Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 8
Viðreisn og höfðingja setur Gísfi Sigurðsson tók saman Eftir 200 ára hnignunarskeið, sem alfarið skrifast á reikning Bana, hefst nýr blómatími í Viðey með tilkomu Skúla Magnússonar. Kóngsgarður Þegar hér er komið sögu, eru meiriháttar tímamót í Viðey. Lokið er 300 ára sögu klaustur- halds og auðsöfnunar, en fram- undan er 200 ára niðurlæg- ingarskeið, sem endaði ekki fyrr en Skúli Magnússon kom til sögu. Þetta niðurlægingarskeið frá 1550—1750 hefur Bessa- staðavaldið tögl og hagldir með kónginn að bakhjarli, enda fær jörðin Viðey þá virðulegu tít- nefningu að vera „Kóngsgarð- ur". Það rétta var hinsvegar, að Viðey var ekki annað en hjáleiga frá Bessastöðum og titillinn því aðeins sem biturt háð og svo mjög var frægð höfuðbólsins tekin að daprast við manntalið 1703, að bæjar og bújarðar í Við- ey er ekki einu sinni getið. Ann- ars skortir mjög heimildir um Viðey frá þessu tímabili. Til eru þó tölur um búpening, sem sýna, hver þróunin hefur orðið á Kóngsgarðinum. Kóngur settist þarna í álitlegt bú, eða öllu held- ur: hann tók það herskildi. Þar voru þá 130 nautgripir og 360 fjár. Undir lokin er talið, að þar séu aðeins 24 kýr, tvö þrevetur geldneyti, einn griðungur þre- vetur, fimm veturgamlar kvíg- ur, einn uxi, þrír kálfar, en sauð- ir og ær eru nú samtals 26. í jarðabók þeirra Árna Magn- ússonar og Páls Vídalín er getið um hospítal og að kónglegt majestæt veiti uppihald 12 „hospítalslimum". Ekki er vitað, hvenær þessi svokallaði spítali var settur þar á laggir, né held- ur hvers konar sjúklingar þar voru vistaðir upp á kóngsnáð. Á þessu hjáleigutímabili gerð- ist og það, að varp lagðist að mestu af, vegna þess að tófa komst í eyjuna, vafalaust á ís, og gerði sér greni í urð, sem verður undir hömrum á norðan- verðri eyjunni. Ekki höfðu þeir Bessastaðamenn eða hjáleigu- bændur í Viðey döngun í sér til að eyða tófunni, en horfðu held- ur uppá að varpið legðist af. Viðreisn í Viðey Eitt af því fáa, sem stór hluti þjóðarinnar veit þó um sögu Viðeyjar, er, að Skúli Magnús- son landfógeti bjó þar. Þessi af- burðamaður, sem nefndur hefur verið „faðir Reykjavíkur", tók til hendinni, þar sem hann kom, — og viðreisn Viðeyjar hefst með honum. Þegar Skúli var skipaður landfógeti 1749 fyrstur íslend- inga, var honum ætlað að sitja á Bessastöðum, en sambúðin við Pingel amtmann á Bessastöðum var honum ekki geðfelld og hann fór framá það við stjórnina að fá Viðey til ábúðar. Það var samþykkt. Af fyrri upptalningu má sjá niðurlægingu búsins. Jarðabók- in getur um, að tún séu „mikil og meiri part slæm", en beit góð og engi, sé það nýtt. Þá stóð í Viðey torfbær á sama stað suðaustan undir Sjónarhóli og verið hafði frá upphafi, — og Skúli byrjaði á því að tjasla við hann; reisti timburstofu og skála við bæinn. í grein sinni í Lesbók árið 1939 segir Jón biskup Helgason: Hann (Skúli) hafði þegar á fyrsta ári farið þess á leit við stjórnina, að hann mætti fá Viðey til ábúðar og að þar yrði reistur emb- ættisbústaður handa hon- um. Hafði stjórnin tekið vel íþað mál, enda mátti Viðey heita tilvalinn staður fyrir landfógeta, og ólíku hent- ugra að hann sætiþar sjálfur, en að hann sæti á Bessastöðum og sækti jafn- langsótta leið mestan hey- afla sinn til Viðeyjar eins og Bessastaðamenn höfðu gertum fjölda ára. Hinn 24.mail751 var Skúla heimiluð ábúð á eynni og jafnframt heitið styrk af opinberu fje til efniviðar- kaupa til þess að koma þar upp múrgreypings- (bind- ingsværks) húsi. Ennfrem- ur var í sama brjefi leyft að flytja „spítala-limina" tólf til Þerneyjar og ala önn fyrirþeim þar á „kóngsins kostnað". Um svipað leyti var Rantzau greifi skipaður stiftamtmaður Til vinstri: Viðeyjarkirkja aö innan. Sérkennilegt er, aö prédikunarstóllinn er yfir altarinu — og undir því er Skúli fógeti grafinn. Aö ofan: Þannig lítur Viöeyjarstofa út um þessar mundir; helluþak komið í stað bárujárns og kvist- unum hefur verið breytt í upprunalega mynd — og dyrnar aftur færðar fyrir miðju. Til hægri: Hin upphaflega tillaga að landfógetahúsi á íslandi, dagsett 17. apríl 1752. Efri hæðinni var síðan sleppt, svo sem fram kemur í greininni. //'Cr~~r~~~~~~-----------"~;—r -r"*** \"/.- ¦ ¦*->y-,:-s(~Ji's.y''''' i"!'-; ' ;--;;'"' 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.