Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Qupperneq 15
sem hlýtt var og notalegt. Þegar
yfirmaður okkar kom í eftirlits-
ferð klukkan ellefu um kvöldið
faldi ég hana undir beddanum
mínum. Hann var vanur að
koma sérstaklega að rúminu
mínu á hverju kvöldi, því að all-
ir vissu að ég var eins mikið
samvistum við elskuna mína og
ég gat. Þetta kvöld fullvissaði
hann sig um að ég væri í bólinu,
en lét sér ekki til hugar koma að
líta undir það. Um tvöleytið um
nóttina læddumst við út, hjóna-
leysin. Ég ætlaði auðvitað að
fylgja henni heim.
Nýfallinn snjór lá yfir öllu og
við leiddumst arm í arm. Þegar
við höfðum gengið hálfa leiðina
áleiðis inn í þorpið, mættum við
nokkrum yfirmönnum sem
greinilega voru við skál. Nú voru
góð ráð dýr. Þarna var enginn
felustaður og ég illa settur, ef
mér tækist ekki að snúa mig út
úr þessu. Ég greip þéttar um
arm Höllu og hvíslaði að henni
að við skyldum halda áfram og
láta sem ekkert væri. Við geng-
um fram hjá þeim og létum sem
við sæjum þá ekki. Þegar við
höfðum mæst, heyrði ég að einn
þeirra kallaði: „Hey, you there.
Aren’t you supposed to salute an
officer?"
Ég lét sem ég heyrði ekki til
hans. Þá heyrði ég að annar
sagði: „Them bastards don’t sal-
ute. They’re Norwegians."
Þannig var mál með vexti, að
fáeinum dögum áður höfðu bæst
í hóp okkar nokkrir Norðmenn
sem báru einkennisbúning
breskra hermanna og hélt liðs-
foringinn greinilega að ég væri
einn þeirra. Þannig slapp ég
með skrekkinn í það sinn.
Aginn í hernum er afar
strangur eins og þú kannski
veist og var okkur skylt að
heilsa öllum yfirboðurum okkar
að hermannasið. Við tókum
þetta að sjálfsögðu afar hátíð-
lega. Man ég eftir því að þegar
ég var á Seyðisfirði höfðum við
heilsað skipstjórunum af Esj-
unni og Súðinni að hermannasið
um sex mánaða skeið. Einkenn-
isbúningur þeirra líktist mjög
einkennisbúningi yfirmanna
breska flotans og höfðum við
villst á þeim. En þeir voru af-
skaplega ánægðir með þá djúpu
virðingu sem við sýndum þeim
og guldu okkur ávallt í sömu
mynt.“
— Dvaldir þú öll hernáms-
árin á íslandi?
„Nei. Ég var á íslandi í liðlega
tvö ár. Héðan var ég sendur til
Skotlands. Þar og í Englandi
dvaldi ég til skiptis í æfingabúð-
um í tvö ár. Við vorum á stöð-
ugri hreyfingu og í afar strangri
þjálfun.
Landslag við strendur Eng-
lands og Skotlangs er harla
frábrugðið landslaginu á Aust-
fjörðum á íslandi. Þar er hæðótt
og undirlendi mikið, ekki ólíkt
því sem gerist í Normandí í
Prakklandi. Ekki vissum við
hvað fyrir okkur lá, en síðar
kom í ljós, að okkur var ætlað að
gegna mikilvægu hlutverki.
Á þessum árum var mikill
fjöldi bandarískra hermanna
sendur til Englands. Heyrði
maður stundum sagt: If they’ll
send more Americans to Eng-
land, it will sink.
Betra umhverti - hversvegna ekki?
Birgir H. Sigurösson skipulagsfræöingur og
Stanislas Bohic landslagsarkitekt.
Við
UMHVERH
--
Reykjanesbraut
Auk þess að breyta mjög til betri vegar öllu umhverfí Reykjaueubrautar nn tijáraktarsveði, svipuð þeim sem sjást á myndinni, minnka allan
viðhaldskostnað svæðisins þegar til lengdar lætur.
í Reykjavík. Myndin er tekin á Reykjanesbraut á leið úr Breiðholti. Miklabraut fjær. Um Reykjanesbraut aka að jafnaði 30 þúsund bílar á sólarhring.
Lauslega áætlað gætu því 15—20 þúsund manns haft svæðið sem myndin sýnir fyrir augum dag hvem. Það er ekki ofsögum sagt að grassvæðin séu
víðfeðm.
15