Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Side 8
Stórt í sniöum: Myndin er um þaö bil 2x4 metrar og höfundar hennar sameiginlega eru Helgi Þorgils
Friöjónsson og Kristinn G. Haröarson.
Málverk eftir Kjartan Ólafsson.
UNGA KYNSLÓÐIN í MYNDLISTINNI:
Malverkió hefur
fengið uppreisn æru
Brot úr listasögunni
Síðastliðnir áratugir
hafa eflaust verið þeir fjöl-
breytilegustu í listasög-
unni. Ótal stíltegundir og
tjáningarmöguleikar hafa
legið samhliða á listmark-
aðnum og listamenn hafa
aldrei áður unnið út frá
jafn ólíkum forsendum.
Þannig getum við séð Iista-
menn sem vinna með hug-
tök eins og geometríska og
Ijóðræna abstraktion og
aðra sem reyna að fram-
lengja þær hugmyndir sem
poplistin kom fram með í
lok 6. áratugsins. En átt-
undi áratugurinn hefur þó
kannski verið einna frjó-
samastur og viðgetum auð-
veldlega talað um stíl-
sprengingu, einskonar
margföldun á stílfræði-
legum hugmyndum, sem al-
ið hafa af sér tjáningar-
form eins og Hyperreal-
isma, Happening, Minimal
art, Body art, Land art,
Concept art, Copy art, Arte
povera, Performance og
auðvitað nú síðast Nýja
málverkið. Fjöldi listfræð-
inga hafa velt fyrir sér
þessari stílfjölgun á síð-
astliðnum áratug og marg-
ar frumlegar skýringar
hafa komist á prent. En
margföldun þegar listin
með stóru L-i var orðin
megin inntak sköpunarinn-
ar. Þá eru einnig margir
sem vilja meina að hið
borgaralega hugtak „nýj-
ung“ sem fram kom í nú-
verandi merkingu á 18. öld
hafi aldrei verið jafn yfir-
þyrmandi og einmitt nú.
Listin á þessari öld ein-
kennist af „Iistuppfinning-
um“ og þeirri kröfu að
utan Bandaríkin bar fyrst á
Conceptiistinni í Bretlandi hjá
listhópnum Art and Language
sem saman stendur af lista-
mönnunum Atkinsson, Hurrel,
Brainbridge og Baldwin. Þá er
einnig oft minnst á On Kawara,
þegar rætt er um upphaf Con-
ceptlistar. Þessi liststefna átti
síðan eftir að flæða yfir list-
heiminn og segja má að
Conceptlistin hafi sett hvað
mestan svip á alla listfram-
leiðslu í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum á fyrri hluta
áttunda áratugsins. Með nokk-
urri einföldun er jafnan sagt að
Conceptlistin hafi komið fram
sem andsvar og gagnrýni á
formrænt og fagurfræðlegt gildi
Minimallistarinnar. Þá gerðu
Conceptlistamennirnir allt til að
draga úr almætti hlutarins eins
og við þekkjum hann í Poplist-
inni. Hugmyndalega vísar Conc-
eptistin mikið í Marchel Du-
champ og leggur ríka áherslu á
inntakslega merkingu listverks-
ins. Listamaðurinn vill sundur-
greina í verkum sínum hlutverk
Maður og borð“ Olíumálverk eftir Helga borgils Friðjónsson
Grein eftir Gunnar B. Kvaran listfræðing
í tilefni sýningar ungra myndlistarmanna
sem hefst á Kjarvalsstöðum í dag.
flestir virðast þó sammála
um eitt að þetta nútíma
listævintýri hafi byrjað
með fyrstu abstraktmálur-
unum, kúbistunum og hin-
um stórkostlega listamanni
og hugsuði Marchel Du-
champ. En frá og með þeim
tíma hættir málverkið að
vera einföld frásögn og
listamennirnir taka þess í
stað til við að rýna í sjálft
listhugtakið og velta sé enn
einu sinni upp úr eilífð-
arspurningum eins og hvað
sé list? Hvað sé listaverk?
Hvert sé hlutverk lista-
mannsins og frv. Það er því
kannski eðlilegt að það hafi
átt sér stað stílfræðileg
listamaðurinn eigi að vera
sem frumlegastur í sinni
listsköpun.
Ríkjandi Concept
En þótt listsköpunin hafi
aldrei verið fjölskrúðugri en nú
á tímum er ljóst að einstaka
liststefnur og tjáningarform
hafa ávallt verið meira áberandi
á hverjum tíma en önnur. í byrj-
un áttunda áratugsins var Con-
ceptlistin allsráðandi. Þetta var
(og er) Iisthreyfing sem kom
fram á sjónarsviðið í New York
árið 1967 með listamönnum eins
og Robert Barry, Lawrence
Weiner, Douglas Heubler, Jos-
eph Kosuth og hugmyndafræð-
ingnum Sieth Sieglaub. Fyrir
og innra gangverk listarinnar.
Og til að sundurgreiningin megi
verða sem skýrust hafa lista-
menn Art and Language-hóps-
ins og einnig listamenn eins og
Kosuth og Bernar Venet stuðst
við málvísinda- og stærðfræði-
legar sundurgreiningaraðferðir.
Nýtt málverk
Um miðjan áttunda áratuginn
kom enn ein stíltegundin fram í
sviðsljósið, nánast samtímis í
Þýskalandi, Ítalíu og Bandaríkj-
unum og nefnd hefur verið
„Nýja málverkið". Hér var um
að ræða unga listamenn sem
tóku aftur upp hefðbundin efni:
Léreft, pensla og liti. Segja má
að þetta nýja málverk hafi verið
8