Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Qupperneq 3
IJOÐ l=RA
I.IDINNI TÍÐ
Helgi Sæmundsson velur Ijód eftir
Hallgrím Pétursson:
LEIRKARLSVÍSUR
Táknræn
og nærtæk
samlíking
Leirkarlsvísur séra Hallgríms Pét-
urssonar viröast mér bera af flestöll-
um veraldlegum kveöskap þessa
skáldmærings og jafnast að anda-
gift, málfari og stílsnilli á viö fegurstu
erindi Passíusálma hans. Þær uröu
mér bernskum hugstæðar og áleitn-
ar er ég stautaði mig fram úr kvæö-
inu í þriöju útgáfu Snótar. Síöar
þóttist ég nema skáldskapargildi þeirra, en því reyni ég engan veginn aö lýsa. Áhrif þess
veröa ekki skilgreind nema meö hæpnum fullyrðingum. Þó liggur víst í augum uppi aö
orðin hverfist um táknræna og nærtæka samlíkingu er spegli kenningu og niöurstööu
hinnar frábæru trúarhetju sem varð þjóö sinni postuli vegna fylgdar og hollustu viö
mannkynsfræðarann og endurlausnarann Jesúm Krist. Ég hygg aö séra Hallgrímur eigi aö
teljast mesta Ijóðskáld íslendinga fyrr og síöar. Leirkarlsvísur eru þeirri ályktun til
sönnunar.
Skyldir erum við skeggkarl tveir,
skammt mun ætt að velja.
Okkar beggja er efni leir,
ei þarf lengra telja.
Við höfum það af okkar ætt,
efnið slíkt eg þekki,
báðum er við broti hætt,
byltur þolum ekki.
Það er annað ættarmót,
að okkar hætti réttum:
við höfum báðir valtan fót,
veit ei, nær við dettum.
ílát vínsins athugavönd
erum við þess á milli
og þurfum báðir hentuga hönd
svo hvorugur sínu spilli.
Einn eg mismun okkar fann,
ef áföll nokkur skerða:
eg á von, en aldrei hann,
aftur heill að verða.
En með hverju? Ég hafði ekkert
annað í höndunum en riffilinn
minn og varla gat ég sprengt
heilan olíutank í loft upp með
honum. Enginn hafði minnst á
þetta við mig fyrr.“
— Hvernig var samskiptum
ykkar við heimamenn háttað?
„í fyrstu voru þeir eðlilega
mjög varir um sig, en smátt og
smátt vöndust þeir okkur og öll
okkar samskipti voru með mikl-
um ágætum. Við þurftum reynd-
ar að sækja alla skapaða hluti
til þeirra því að útbúnaður
okkar var í lágmarki eins og ég
sagði áðan. íslendingarnir
gengu fljótt á lagið og kröfðust
sífellt hærri þóknunar fyrir þau
störf sem þeir unnu fyrir okkur.
Þannig var það alls staðar.
Heimamenn beittu þeim brögð-
um sem enn eru við lýði á ís-
landi til að knýja fram launa-
hækkanir. Þeir fóru í verkfall.
Einn kunningi minn er vanur að
segja við mig: Fred, that was
when the Icelanders started to
cheat. Það var þá, sem íslend-
ingar lærðu að beita brögðum.
En þeir vissu sem var að við
urðum að treysta á krafta þeirra
og notfærðu sér það út í ystu
æsar.
Ég minnist til dæmis manns á
Seyðisfirði sem var vanur að
leyfa okkur strákunum að
sparka bolta á sléttum grasvelli,
sem hann átti. Gegn gjaldi, vita-
skuld. í hvert sinn sem við báð-
um um afnot af vellinum, hækk-
aði hann leiguna og að lokum
krafðist hann svívirðilegra upp-
hæða. Þetta var ekkert eins-
dæmi. Allir gengu á lagið og við
urðum að borga vegna þess að
við áttum ekki annarra kosta
völ. Meira að segja konurnar,
sem þvoðu þvottana fyrir okkur,
neyttu þessara bragða.
Við höfðum sultarlaun, svo að
ekki var af miklu að taka. Þegar
fimmtán ára gamlir stráklingar
sem unnu fyrir herinn fengu 96
krónur á viku, fengum við 20
krónur. Indriði G. Þorsteinsson
lýsir andrúmsloftinu sem hér
ríkti á stríðsárunum dæmalaust
vel í bók sinni „Norðan við
stríð“. Ég las hana í enskri þýð-
ingu. Gluggaðu í hana og þú
munt skilja betur ýmislegt af
því sem ég er að segja þér.
En ég var að tala um það áð-
an, að okkur var skylt að fylgj-
ast með skipaferðum og til-
kynna um þær. íslendingarnir
töldu sér skylt að láta mig vita
ef þeir urðu varir við ókunn
skip. Allir voru á varðbergi og
sáu þýska kafbáta í hverjum
firði. Ogjörlegt var fyrir okkur
að ganga úr skugga um hvort
þær fréttir reyndust allar á rök-
um reistar, en við reyndum þó
að gera okkar besta.
Eitt sinn barst mér tilkynning
um þýskan fallbyssubát sem
lægi við akkeri í Viðfirði. Ég
fékk mann til að sigla með mig
þangað, en var satt að segja lítið
um ferðalag þetta gefið. Þegar
við komum í Viðfjörð sá ég strax
að þetta var ekki þýskur fall-
byssubátur sem þarna lá fyrir
akkerum, heldur íslenskt
varðskip. Engin hreyfing var
sjáanleg um borð. Undraðist ég
það mjög. En hvað heldur þú að
ég hafi séð? Skipverjar voru
dreifðir um fjallshlíðina og
undu þar glaðir við að tína ber.
Þarna voru íslendingar lifandi
komnir. Heimsstyrjöldin í al-
gleymingi og íslenskir varð-
skipsmenn í berjamó eins og
smákrakkar."
— En þú dvaldir ekki á
Norðfirði allan tímann?
„Nei. Ég var sendur hingað og
þangað og fyrir því var ærin
ástæða, sem ég kem að síðar. Ég
dvaldi á Seyðisfirði, Dalatanga,
á Búðareyri við Reyðarfjörð og
Vattarnesi.“
— Höfðuð þið enga nasa-
sjón af njósnurum Þjóðverja
hér á landi?
„Skipalestirnar sem sigldu
með vistir og hergögn frá
Bandaríkjunum til Murmansk
höfðu ætíð viðkomu á íslandi.
Hér söfnuðust þær saman, ann-
aðhvort í Hvalfirði eða í Seyð-
isfirði eftir hina löngu siglingu
yfir hafið. Það var vitað að
Þjóðverjar höfðu alltaf fregnir
af skipaferðum þessum og talið
víst, að njósnari þeirra hefði að-
setur einhvers staðar á Aust-
fjörðum. Víðtæk leit var gerð að
sendi á þessum slóðum, en hann
fannst aldrei. En eins og þú seg-
ir, voru Þjóðverjar með njósna-
flugvélar yfir hafinu, svo varla
hafa þeir eingöngu þurft að
treysta á þennan dularfulla
sendanda á Austfjörðum."
— í Öldinni okkar er sagt
frá stórum hópi breskra her-
manna sem lenti í hrakningum
á heiðinni milli Búðareyrar og
Eskifjarðar. Níu menn urðu
úti. Manst þú eftir að hafa
heyrt minnst á þessa för?
„Hvort ég hef. Ég var einn
þessara manna og bjargaðist við
illan leik. Það var hörmuleg
reynsla. Þetta gerðist hinn 20.
janúar árið 1942. Á þeim árs-
tíma er allra veðra von hér á
landi eins og þú veist og þar að
auki dimmasti tími ársins.
Við vorum 45 menn saman og
fyrirliði okkar var ungur
flokksforingi, Bradbury að
nafni. Þetta átti að vera þjálf-
unarferð og bárum við allan
venjulegan útbúnað auk riffla
okkar. Ætlunin var að ganga frá
Búðareyri yfir Eskifjarðarheiði
til Eskifjarðar. Lagt var upp
snemma morguns í góðu veðri.
Gekk ferðin vel í fyrstu, en þeg-
ar við komum að Hrævarskarði
þar sem ætlunin hafði verið að
ganga yfir, kom í ljós að það var
ófært vegna gífurlegra snjóa og
harðfennis. Var breytt um
stefnu og valin önnur leið
greiðfærari yfirferðar en tölu-
vert lengri. Ér líða tók á daginn
fór veður versnandi. Lagðist yfir
ísköld hrímþoka sem breyttist í
slyddurigningu eftir því sem
ofar dró. Þegar við komum upp
á háheiðina var skollið á aftaka-
veður með geysimikilli úrkomu.
Var dagur að kveldi kominn og
enn langt til byggða. Höfðum
við storminn í fangið allan tím-
ann og svo fór, að hópurinn
tvístraðist.
Farið var að halla undan fæti
og þar sem áður höfðu seytlað
fjallalækir, streymdu nú stór-
fljót. Við óðum krapaelginn í
hné og vorum nær örmagna af
kulda og þreytu. Þegar hér var
komið, höfðu sumir gefist upp
og voru lagstir í snjóinn nær
dauða en lífi.
Víkur nú sögunni að Vetur-
húsum, bæ nokkrum innarlega
við Eskifjörð. Þar bjó búi sínu
ungur bóndi, Páll Pálsson,
ásamt móður sinni og tveimur
systrum. Þetta kvöld var stadd-
ur á heimilinu bróðir þeirra
systkina, Magnús að nafni.
Uti gnauðaði stormurinn og
regnið streymdi niður. Páli
bónda datt í hug að ganga til
fjárhúsa og líta eftir hvort þar
reyndist allt með kyrrum kjör-
um. Þegar Páll hafði gengið úr
skugga um að skepnunum liði
vel, hugðist hann berjast gegn
veðrinu heim til Veturhúsa á ný.
Skyndilega fékk hann hugboð
um að hann væri ekki einn á
ferð. Skyggndist hann út í sort-
ann og þóttist sjá móta fyrir
mannveru. Ekki gat þar verið
mennskur maður á þessum stað
eins og veðurhamurinn var. Ver-
an færðist nær og Páll greindi
að þar var maður klæddur ein-
kennisbúningi bresks hermanns.
Reyndist hann nær örmagna.
Páll hálfbar og hálfdró mann-
inn með sér heim í bæ. Voru
holdvot klæðin dregin af honum,
hann lagður í rúm og gefinn
heitur drykkur. Eftir dálitla
stund tók líf að færast í breska
hermanninn. Gat hann komið
bjargvættum sínum í skilning