Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Side 11
i
Gréta Sigfúsdóttir
Klippt á þráðinn
Það var hvorki nótt né dagur
en himinninn speglaðist í vatninu
og brá á það annarlegri birtu
sem þrengdi sér gegnum vatnsborðið
niður í dimmt og dularfullt djúpið
Á botni vatnsins lá dýrgripur
óendanlega verðmætur dýrgripur
sem geislum stafaði af
þegar birtan að ofan lék um hann
án þess að gefa honum sérstaka lögun
Vatnið lá kyrrt í faðmi himinsins
í fullkominni sameiningu
utan við rúm og tíma
jafnvel hvikulir vindarnir
héldu niðri í sér andanum
Allt var þrungið lotningu og þögn
Þá sá hún að neðan úr djúpinu
lá festi eða þráður tengdur við ströndina
og hún fann að það var á hennar valdi
að viðhalda draumsýninni
eða klippa á þráðinn
Hana dreymdi þennan draum
nóttina áður en hún framdi morðið
og þó framdi hún það með köldu blóði
Hún hafði talið sér trú um
að í rauninni væri það ekki glæpur:
Löggilt morð
Jacques
Prévert
Eg er
eins
og
ég er
Jón Óskar íslenzkaði
Ég er eins og ég er
Ég er nú svona gerð
Ef setur hlátur að mér
þá hlæ ég eins og þú sérð
Ég ann þeim sem elskar mig
Er það mín sök ég spyr
ef það er ekki hann
sem ég elskaði áður fyrr
Ég er eins og ég er
Ég er nú svona gerð
Hvað viltu meir af mér
Hvað viltu meir ég spyr
Til unaðar er ég gerð
og engu ræð ég um það
Háhæluð eins og þú sérð
mjaðmir miklar að sjá
brjóstin of mikið út
augun sem dökk af sút
og því spyr ég þá
Hvað gerir það þér
Ég er eins og ég er
til yndis þar sem ég fer
Hvað gerir það þér
hvað fyrir mig ber
Já eflaust hef ég unnað
þeim sem unna kunna
rétt eins og börnin unna
börnin sem kunna að unna
unna, unna...
Hví þá að spyrja hvað
Ég er til yndis öllum gerð
og engu ræð ég um það.
RAI3I2
Menn
land
skepnur
/ Time 9. maí 1983 eru nokkur orð, aldrei
þessu vant, um ísland. Þau hefjast á þess-
um orðum: „ísland er land, sem er þekkt
fyrir eldfjöll sín og hveri og síðan 1980 fyrir
kvenforseta, Vigdísi Finnbogadóttur, 53ja
ára. “ (Iceland is country known for its volc-
anoes, its geysers and since 1980 its woman
President, Vigdísi Finnbogadóttur, 53).
Timeverjar hafa sem sagt ekki haft spurnir
af Vilmundi. Hann er þó líka íslenzkt fyrir-
bæri á alþjóðamælikvarða, þar sem hann
lætur sér til hugar koma og safnar um sig
fólki sömu skoðunar, að gróin þingræðis-
þjóð fáist til að afnema eða skerða þingræði
í landi sínu, hvað þá að nokkrum vitiborn-
um manni dytti í hug að treysta þjóðinni til
að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu.
Þetta er ógnvekjandi hugsun. En Vilmund-
ur er frumlegur í sinni vitleysu og það veitir
ekki af dálitlum skammti af frumlegheitum
í pólitíkinni. Alþingismenn okkar eru
margir óneitanlega staðnaðir í hugsun,
orðafari og framkomu. Og það er reyndar
komið svo, að það spyr margur, hvort það
þurfi ekki eitthvað að lappa uppá þingræð-
ið, þegar virðingarleysið fyrir þingi þjóðar-
innar er orðið svo mikið, að inná þing safn-
ast fólk sem hikar ekki við að játa, að það
viti ekkert um þjóðmál, og segist, þegar það
er komið inná þing, ætla að fara að kynna
sér þjóðmálin. Það rætist nú samt úr þess-
um konum, trúi ég, sem skutust þarna inn
með erindi vanhaldinna kvenna. Þetta virð-
ast hinar mestu greindar manneskjur og vel
máli farnar. Það breytir samt ekki því, að
þetta er óheillaþróun að sérhagshópar taki
að leggja undir sig þingið.
Hér áður fyrr meðan einstaklingshyggj-
an var ríkandi með þjóðinni, urðu menn
undarlegir hver í sínu horni og urðu að búa
sjálfir og einir við sín undarlegheit, en nú
verða menn undarlegir í samlögum. Sósíal-
isminn kominn í það eins og annað.
Svonefndir umhverfisverndarmenn
hefðu getað verið hinir þörfustu menn, en
það er eins og oft vill verða, þegar menn
leggja útí eitt eða annað af ákafri hugsjón,
þá vill fljótlega halla á skynsemina. Hug-
sjónir og skynsemi fara yfirleitt ekki sam-
an til lengdar. Fyrr eða síðar losnar skrúfa
í hugsjónamanninum. Það hefur gerzt með
umhverfisverndarmennina okkar, að það
hefur losnað skrúfa. Þeir vilja ofvernda
land og skepnur, mannfólkinu til hrell-
ingar. Þótt ég viðurkenni auðvitað þá skoð-
un, að menn eigi að umgangast landið sitt
og þær skepnur á landi og í sjó, sem á því
lifa og í sjónum umhverfis það, þá er það
örugglega of langt gengið, að alfriða hval
án þess stofninn sé í neinni hættu á aleyð-
ingu, til þess að hvalurinn geti uppurið
hrygningarslóðirnar umhverfis landið af
átu, sem fiskinum, sem við lifum á er lífs-
nauðsynleg. Það er ekki um neitt minna að
ræða en það að hvalagengd gæti gert ísland
óbyggilegt. Það er varla efamál af sögunni
að dæma, að mikilli hvalagengd fylgir afla-
leysi á okkar fiskimiðum. Ætli SH-menn
hafi hugsað nægjanlega útí það, að það er
ekki víst, þeir hafi mikinn fisk að selja til
Bandaríkjanna ef hvalurinn fær að leggja
undir sig miðin.
Þá vilja umhverfisverndarmenn einnig
ofvernda selinn. Það er vitað mál, að selur-
inn étur ódæmin öll af smáfiski, menn hafa
talað um 150 þúsund tonn árlega, sem er
vissulega ágizkuð tala, og gæti verið bæði
lægri og hærri, en hún sýnir að menn eru
vissir um, að selurinn er stórtækur í smá-
fiskaáti. Ég sá í klausu í DV, trúi ég, að
umhverfisverndarmenn vilja hreinsa selinn
af smáfiskadrápi og koma því á fiskimenn-
ina. Einhver var það líka sem vildi hreinsa
selinn af þeirri skömm, að bera orm í
fiskinn okkar og valda með því stórkostlegu
tjóni. Þá er enn að nefna, að það náttúrlega
komið útí öfgar, þegar umhverfisverndar-
menn eru farnir að hamla bráðnauðsynleg-
um virkjunarframkvæmdum, tefja málið
ogjafnvel hálfeyðileggja framkvæmdina,
eða gera hana kostnaðarsamari en vera
þyrfti.
Umhverfisverndarmenn eru sem fyrr
segir hinir þörfustu. Það þarf slíka hreyf-
ingu til að þjöðin haldi vöku sinni gagnvart
landinu ogþví dýralífi sem í landinu er, en
mennirnir verða aðgæta hófs ogmuna það,
að mannfólkið lifir líka á landinu og skepn-
um þess. Við komumst ekki framhjá þeirri
staðreynd mannlífsins, að við þurfum að
nýta jörðina og drepa skepnur okkur til
matar. Nú vilja þeir friða refinn. Ég er
sammála því, en kysi þó, að þeir kæmust að
samkomulagi við refinn, um að tæta ékki í
sundur lambakettlingana. Maður hefur ein-
hverjar taugar til lamba síðan maður var
smali og rollanna reyndar líka svo marga
kárínuna sem þær þó gerðu manni, hlaup-
andi útum hvippinn og hvappinn. Þær voru
aumar greyin, þegar refurinn át lömbin
þeirra úr burðarliðnum. Ekki veit ég hvort
refastofninn er í útrýmingarhættu, og auð-
vitað má ekki útrýma honum, það er punt
að skolla í landinu, en það verður að halda
þessu rándýri í skefjum. ,
Ásgeir Jakobsson
11