Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Qupperneq 9
'/ . ♦
síðan. Þar á meðal var stórgosið 4. apríl 1982 í E1 Chichón í Mexíkó. Innfelld er mynd
jafnskipt og breyttist lítið, þar
sem svipað magn bættist við frá
hinum virku eldfjöllum víðsveg-
ar um heiminn og hitt, sem
hvarf hægt til jarðar.
Þetta lag þéttist nokkuð eftir
gos eldfjallsins La Soufriere í
Karíbahafi, en miðað við það,
sem er í dag, var það óverulegt.
En síðan varð skyndilega mikil
breyting á, eftir að Helenu-fjall
í Bandaríkjunum tók að gjósa
18. maí 1980. Þegar viku síðar
sýndu LIDAR-mælingar gos-
efnaský í 11—12 km hæð.
Athuganir á loftþrýstingi og
ríkjandi straumar í háloftunum
gáfu til kynna, að hinn svífandi
gosefnamassi hefði farið yfir
austurströnd Bandaríkjanna um
20. maí, sveigt í áttina til ís-
lands yfir miðju Atlantshafi og
síðan haldið yfir Suður-Skand-
inavíu og í suðaustur yfir Evr-
ópu.
í júní 1980 höfðu myndazt tvö
lög, hið neðra í 15 km hæð, en
hið efra í 25 km hæð. Efra lagið
var árið 1981 orðið fimm sinnum
þykkara en hin eðlilega gosefna-
slæða, eins og hún hafði verið
fyrir 1979.
Fram á þennan dag hefur ekki
verið um það að ræða, að
ástandið batnaði og nálgaðist
„hið eðlilega", því að ári síðar,
22. maí 1981, hófst gos 1 eldfjall-
inu Alaid á Kúril-eyjum í
Norður-Japan. Þegar í stað þétt-
ist gosefnalagið og nú meira, en
þegar það var þéttast eftir gosið
í Helenu-fjalli. Tveim vikum
síðar bættist við sending frá
eldfjallinu Pagan á Marían-
eyjum.
Síðan þynntist gosefnalagið
mjög hægt, sennilega þar sem
megnið af viðbótinni frá síðasta
gosinu breiddist út yfir miðbaug
og dreifðist svo smám saman yf-
ir norðurhvel jarðar.
Frá janúar 1982 kom svo til
sögunnar Dularfulla skýið með
verulegt magn gosefna, og frá
rannsóknarstöð í Garmisch-
Partenkirchen í Bæjaralandi
sem og frá annarri í Japan gátu
menn fylgzt með ferðum þess
umhverfis jörðina, áður en það
skipti sér.
Þremur mánuðum síðar, 4.
apríl 1982, þeytti eldfjallið E1
Chichón í Mexíkó margföldu
magni gosefna á við Helenu-
fja.ll upp í háloftin.
Gosefnalagið hefur
allt í einu 80-faIdazt
Eftir þetta síðasta mikla eld-
gos hefur gosefnalagið yfir
norðurhveli jarðar stöðugt verið
að þéttast og er nú um áttatíu
sinnum það, sem það var fyrir
1979. E1 Chichón er einnig ná-
lægt miðbaug. Þess vegna munu
gosefnamassar enn líða frá
miðbaugsbeltinu yfir á norður-
hvelið og þá meira en nær að
falla til jarðar.
Það stefnir ótvírætt til frek-
ari aukningar. Og afleiðingarn-
ar eru mælanlegar. Á hæsta
fjallstindi Þýzkalands, Zug-
spitze, í Bæjaralandi, hafa mæl-
ingar Garmischer-stöðvarinnar
sýnt, að gagnsæi andrúmslofts-
ins hafi minnkað um 5%. (Tind-
urinn er í 2.963 m hæð og því
hátt fyrir ofan hina venjulegu
móðu á yfirborði jarðar.) Þetta
táknar, að samanlögð orkugeisl-
un sólar á yfirborði jarðar hafi
minnkað um 1—2%. Þetta er
vissulega ekki hátt hlutfall, en
er þó skýringin á því, að nú er
Veðurfar fer kólnandi. Mælingar sýna, að fleiri eldgos en hægt var að
fylgjast með hafa á síðustu árum þeytt milljörðum tonna af steinryki
og brennisteinslofttegundum upp í háloftin. Afleiðingarnar eru að
koma í Ijós: skin sólar hefur þegar minnkað.
hluti, sem þeir geta ekki stutt
ótvíræðum mælanlegum rökum.
Þó eru áhrif myrkvunar háloft-
anna síðan 1979 vart umdeilan-
leg.
Þar sem skin sólar hefur farið
minnkandi í nokkur ár, ætti það
eftir 1983 fyrst og fremst að
leiða til tímabils kaldari vetra.
Það er ekki fyrr en eftir áratug,
sem ástandið gæti aftur orðið
svipað því, sem nú er, svo fremi
sem röð mikilla eldgosa eins og
verið hefur frá 1980 haldi ekki
áfram.
Áhrif breytinga á skini sólar
eru mjög hægfara. Hið feikna-
lega vatnsmagn heimshafanna
þarf mörg ár til að kólna. En
hafi meðalhiti sjávar einu sinni
minnkað, tekur það að sama
skapi mörg ár aukins sólskins að
hlýna aftur.
Tímabil versnandi veðurfars
þarf ekki óhjákvæmilega að
tákna köld og votviðrasöm sum-
ur og langa og harða vetur.
Miklu sennilegra er, að afbrigða
gæti í sambandi við núllgráðu-
mörkin og að veður haldist leng-
ur nálægt þeim, en hitinn verði
frekar fyrir neðan þau en ofan
með rigningarkulda, hrími og
hálku.
Ekki góð tíðindi fyrir
þjóð á mörkum hins
byggilega heims
Það er einmitt þetta, sem hef-
ur þau áhrif, að vaxtartíminn
styttist, búsetumörkin færast
sunnar, þokur á vori og hausti
verða grárri, kvef færist í auk-
ana, byggingarstarfsemi verður
erfiðari, en allt þó aðeins að
nokkru leyti, þó að samanlagt
muni um það og það komi fram í
tekjum og útgjöldum.
Eftir LIDAR-könnunina á
menguninni í háloftunum virð-
ist þessi þróun á næstu árum
vera álíka örugg og til dæmis
fólksfækkun í Vestur-Þýzka-
landi með hliðsjón af lágri tölu
fæðinga vissra árganga.
Reyndar fer loftslag og veður
alls ekki einungis eftir skilyrð-
um í háloftunum. Mennirnir lifa
í mjög blönduðum lofthjúp við
jörðu, þar sem mengunin er
fyrst og fremst af þeirra eigin
völdum, og segja má, að hjúpur-
inn lifi sínu eigin lífi í vissum
skilningi. Samskiptin við lofts-
lagið fyrir ofan 2.000 m hæð,
hvað varðar umferð efna og loft-
tegunda, eru takmörkuð. Hér er
átt við hið fræga „hreina fjalla-
loft".
Rannsóknastöðin í Garm-
isch-Partenkirchen er vel í sveit
sett til að kanna þessi efni. Hún
er í dal í 700 m hæð og hefur
„útibú“ á tindinum Zugspitze
2.300 metrum ofar. Þangað
liggja strengbrautir til að flytja
skíðafólk, enda er þarna í bæj-
ersku Ölpunum eitt vinsælasta
svæði landsins til vetraríþrótta í
Þýzkalandi. Ferjurnar eru jafn-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
oftar kvöldroði og sólarlag
rautt.
Slíku veittu Benediktínar-
munkarnir athygli á miðöldum,
hinir fyrstu eiginleu veðurat-
hugunarmenn, og það boðaði
greinilega kólnandi veðurfar,
eins og annálar greina frá, en
einnig hefur það verið staðfest
með mælingum á árhringjum
gamalla trjáa. Minni vöxtur í
kuldaskeiði kemur fram í mjórri
árhringum.
Eftir því sem nú er vitað um
áhrif minnkandi skins sólar,
mun 2% minni geislum valda
því, að búast má við hálfrar
gráðu lægri meðalárshita. Þetta
er talsvert, þegar þess er gætt,
að meðalárshiti í hinu tempraða
belti okkar er aðeins 8° yfir
frostmarki, sem er lágmark
flestra plantna til vaxtar.
Lækkun hitastigs
um aðeins 2 stig
þýðir ísöld
Loftslagið tekur tilfinnanleg-
um breytingum, ef varanlegar
hitabreytingar verða. Sam-
kvæmt útreikningum sovézka
veðurfræðingsins M.I. Budy-
kovs, sem hann gerði 1976 og al-
mennt eru viðurkenndir, sem og
annarra vísindamanna eins og
t.d. Mitchells í Bandaríkjunum,
hlyti almenn lækkun hitastigs
um 2 gráður á Celsíus að leiða
smám saman til algerrar ísald-
ar.
í skýrslum stöðvarinnar í
Garmisch-Partenkirchen er ekki
að finna neina spádóma um veð-
urfar. Vísindamenn segja opin-
berlega mjög ógjarna fyrir um
Gosið í Helenufjalli í Bandaríkjunum, sem bófst í maí 1980, var hrikalegt og
hefur mengað háloftin svo um munar. Afleiðingarnar gætu orðið afdrifarík-
astar á svæðum, þar sem veðurfar má ekki kólna að ráði til þess að búseta sé
möguleg.
9