Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Side 8
breyta loftslaginu til hins verra Eftir mörg og stór eldgos er stórt rykský á sveimi í háloftunum og gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur, því það veldur minnkandi sólarhita og kólnun og kæling sem nemur aðeins 2 gráðum í heiminum er talin hafa ísöld í för með sér Samantekt úr Bild der Wissenschaft Það er eins og sprottið úr auð- ugu hugmyndaflugi höfundar vís- indaskáldsögu hið dularfulla ský, sem iiðið hefur um háioftin um- hverfís jörðu frá því snemma í fyrra, en það er samsett af hinu fíngerðasta steinryki og brenni- steinssúrum loftefnum. Þýzk rannsóknastöð uppgötvaði það óvænt í febrúar í fyrra, 1982, fyrir tilstilli leisigeisla. Nokkrar aðrar stöðvar annars staðar á jörðu, sem hafa yfír sams konar tækjum að ráða, hafa staðfest til- veru skýsins og fylgjast með því. Niðurstöður kannana sýna, að skýið er að samsetningu svipað öðrum skýjum, sem hægt hefur ■■ verið að taka sýni af með rakasí- um í háloftsfíugi: Uppruni þess er ekki yfírnáttúruiegur. Svifrykið er örfín gosaska og brennisteinssam- böndin úr eldfjailaiofttegundum. Er óþekkt sprengigos hugsanlegt? En sprengigosið, sem hlýtur að hafa verið undanfari þessa skýs, kannast menn ekki við. Enginn hefur orðið þess var. Enginn grunsamlegur jarð- skjálfti hefur verið skráður. Enginn hinna fjölmörgu gervi- hnatta, sem sérstaklega kanna yfirborð jarðar í innrauða geisl- unarbeltinu, hefur sent frá sér viðbrögð við tilsvarandi hita- streymi. En sú orka, sem þarna hefur leystst úr læðingi, ætti að hafa verið ámóta og ef vetn- issprengja hefði sprungið. Uppruni hins dularfulla skýs, sem til bráðabirgða hefur hlotið nafnið Mystery Cloud meðal veðurfræðinga og háloftskönn- uða, er enn óþekktur og er orð- inn alþjóðleg vísindagáta, enda er von, að mönnum verði spurn af raunhæfum ástæðum: Hvern- ig getur sprengigos sem þetta farið framhjá mönnum nú á dögum, þegar um hefur verið að ræða náttúruhamfarir á borð við gosið í Helenu-fjalli í Banda- ríkjunum 1980, sem sendi tvo til þrjá rúmkílómetra af steinefn- um upp í háloftin fyrir utan milljarða tonna af gasi? Sérfræðingar hafa bent á, að séu þungir og miklir þoku- og skýjabakkar yfir landinu, geti hinir næmustu skynjarar fyrir hitageislum brugðist. Landsvæði, sem þannig eru hulin langtímum saman, og þá sérstaklega að vetrinum, eru f Norður-Kyrrahafi, en þar eru Aleuta-eyjar, eldfjallaeyjar, um 150 talsins í 2.500 km löngum boga. Þar búa um 6.000 manns. Þrátt fyrir alla sigra nútíma vísinda, sem geta valdið oftrú manna á þeim, enda eru ekki Himinninn er gulur og brinn i Ittinn, þegar sólin brýzt i gegnum gosmekk- ina eftir gosiö sem varð í El Chicbón. 8 ;'-nrr»wBMMiranin-rf Nokkur óvenjustór eldgos hafa átt sér stað síðan 1980, enda hefur ástandMt versnað til nnma frá gervitungli, sem sýnir hvernig gosmökkurinn breiðist yfir Mið-Ameríku. lengur neinir auðir blettir á landakortunum, fylgjumst við enn ekki örugglega með okkar eigin plánetu. Það er vart ára- tugur, síðan farið var að kanna hálóftin á reglubundinn hátt. Hve oft gætu slíkar náttúru- hamfarir hafa átt sér stað, án þess að nokkur vissi, og haft veruleg áhrif á loftslagið á jörðu hér? Þau efni, sem Dularfulla skýið er samsett af, eru aðeins hluti af þeirri mengun, sem orðið hefur í háloftunum yfir norðurhveli jarðar á síðustu árum af völdum eldgosa. Það er fyrst og fremst fyrir tilstilli mælinga með LIDAR, sem menn á allra síð- ustu árum hafa getað aflað upp- lýsinga um gang slíkra mála í háloftunum. LIDAR er mæl- ingaraðferð, sem líkist ratsjá, þar sem leisigeislum er beitt gagnvart hinum örsmæstu hlut- um í allt að 40 km hæð. (LIDAR er stytting fyrir Light Detecting and Ranging.) Eftir feiknalegt gos eldfjalls- ins Fuego í Guatemala árið 1974 var hægt að fylgjast með gos- efnismassanum, sem í háloftin komst, í tvö ár, en hann þynntist smám saman. Hið svífandi efni seig hægt niður úr háloftunum, unz það komst í veðurhjúpinn, sem hefst í um 11 km hæð yfir Mið-Evrópu. Þaðan féll það síð- an til jarðar með úrkomu. Mikil umskipti eftir 1980 Frá 1976 ríkti svo nokkurn veginn jafnvægi í háloftunum, en LIDAR-kannanir gáfu til kynna, að enn væri mjög þunnt lag af örfínum gosefnum í milli 15 og 25 km hæð. Það var mjög Blóðrautt sólarlag getur verið fallegt út af fyrir sig, en í raun vitnar það aðeins um rykmökk í geimnum, sem veldur því aftur á móti að minni sólarhiti nær til jarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.