Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 15
HUSBUNAÐUR Þessi efnismiklu og sígildu sófasett ættu að geta sómt sér vel á hvaða höfðingjasetri sem er og á íslenskum heimilum hvort heldur væri til sjávar eða sveita. Þeim hafa verið valin þekkt nöfn þó ekki séu þau ís- lenzk; engu að síður gætu reisn og stöðug- leiki þessara húsgagna minnt á öndvegi Snorra Sturlusonar eða annarra fornfrægra íslendinga. Grindin í þessum sófasettum er úr lituðum aski og í baki og setu er formsteyptur svampur en hann heldur mýkt og lögun miklu lengur en venjulegur svampur. Hægt er að velja um bæði leðuráklæði og tau. Með þessum sófasamstæöum má svo fá sófaborð, hornborð, innskotsborð, bóka- hillur og fleiri fylgihluti í viöeigandi stíl. Rembrandt-sófasettið frá TM-húsgögnum er hér sýnt meó leóuráklæöí, sem óneit- anlega viröist eiga mjög vel vió þessi íburðarmiklu hægindi og fálla aó útskornu tréverki og stílnum í heild eins og best veróur á kosið. Verö meö leöri: 3ja-sæta sófi og 2 stólar kosta kr. 46.265.-, m/tauáklæöi kr. 36.810.-. (Tveggja-sæta sófi er einnig fáanlegur.) Sófaboró kostar kr. 5.010.-. Staögreiöslu- verö er 10% lægra. Rhodos-sófi, stólar og borð. Sófi og tveir stólar meö pluss-áklæöi eins og hér er sýnt kostar kr. 28.040.-, skemill kr. 2.410.-, sófaborö kr. 5.010.-. Velja má um leðuráklæöi eða tau af ýmsum geróum og litum og gildir það um hvert þessara sófasetta sem er. Sölustaöir eru TM-húsgögn Síöumúla númer 4 og 30. Amigo-setustofuhúsgögn frá TM-húsgögnum henta vel þeim sem kjósa aö fara meðalveginn milli léttra húsgagna og hinna sem eru íburóarmeiri. Þau rúmast vel í stofu, eru hlýleg og þægileg auk þess aó virka vel vönduö að efni og vinnu. Grindin er úr lituðu beyki, sessur og púðar úr formsteyptum svampi. Stól má einnig fá með stillanlegum höfuópúða þannig aö úr verður hvíldarstóll. 3ja-sæta sófi, 2ja-sæta sófi og einn stóll með tauáklæði kosta 21.650.-, skemill 2.410.-, sófaborð kr. 2.856.- og hornborö kr. 2.185.-; Staögreiðsluverð er 10% lægra eins og gildir um önnur húsgögn, sem hér eru sýnd. Júmbó-settið frá TM-húsgögnum er talsvert frábrugðið hinum hefðbundna hús- gagnastíl enda nýlegt fyrirbrigði; þar er mýktin allsráðandi í línum, litum og við- komu, sætin eru afar mjúk og þægileg og til þess gerð að láta fara vel um sig. Verð á þessum sófa og tveimur stólum meö tauáklæöi er kr. 23.170.-, með leöri kr. 34.670,- en það mun vera mun vinsælla á þessum stíl. Sófaborð með glerplötu, sem fellur sérlega vel að stílnum, kostar kr. 4.350.- og er borðið einnig fáanlegt aflangt. ííagnaframleiöendur leggi sig alla fram um að bjóöa betri og ódýrari húsgögn þá eru þau alls ekki á söluskrá hjá sumum hús- gagnaverslunum. Viö þetta er vitanlega erfitt að keppa. Enda er íslenskur húsgagnaiðnaður að líöa undir lok og langflestir iðn- lærðir menn í þessari starfs- grein aö fara eða eru þegar komnir í aörar atvinnugreinar.“ Hvað gæti helst orðið til bjargar islenskum húsgagnaiönaði? „Mikilvægasta atriðið er markaðsfærslan en hún er í al- gjöru lágmarki. Það þarf að gera stórátak í því að kynna ís- lenska húsgagnaframleiðslu fyrir landsmönnum. Þetta hefur verið ákaflega vanrækt. Sjálfur hef ég leitaö eftir stuðningi við að koma slíkri kynningu í fram- kvæmd en þar var talað fyrir daufum eyrum. Aftur á móti er hægt að fá styrk til að sýna ís- lensk húsgögn á erlendum markaðssýningum. Þrátt fyrir að ég hafi ekkert nema gott um það framtak að segja, þá álít ég ekki minna um vert að kynna vöruna fyrir íslenskum kaup- endum. En að þessu leyti standa ís- lenskir framleiðendur mjög illa að vígi. Menn skilja nauðsyn þess að hafa myndskreytta bæklinga og aðra kynningar- starfsemi í góðu lagi til þess að varan seljist, því þótt menn hafi bestu vöru í heimi, þá fá þeir að eiga hana sjálfir ef fólk fær ekki að vita að hún er til og hversu góð hún er. En ástæðan til þess að kynningarstarfsemin er svona takmörkuð liggur að stór- um hluta í því að íslensk fyrir- tæki, sem flest eru smá, hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa straum af þess- um framkvæmdum. Og þarna er einmitt stór þáttur í því hvað þeir sem selja erlendu húsgögn- in eiga auðveldan leik, þar sem þeim stendur til boða ótakmark- að myndskreytt kynningarefni og auglýsingabæklingar frá þeim erlendu fyrirtækjum sem þeir hafa umboð fyrir.“ Hafa stjórnvöld tök á aðgerðum til framdráttar íslenskunt hús- gagnaiðnaði? „Það sent stjórnvöld hafa gert í þeim málum fram að þessu hefur að ntínu áliti haft öfug áhrif. Þetta liggur í mann- legum mistökum eða þá van- þekkingu á málavöxtum og þess vegna hefur ekki verið staðið raunhæft að því að leysa vandann. Fyrirtæki þurfa að byggjast upp innan frá. Ef stjórnvöld vildu gera eitthvað raunhæft til að styðja við bakið á íslenskunt húsgagnaiðnaði, þyrfti það að felast í þeim að- gerðum að gera fyrirtækin sterkari og þar með færari urn að leysa sjálf sín vandamál, vandamál sem ekki yrðu leyst með einhverri miðstýrðri aðstoð stjórnvalda.“ Þetta er í stuttu rnáli það sem Emil Hjartarson hefur um þessi mál að segja. Þ.J.Á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.