Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Síða 12
Einar Jónsson fiskifrœðingur Síðari hluti V eiðimannaþj óðfélag með svignandi búðarborð og nútíma neyzlubruðl Fyrirmyndar fiskiðnaður Við ferðafélagarnir, sem báðir erum nátengdir fiski og fisk- iðnaði, vildum kynnast sem bezt atvinnuvegum í landinu sem tengjast þeim gula. Það er gott að vera íslendingur á Græn- landi og okkur stóðu allar dyr opnar. Við létum sýna okkur frystihús og rækjuverksmiðjur í flestum bæjum er leiðin lá um. Þar var og öllum spurningum um rekstur og umsvif svarað af mikilli greiðvikni og vinsemd. Við vissum lítt hverju við áttum von á, en það hefur sennilega blundað í bakkollinum, að fátt gætum við íslendingar lært af Grænlendingum í þessum efn- um. Okkur, ég held næstum til undrunar, fundum við fyrir mjög þróaðan og að því er virtist vandaðan fiskiðnað. Rækjuverk- smiðjur voru mjög til fyrir- myndar og eiga sér varla hlið- stæður hér á landi. Þannig skoð- uðum við verksmiðju í Hol- steinsborg, sem vafalítið er ein sú fullkomnasta og bezt búna sem fyrirfinnst í víðri veröld, og höfðu heldur betur orðið um- skipti í þessum iðnaði þar í bæ síðan ég var þar síðast. Hrað- frystihúsin voru og flest mjög til sóma, en á þeim var ef til vill ekki svo stór munur og á því sem almennt gerist hér á landi. Það vakti þó óskipta athygli okkar, að smáfyrirtæki eins og lítið frystihús, með 30—50 manns í vinnu og viðskipti við nokkra báta, standa algerlega á eigin fótum hvað varðar mark- aðsöflun og virðast spjara sig. Menn gætu rétt ímyndað sér hverja trú íslendingar hefðu á því hér heima, ef einstaka smá- frystihús úti á landi færu að selja undir eigin vörumerkjum og forstöðumenn þeirra brygðu sér annað veifið til útlanda til að selja vöruna. Mestur hluti grænlenzkra fiskafurða er að vísu seldur undir merkjum Kon- unglegu Grænlandsverzlunar- innar (KGH), en smærri, alger- lega sjálfstæð fyrirtæki, eru til og virðist vegna vel. Nú á allra síðustu árum þegar Grænlendingar hafa verið að taka sín eigin mál meir og meir í sínar hendur, hafa menn hér á landi rætt nokkuð um það hvernig við gætum stutt við bakið á þeim og verið þeim inn- an handar. Ég hef hugleitt þetta nokkuð, og verð að viðurkenna, að það er ekki auðséð á hvaða sviði við ættum að bera niður. í landinu er eins og áður sagði háþróaður fiskiðnaður. Hins vegar virðist það svo, að þekk- ingin á þessu sviði sé mest á höndum Dana og útlendinga. Mér dettur í hug að eins og hér hafa verið þjálfaðir grænlenzkir sauðfjárbændur í smáum stíl, mætti bjóða grænlenzkum ung- mennum í Fiskvinnsluskólann. Ég held að það myndi auka mjög sjálfstraust Grænlendinga að eignast fólk sem lært hefur þessa iðn erlendis. Slíkt fyrir- komulag gæti auðveldað „yfir- töku“ Grænlendinga sjálfra á sínum eigin fiskiðnaði, og tala ég þá ekki um Dani í landinu sem Grænlendinga. Það má sjálfsagt margt annað finna, þar sem við gætum veitt Græn- lendingum lið, en þeir sjálfir verða eðlilega að gefa tóninn í þeim samskiptum, þótt við gæt- um komið með hugmyndir og boðið aðstoð okkar. Fyrir mestu virðist mér samt nú í fyrstu, að auka eilítið samskipti og kynni. Samvinnu í hvaða mynd sem er, eigum við að eiga við Grænlend- inga beint, og ekki láta Dani vera þar einhverja milliliði. Allt slíkt eykur sjálfsvitund lands- manna og um leið þjóðarvitund sem er fyrir mestu, þegar verið er að taka fyrstu sjálfstæðis- skrefin. í vinnuhópi sumarið 1969 Stærstur hluti grænlenzku þjóðarinnar býr nú í bæjum. Það hafa orðið geysilegar breyt- ingar á lífi fólks og samfélags- háttum á skömmum tíma, svo ekki er að furða þótt margur maðurinn hafi hálfvegis tapað áttum í þeim umskiptum öllum. Margir landsmenn bjuggu áður í örsmáum þyrpingum dreifðum meðfram hinni ógnarlöngu strönd. Til þess að hægt væri að veita þessu fólki sómasamlega heilbrigðis- og aðra samfélags- Sumir Grænlendingar halda f venjur og lifnaðarhætti forfeðranna; þar á meðal þessi hjón, Minna og Peter Kristoffersen. Þeim bauðst íbúð í blokk, en kusu áfram litla húsið sitt, þar sem upphitun er aðeins frá kolaeldavél. ■r- Að tína eitthvað í körfuna í kjörbúðinni er ólfkt þægilegra en halda með byssuna til fjalla eða út á ísinn. En „hreint land — fagurt land“ er ennþá lítils metið hugtak, því Grænlendingar henda gleri og öðrum umbúðum þar sem þeir standa. Efnahagslegt gervisamfélag Hlutskipti Dana á Grænlandi verður að teljast næsta erfitt og landi. Slíkt er nokkuð ódýrt inn- legg í umræðuna um samfélags- örðugleika Grænlendinga og slíkar fullyrðingar innantómar leysa ekki vandann. Hitt er svo annað mál, að ásökun í þessa veru getur haft nokkuð til síns máls. Þá vaknar sú spurning hvort öðrum þjóðum hefði farizt eitthvað betur við Grænlend- inga, og er þá gengið út frá þeirri að því er virðist óumflýj- anlegu sögulegu staðreynd, að einhver önnur þjóð hefði haft hönd í bagga með landsmönnum á göngu þeirra inn í nútímann, ef svo má að orði komast. Ég þykist sjá og vita að Danir vilja í raun og veru vel á Grænlandi, burt séð frá því hvernig til hefur tekizt. Ég er ekki að andskotast út í þá þegar ég t.d. tala um yfirtöku Grænlendinga sjálfra á fiskiðnaðinum. Það sér hver maður, að það gengur aldrei að byggja upp þjóðfélag þar sem stór hluti þjóðarinnar heldur að sér höndum og er aðeins áhorf- andi. Það verður að fara að sinna uppbyggingunni neðanfrá, við sjálfa grasrótina, og hún er þegar hafin. þjónustu, var ákveðið að leggja marga af þessum smástöðum niður og flytja fólkið í hina stærri bæi. Sumarið 1969 strit- aði ég ásamt fleirum við að koma upp íbúðarblokkum fyrir þetta fólk. Vinnuhópurinn sam- anstóð af Dönum, Islendingum, Færeyingum og einum Græn- lendingi. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig uppbygging lands- ins til nútíma velferðar hefur farið fram. Nánast allt hefur verið framkvæmt af Dönum eða útlendingum, og Grænlendingar sjálfir hafa verið sem áhorfend- ur að þessum umsvifum. Tilhög- unin við þessa uppbyggingu er þannig næsta furðuleg, en á sér þó skýringar að einhverju leyti sem of langt mál yrði að fara út í hér. Menn hafa verið að dunda sér við að skamma Dani fyrir allt sem miður hefur farið í þessu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.