Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Page 7
Willi Boskovsky kemur með tón- sprotann frá Vín Hinn þekkti hljómsveitarstjóri og konsert- meistari, Willi Boskovsky frá Vlnarborg, er væntanlegur til landsins og mun stjórna Sinfón- íuhljómsveit íslands á Vínarkvöldi 10. febrúar. Boskovsky stjórnaði í 25 ár FHharmóníuhljóm- sveitinni í Vín á nýárstónleikum, er sjónvarpað hefur verið víða um heim og meðal annars verið sýndir I íslenzka sjónvarpinu. Willi Boskovsky fæddist í Vínarborg 1909. Eftir nám við Músíkakademíið í Vín var hann ráðinn til Fílharmóníuhljómsveitarinnar þar í borg 21 árs að aldri og varð konsertmeistari þrítugur. Hann hefur leikið undir stjórn allra frægustu hljómsveitarstjóra heims. Nýárskon- sertunum stjórnaði hann frá árinu 1955, en dró sig í hlé eftir 25 ár. En þó alls ekki frá tónleika- haldi, því að síðan hefur hann farið víða um lönd og stjórnað Vínarkonsertum fjölmargra hljóm- sveita. Hafa þeir notið gífurlegra vinsælda og Boskovsky hlotið afbragðs dóma gagnrýnenda hvarvetna. A þessum konsertum grípur hann einnig I fiðluna á stjórnpallinum, eins og forðum gerði valsakóngurinn sjálfur, Jóhann Strauss, yngri. VALSIBLOÐINU eftir Willi Boskovsky Eiginlega er ekki til nein létt eða þung tónlist. Tónlist er tónlist. Hitt fer síðan eftir skilningi manna og afstöðu. Unni menn sígildri tónlist, hlusta þeir á hljómkviðu eft- ir Beethoven, Brahms eða Mahler, en Vínartónlist eftir Strauss og Léhar á einnig sína aðdáendur. Nú á dögum er það því miður svo, að allt, sem er hávaði, er kallað tón- list. Við vitum, að tónlist eft- ir Strauss er þeirrar gerðar, að hún hljómar vel í eyrum, er fögur, tignarleg og aðlað- andi. Tónlist hefur einnig sérstakt fagurfræðilegt gildi. Undir tónlist Strauss er hægt að dansa, og það er einnig hægt að njóta hennar á hljómleikum eins og hjá mér. - O - Það kemur af sjálfu sér, að þessi tónlist á nýárshljcún- leikunum eða vorhljómleik- unum í Bern virðist svo létt og auðveld. Þessi tegund tónlistar er mér svo að segja í blóð borin. Ég hef hlustað á hana frá því í frumbernsku, og ég lék hana einnig tals- vert, áður en ég hóf að leika með Fílharmóníuhljómsveit- inni í Vín sem „klassískur" hljóðfæraleikari. Ég var konsertmeistari í 30 ár og í Fílharmóníuhljómsveit Vín- arborgar í 38 ár. Að sjálf- sögðu lék ég aðallega sígilda tónlist á þessum árum. En þegar ég var ráðinn til að taka við Nýárshljómleikun- um 1955 eftir lát Clemens Krauss, tók ég aftur til við hina svokölluðu léttu tónlist. Nú er mér sérstök ánægja að því að fást meira við létta tónlist en klassíska. , - O - Hin létta tónlist gerir sín- ar kröfur. Eins og öllum er kunnugt, er Fílharmóníu- hljómsveit Vínarborgar ein hinna beztu í heimi. En jafn- vel þessi frábæra hljómsveit verður að búa sig mjög vel undir Nýárshljómleikana. Viðkvæði mitt hefur verið: „Fólkið, sem sækir hljóm- leika, greiðir aðgangseyri og um leið atkvæði þess efnis, að það vilji hlýða á létta tónlist. Þess vegna verða menn líka að leika tónlist Strauss rétt og vel, því að ella væri verið að pretta fólkið." - O - Að leika tónlist Strauss rétt og vel merkir að laða fram í lifandi tónum það fjör og þann þokka, sem býr í verkum valsakóngsins og ættmenna hans. Vínartón- listin streymir ekki fram með sama hraða langa stund eins og tónverk Beethovens eða Brahms. í nær hverjum takti er frjálslegur hraði, og f síðasta lagi eftir átta takta verður hraðabreyting. Flest- ir valsarnir eru í tíu hlutum, og þá tel ég alls ekki með innganginn og endinn. Hinar snöggu breytingar á hraða og umskiptin milli hinna ein- stöku kafla verður auðvitað að æfa. Þegar leikinn er vals í sama hraða fyrir dansi, má alls ekki leyfa sér neinar breytingar á honum, því að annars er ekki hægt að dansa, en þegar um hljóm- leika er að ræða aftur á móti, verður að koma öllu því til skila, sem leynist á milli nótnanna. - O - Hin létta Vínartónlist gat aðeins orðið til í Vín. Því að einungis í Vín var það um- hverfi og andrúmsloft glað- værðar, sem valsarnir eru sprottnir af. Ég get ekki ímyndað mér, að slíkir valsar hefðu verið samdir í London. Ég er sífellt spurður að því, hvort aðrir en hljóðfæraleik- arar frá Vín geti leikið vals- ana. Svar mitt er: „Leika að- eins Rússar Tsjaikovsky?“ Því ættu þá ekki aðrar hljómsveitir að geta leikið góða Vínarvalsa? Vínarbú- inn hefur, ef svo má segja, drukkið í sig valsinn með móðurmjólkinni. Það er því miklu auðveldara fyrir Vín- arbúa en aðra að túlka verk valsakonungsættarinnar. Oðrum hljómsveitum er nauðsynlegt að æfa sig vel og lengi. Ég verð að segja þeim, hvernig valsarnir eigi að hljóma eða öllu heldur ég verð að útskýra það með því að leika sjálfur á fiðlu. Reyndar leik ég alltaf vissa hluta með á fiðluna á hljóm- leikunum. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.