Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Blaðsíða 2
Floslár. Stærö um 53x43 cm. Þjm«. 991 og 1031. Ljósmynd Mbl.: Ragnar Axelsson. Spjaldofin bönd meft tvöföldum vefnaöi. Til vinstri er styttuband með tveimur leturlínum meft eftirfarandi erindum: Bauganá lem bandiö á blessun alla hljóti, af landi og sjá meö lukku há Ijúfra gaaöa njóti. Sefi hryggö í sinni byggö sendi friö og yndi, alla dyggö og dýra tryggö drottinn viö þig bindi. Á bandið er auk þess letraft nafn eiganda, ADALBI0RG IONSDOTT- IR A B (á bandið). Frá um 1830. — í miöju er annað styttuband meft fuglum og áttablaðarósum og áletruninni VIGDIS BIARNA ANNO 1818. — Til hægri er sessuband með fangamarkinu S G S og þessu erindi: Sá sem þetta brúkar band, býtir mundar fanna, hljóti bœöi um haf og land hylli guðs og manna. Styttuböndin eru um 3 cm á breidd, sessubandift 1,5 sm. Þjms. 14006,11370 og óskrásett. Ljósmynd Mbl.: Ragnar Axelsson. Flosuö sessuborð með alflosi, annaö með stílfæröu rósa- munstri, hitt með áttablaðarós, hjartardýrum og fangamarki eig- anda, E G S A. Stærðir 33x42 og 30x40 cm. Hið fyrra mun vera frá 19. öld, hift síðara kom til Þjóð- minjasafnsins 1936, þá nýlegt. Þjms. 12124 og 11965. Ljósmynd Mbl.: Ragnar Axelsson. Flosaðir borðar. Hlutar af tveim- ur hempuboröum með rósaflosi, öðrum með hjartarstreng, hinum með rósastreng. Breidd 10 og 11 cm. Ennfremur hlutur af fóta- bandi (fatabandi) og belti meft alflosi, bandið með áttablaðarós- um, beltið með rósum, dýrum og fuglum ásamt fangamarki eig- anda, I S D A. Breidd bandsins 6,5 beltisins 4 cm. Frá seinni hluta 18. og/ eða fyrri hluta 19. aldar. Þjms. 1763, 3296, 4461 og 25.9.1959. Ljósmynd Mbl.: Ragnar Axelsson. Um íslenskan listvefnaö fyrr á öldum — Síöari hluti Flosvefnaður — spjaldvefnaður — fótvefnaður Eftir Elsu E. Guöjónsson Hlutar af tveimur spjaldofnum böndum með brugðnu munst- urbandi. Breidd um 6 og 6,5 cm. Frá 15. öld eða e.t.v. eldri. Þjms. 10886. Ljósmynd Mbl.: Ragnar Axelaaon. Hlutar af fótofnum svuntubönd- um og axlaböndum meft munst- urvefnaði, svonefndum tigla- böndum eða augnofnum bönd- um. Breidd 1,5 og 3,2 cm. Frá 19. öld. Axlaböndin voru gefin Þjóð- minjasafni íslands 1876 af Þór- halli Bjarnarsyni frá Laufási, síð- ar biskupí, er þá var „skólalæri- sveinn“ í Reykjavík. Þjms. 4094 og 1190. Ljósmynd Mbl.: Ragnar Axelaaon. Flosvefnaður Ekkert bendir til að hér á landi hafi verið ofinn röggvar- vefnaður eftir að hætt var að framleiða hina fornu feldi á þjóðveldisöld. Hins vegar tóku íslenskar konur, að því er virðist á 17. öld, að vefa flos eða að flosa eins og það var kallað, ekki þó í vefstaðnum, heldur í floslár, litlum vefstóli sem þær sátu með í kjöltu sinni. Flosað var með þeim hætti að eftir reita- munstrum voru hnýttar raðir af smáum lykkjum úr munstur- bandi (flosbandi) þræddu í nál. hnýtt var í þétta uppistöðu, og var hvort tveggja, flosbandið og uppistaðan, úr togi. Einskeftur grunnur var ofinn milli hnúta- raða með ullarívafi, klippt upp úr lykkjunum og flosið jafnað. Tvær gerðir voru af íslensku togflosi, alflos og rósaflos. Á al- flosi var allt yfirborðið þakið flosi, en á rósaflosi var aðeins flosað munstur í vefinn, en grunnurinn hafður auður. Flos- ið, sem stundum var einnig nefnt nálaflos, var þétt og snöggt, sérstaklega stinnt og gljáamikið og mjög slitsterkt. Það var einkum haft í söðul-, hnakk- og stólsessuborð, hempuborða, beltislinda og fóta- bönd (fatabönd). Af varðveitt- um munum eru aðeins hempu- borðar með rósaflosi, alsvartir. Sessuborð, lindar og bönd eru með alflosi, flest með marglitum rósamunstrum á dökkum grunni. Fangamörk eru ekki 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.