefði ekki tekið hann að sér. Það vekur einnig athygli, að við undirbúningsnám hjá séra Þorleifi Skaftasyni í Múla átti Skúli svo erfitt með utanbókarlærdóm, að menn hentu gaman að. Samt var hann útskrifaður frá Kaupmanna- hafnarháskóla og orðinn sýslu- maður í Austur-Skaftafellssýslu aðeins 22 ára. Hafði lögmaður- inn Benedikt Þorsteinsson þá raunar áður boðið honum Þing- eyjarsýslu, sem var álitlegri kostur, en eiginlega fylgdi með í kaupunum, að Skúli skyldi þá ganga að etga dóttur lögmanns, sem hann hafði eitthvað gantazt við áður. „Mér var að sönnu vel við jómfrúna,“ segir Skúli, „en strax merkti ég að sú girnd var fölsk.“ Skúli var áhlaupamaður, jafnt í kvennamálum sem öðru. Ekki hafði hann lengi verið í Skaftár- þingi, þegar tvær stúlkur ólu börn og kenndu honum báðar. Fyrir annan krógann sór hann, en gekkst við þeim er Steinunn Bjarnadóttir frá Görðum á Álftanesi ól. Hún varð síðan kona Skúla; hjónaband þeirra stóð í 46 ár og alls varð þeim 9 barna auðið. Fyrirmálslambið Jón varð myndarmaður og aðstoðarmað- ur föður síns í landfógetaemb- ætti með það fyrir augum að taka við því eftir hans dag, svo sem þá var títt. Samband þeirra feðga var stormasamt, því Jón gerðist drykkfelldur til vand- ræða. Tvær dætur Skúla, ein- stakar myndarstúlkur og miklu betur menntaðar en þá tíðkað- ist, giftust sýslumönnum fyrir norðan og vestan og hétu báðir Jón. Báðir reyndust þeir fram úr hófi drykkfelldir eins og virðist hafa hent æði marga á þeirri tíð; komust embætti þeirra í óreiðu af þeim sökum. Lentu þeir í skuldasöfnun, en skilin hinsvegar meira og minna á Skúla og stóð hann sjálfur í ára- löngu þjarki vegna þessa, — og stóð með tengdasonum sínum meðan stætt var. Mörg var þó gleðistundin í Viðey; ekki sízt þegar landfóget- inn hélt meiriháttar veizlur, sem stundum bar við. Brúðkaup dætra hans urðu tilefni til að halda veizlur með mikilli rausn og komu stórmenni víðsvegar af landinu. Viðeyjarstofa og kirkjan í byrjun aldarinnar. Á Flagghólnum rís fánastöngin og ber yfir Gönguskarð í Skúlahóli, þar sem varðmenn Diöriks frá Mynden voru huslaðir eftir aðför Viðeyinga. Ólafur Stefánsson stiftamtmaður, sem bjó í Viðey næst á eftir Skúla fógeta, fagnar hér leiðangursmönnum Stanleys 1789, þá á Innra Hólmi. Magnús Stephensen konferenz- ráð, sonur Ólafs, sat Viðey og þótti „höfði hærri en lýðurinn“. Hann var framúrskarandi maður, gáfað- ur og bar upplýsingu landsmanna fyrir brjósti. Fyrirmenn hafa löngum sótt Viöey heim og ekki bara á öldum áður. Hér er heimsfrægur maður á ferð í eynni, Lindbergh flugkappi, sem er lengst til hægri á myndinni, ásamt konu sinni — þeirri með hattinn — ásamt heimilisfólki Bjöms Bjarnasonar verkstjóra á Stöðinni, en Lindberghs-hjónin gistu á heimili Björns, meðan þau dvöldu á Islandi í ágústmánuði 1933.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.