Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1983, Side 13
Myndin aö ofan: frá vinstri: Marta
Meszaros, Judith Elek, Helma
Sanders, Agnes Varda, Claudina
Weill og Claire Clouzot.
Til vinstri: Alice Guy.
Til hægri: Germaine Dulac.
Germaine Dulac tærðist upp
af langvarandi veikindum og
einangrun og lengi hélt henni
ekki annað uppi en ástríða
hennar fyrir kvikmyndunum.
Hún lést í síðari heimsstyrjöld-
inni, snauð, ein, gyðingur.
Fáar aðrar konur innan
kvikmyndanna hafa framá
þennan dag haft þann persónu-
leika og dýptir til að bera sem
Germaine Dulac hafði og beitti
til að víkka tjáningarform
kvikmyndanna sem kona og
listamaður. Að sjálfsögðu er
hlutur kvenna víða um heim á
svipuðum tíma óumdeilanlegur
og ekki lítill í kvikmyndasög-
unni eins og t.d. hlutur Olgu
Preobrajenskaju, sem fékk við-
urnefnið „hin rússneska Ger-
maine Dulac“. Fleiri má nefna:
Lotte Reiniger er gerði ódauð-
legu myndina Ævintýri Ahmed
Prins (1926), gerð eingöngu með
hinum svokölluðu kínversku
skuggamyndum; Ida Lupino,
Lois Weber, Dorothy Arzner
sem tókst að brjótast gegnum
þykkni Hollywood en svo eru
aðrar umdeildari og umdeilan-
legri eins og hin þýska Leni
Riefenstahl sem gerði myndir
fyrir Hitler og Musidora, leik-
kona og goðsögn frönsku súr-
realistanna, sem gerði ekki al-
veg eins goðsögulegar myndir.
I skógarþykkni
Dorothy Arzner komst í að-
stöðu sem fróðlegt er að rýna
nánar í. Hún var upphaflega
klippari í Hollywood og var svo
lipur við það að við alkemista
var líkt. Yfirmenn hennar fóru
að hallast að því að hún væri
„karlmanns ígildi“ og þegar einn
stjórnandi datt út var henni
kippt inn og falin stjórn viðkom-
andi myndar: Söngur hamingj-
unnar. Um hana skrifaði
franskur gagnrýnandi: „Mynd
konu. Dorothy Arzner. Hún hef-
ur ekkert til að bera sem greinir
hana frá myndum karlmanna
nema ef vera skyldi mikinn
ferskleika og hrífandi næmni.
Þegar á heildina er litið eru hér
öll þau atriði sem sameiginleg
eru bandarískum gamanleikj-
um, sami lúxusinn, sömu stórís-
arnir...“ Síðan lýsir hann
dansatriði í myndinni þar sem
„ljósið töfrar fram nýja harm-
oníu með því að varpað er vasa-
ljósgeisla á nakið holdið í
myrkrinu."
Styrkur Dorothy Arzner lá í
því að hafa komið auga á
sprunguna í steinveggnum og
þrátt fyrir að hún væri starf-
andi innan standardframleiðslu
Hollywood sem hún varð að
sætta sig við tókst henni að
smeygja inn hér og þar óþekkt-
um sjónarhólum, kvenímynd í
nýju ljósi. í Dance girl, dance
leikur Lucille Ball nektar-
dansmær sem sýnir karlasam-
kvæmi hvernig hún sér þá. Um
það skrifar Claire Johnston í
Notes on Women’s Cinema:
„Þessi sjónarhólsskipti í mynd
þar sem eru í rauninni ríkjandi
einstefnuviðhorf er árás á
áhorfendur sýningarinnar í
myndinni og einnig áhorfendur
myndarinnar sjálfrar, kollvarp-
ar ímynd konunnar sem sýn-
ingarbrúðu."
Þeir voru margir sem töldu
þetta framlag kvennanna
tveggja vera opinberun líkast og
væri sjóði að sækja í óþekkta
heimssýn konunnar.
Áratugum síðar
En þeir voru fleiri sem í rás
tímans hafa þjáðst af nærsýni
og fyrir þær örfáu konur sem
lagt hafa út á steinsteypuna
hefur verið langt á milli vinja.
Þannig er hin franska Agnes
Varda skólabókardæmi um þá
erfiðleika. Hún gerði fyrstu
mynd sína La pointe courte árið
1955, mynd sem boðaði „la nou-
velle vague", frönsku nýbylgj-
una. En þrátt fyrir það hefur
henni ekki verið gert kleift að
gera fleiri en sex myndir á 26
árum.
Það er ekki fyrr en eftir fem-
inismakippinn 1972—’73 að ein-
hver verulegur fjöldi kvenna
kemur fram, oft skipulagðar,
studdar af feministahreyfingum
og standa þá á bak við heimilda-
kvikmyndir um ýmis baráttu-
mál kvenna en hafa þó annars
dreift sér á allar greinar kvik-
mynda. Það sem blasir við í
fyrstu atrennu þegar litið er yfir
kvikmyndagerð kvenna er
hversu ólíkir hvatar virðast
liggja til grundvallar, efniviður
og innblástur sóttur á misjöfn
mið. Það virðist ekki benda til
þess að til sé nein sérstök
kvennakvikmyndagerð. Nema ef
það fælist í því að ekki virðist
það freista kvenna að taka
nokkur ákveðin efni til kvik-
myndunar eins og stríðsmyndir
(nema D. Arzner 43), vestra,
glæpamyndir, hrollvekjur og
sciencefiction. En það er nýr
hljómur, annað ljós, óskynjuð
næmni sem ómögulegt er að
setja fingurinn á, en er að finna
í myndum Claudiu Weill, Mörtu
Meszaros, Helke Sanders, Mar-
guerite Duras og ótalmargra
annarra.
Eitt er víst, að þegar á að
þræla þessu nýja máli konunnar
í tískuglósur, njörva það niður í
dogmatisma, berja það í kerfis-
óra; þá er það ekki til. Konur
gera myndir. Þær gera hvorki
betri né verri myndir en karl-
menn, þar er líka allt til, enda
hinn helmingur mannkyns. Þeg-
ar þær eru vel gerðar er það
augljóst mál að ný viðhorf skap-
ast til tíma og rúms og frásagn-
KVIKMYNDAHÁTÍÐ 1983
Konur
í kvikmynda-
leikstjórn
Ekki ætti það að hafa farið framhjá landsmönnum,
að nú stendur yfir Kvikmyndahátið 1983, en sú hátíð er
nú orðin fastur og árlegur viðburður og raunar hluti
Listahátíðar. Að vanda kennir margra og ólíkra grasa,
en í þetta sinn hefur þó verið lögð nokkur áherzla á
myndir, sem konur hafa leikstýrt. Tvær þeirra eru gest-
ir hátíðarinnar: Helma Sanders-Brahms frá Vestur-
Þýzkalandi, en eftir hana eru tvær myndir á sýn-
ingarskrá: DEUTSCHLAND BLEICHE MUTTER og DIE
BERORTE. Connie Field frá Bandaríkjunum er og gest-
ur kvikmyndahátíðar; mynd hennar heitir THE LIFE
AND TIMES OF ROSIE THE RIVETER.
Auk þessara mynda eru á skránni BURNING AN
ILLUSION, þar sem Menelik Shabazz frá Bretlandi er
leikstjóri, DIE BLEIERNE ZEIT, þar sem Margarete von
Trotta frá Vestur-Þýzkalandi er leikstjóri, SMITHER-
EENS, þar sem Susan Seidelman frá Bandaríkjunum
leikstýrir, MAMMA — VÁRT LIV ER NU, þar sem Suz-
anne Osten frá Svíþjóð er leikstjóri, LITEN IDA, þar
sem Laila Mikkelsen frá Noregi er leikstjóri og AV-
SKEDET, þar sem Tuja-jaija Niskanen frá Finnlandi er
leikstjóri.
Alls eru yfir 30 kvikmyndir sýndar á Kvikmyndahátíö
1983.
ar. En andspænis þessum kon-
um sem skapa og leggja alla
sína sálarheill og veru í það, sem
mynda á annan hátt vegna þess
að upplifun þeirra er önnur,
andspænis þeim er hætta á ein-
földun, misvísun, innrætingu.
Gamlir skuggabaldrar hafa og
gengið á lagið og perfjúmerað
sig upp úr ilmvötnum viss fem-
inisma, sem orðin er tíska, til
þess að vera up-to-date án þess
að vera nokkru sinni mættir á
stefnumótið.
Baráttumanneskjan hefur
líka brugðið sér hér og þar á
kreik og sallað áróðri og kröfu-
gerðum á filmur sem hafa takt-
ískt gildi en heyra ekki undir
kvikmyndalist, eru einfaldlega
dreifibréf og kröfuspjöld í film-
uformi.
En af hverju að íhuga kyn-
greiningu sköpunar, þegar hún
er fyrst og fremst sprottin af
mannlegri frumhvöt?
Kvikmyndamenn komu sér
mjög fljótt upp sínu mynd-
málskerfi, skópu fyrirmyndir,
þröngvuðu fram klisjum og goð-
sögnum, gerðu verk í sinni
mynd, sér til frægðar og sér til
frama, stundum í þágu listar-
innar og mörg þeirra verka eru
og verða snilldarverk hvað sem
líður endurskoðun einstakra
deildarfélaga feminista. Menn
bjuggu til stafróf síns mynd-
máls samkvæmt sínum tilfinn-
ingum og eigin samvisku og
þeirra var rétturinn. Ekki verð-
ur mönnum álasað fyrir að
ganga í skóm sem passa á þá.
Margar konur hafa, og það
reyndar alveg frá upphafi, notað
þetta stafróf og þessar klisjur
og fátt eðlilegra. Þetta hafa þær
lært, verið nærðar á, gert að
sínu, enda mun fyrirmyndina að
sækja til Platos; hugmynda-
fræði sem hefur verið horn-
steinn vestrænnar menningar
síðan og allt hefur verið byggt á,
þar sem allar hæðir skulu vera
eins, lóðaúthlutanir engar og
þaðan af síður veitt leyfi fyrir
annars konar húsagerð.
Hvað kom í hlut kvenkynsins,
ekki konunnar, ekki kvenlegs
eðlis, heldur kvenkynsins, sem
alltaf var afneitað í þessum
menningarheimi sem hélt því
fram að nóttin væri til vegna
dagsins, raunsæið stæði framar
draumnum, greind ofar næmni?
Hlutverkið var að vera í felum
eins og skömmin, eins og holds-
veikin, eins og „hinn“ í sálgrein-
ingu. Og það er okkar ímynd nú,
það er spegillinn sem að okkur
snýr. Er til önnur ímynd? Ef
hún er til hvar er hana að finna?
Hverjar eru þær ómælisvega-
lengdir sem fara þarf til endur-
funda?
Þessi menningarheimur er
karlkynsins, karlmaðurinn hef-
ur erft hann í beinan karllegg,
þar eð framkvæmd þessarar
hugsunar hefur alltaf komið í
hans hlut og þar með var jafn-
væginu raskað, teygjanleikinn
hvarf og karlkynsskírskotunin
varð sama sem yfirburðir
karlmanna. Gagnvart þessum
heimi stendur maðurinn nú sem
„theoriskur imbi" þar sem kon-
an hefur alltaf staðið fyrir utan
og á enga tilvísun í eitt eða neitt
og er þannig frjálsari til endur-
sköpunar, til jafnvægisleitunar.
Leiðirnar eru því tvær fyrir
konur; Koma hugmyndum sín-
um í kvikmyndaform sem styðst
við lyklakerfi þessarar karl-
mannamenningar og gefa svig-
rúm atriðum sem hafa hingað
til verið kæfð í yfirgangslegri
rökfestu (D. Arzner, Giovanna
Gagliardo). Hin leiðin er leitin
að eigin sjálfsverund, eigin
stafrófi, eigin mynddjúpi og það
er vegagerð sem hafin er í leyf-
isleysi út frá því hulda, óþekkta.