Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Side 10
„Hestur á strönd“, 1927, eftir De Chirico, sem teija má einn helzta
læriföður nýja ítalska málverksins.
„Cathexis“, 1981. Verk eftir konceptlístamanninn J. Kosuth.
„Staöa tveggja 228,5 gráöu boga“, 1979. Eftir franska Conceptlista-
manninn B. Benet.
gagnkvæmrar speglunar (sem er
útskýrandi) milli hlutarins og
textans hafa verkin oft verið
gædd óskilgreindum víddum
sem gera þau afar torskilin og í
flestum tilfellum situr listamað-
urinn einn að merkingu verks-
ins. Við getum því ekki sagt að
íslenskir conceptlistamenn hafi
lagt sig fram við að gagnrýna
hefðbundin formalisma eða fag-
urfræðilegt gildi Minimal listar-
innar, eins og hinir hörðu er-
lendu listbræður þeirra. Og því
miður nálgast þessi íslensku
conceptverk oft að vera aðeins
innantómur formalismi.
En hver skildi vera skýringin
á þessari íslensku túlkun á
Conceptlist. Eflaust er margt
sem þar kemur til. En þó verður
að hafa í huga að Conceptlistin
er fræðileg list, sem fjallar um
hugmyndir og ákveðna skil-
greinda merkingu. Hér er því
ekki lengur um það að ræða að
ösla áfram með pensil og lit yfir
léreftið og leyfa síðan áhorfend-
um að spá í myndflötinn, heldur
verður listamaðurinn að raða
saman á rökréttan hátt hug-
myndum sem firrtar eru öllum
upplifunarmætti. Það er því
ljóst, að ef listamaðurinn ætlar
að búa til frumleg verk verður
hann að styðjast við þekkingu,
sem gefur honum möguleika á
ákveðnum hugmyndasamsetn-
ingum. Það er því sem íslenskir
conceptlistamenn hafi ekki haft
nægilega undirstöðumenntun til
að framleiða raunveruleg con-
„Le baigneur“ frá árinu 1910 eftir Malevitch, — en gæti eins verið
eftir einhvern af þeim, sem nú aðhyllast Nýja málverkiö.
Málverkið hefur
fengið uppreisn æru
ceptverk. Það er líkast því að
þeir hafi kynnst Conceptlistinni
aðeins á sjónrænan hátt og aldr-
ei sett sig inn í gangverk hlut-
anna, sem oft endar eins og t.d.
hjá listamanninum Kosuth í
fræðilegum vangaveltum um
tjáskipti, og möguleika og for-
sendur myndmálsins. Þá er það
leitt að íslenskir heimspekingar
eða aðrir vísindamenn sem unn-
ið hafa að listsköpun, hafi ekki
tileinkað sér þetta tjáningar-
form.
Það er annars mjög athyglis-
vert þegar litið er yfir íslenska
listasögu hversu lítið við eigum
af fræðilegum listamönnum,
sem skrifa um verk sín og
byggja þau á þekkingarlegri
hugsun. Hér virðist það orðin
hefð að listamaðurinn aðeins
skoðar. Og það er aðeins í gegn-
um þessa sjónrænu reynslu sem
hann öðlast mátt til að fram-
leiða og skapa listaverk. Það
ætti að vera ljóst að þessi „yfir-
borðslega" skoðunaraðferð hlýt-
ur að vera mun seinvirkari fyrir
listamanninn til að ná fullum
þroska heldur en fræðileg leit.
Þvi það er, og hefur reyndar
ávallt verið, hugmyndin bak við
verkið sem skiptir megin máli
en ekki handbragðið og hin efn-
islega útfærlsa.
íslenskir listamenn byggja
því listaverk sín umfram allt á
tilfinningalegri forsendu sem
Málverk eftir bjóöverjann Kirchner frá 1913. Kirchner hefur haft
djúptæk áhrif á nýja þýzka málverkið.
10