Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 6
Rex Harrison og Diana Rigg f Heartbreak House eftir Bernard Shaw. ar, og uppfærslan er svo sterk, að hún hrífur mann meira en orð frá lýst. Leikstjórinn, Phil Yong, segir frá því í leikskrá sýningarinnar, að kveikjan að verkinu hafi verið kynni sín af ungum manni, sem varð blindur vegna sykursýki á hæsta stigi. Sýningin segir frá slíkum manni, bæði áður en hann verður blindur og eftir það og sambandi hans við tvær stúlkur óllikra heima — önnur er sjáandi og á leið út úr lífi hans, hin blind sem hann hefur nýverið kynnst og þróar æ sterkari vináttu við eftir því sem á leikinn líður. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón verksins, er það leiftrandi fyndið og leikur þeirra þremenninganna er frómt sagt með því besta sem ég hef séð í sambærilegum sýningum (það má skjóta því að til fróðleiks, að leikararnir, sem áttu að leika blinda, notuðu sérstakar linsur, sem blinduðu þá meðan á æfing- um stóð). Þessar tvær fyrstu leiksýningar fjölluðu báðar að verulegu leyti um fötlun og fatlað fólk; þó þótti mér það dálítið merkilegt, og raunar jákvætt þegar á allt er lit- ið, að fötlunin var í sjálfu sér ekki líklega kunnust. Það er að sumu leyti út í hött, jafnvel óviðeigandi, að ætla að segja eitthvað um slíka leiksýningu. Þessir góðkunningjar manns eru að sumu leyti hafnir yfir alla gagnrýni og fyrir löngu orðnir traustir punktar í menn- ingartilverunni. Og það felst alveg ákveðin stemmning í því að sjá þá allt í einu sprelllifandi á leiksviði fyrir framan mann. Ég man fyrst og fremst eftir Rex Harrissyni sem sprækri stríðskempu í ótölu- legum fjölda svart/hvítra sjón- varpsmynda. Nú er hann víst kominn yfir sjötugt og sómir sér vel í hlutverki Shotover skipstjóra í þessari „fantasíu" Bernhard Shaw „með rússneskum brag um ensk þemu“. Jú, það var sérstakur blær yfir London, þegar við geng- um út úr leikhúsinu það kvöld. Björgum baðhúsinu Það reyndust hins vegar tals- verð vonbrigði að eiga í vændum gamanleik kvöldið eftir, sem reyndist svo enginn gamanleikur, þegar allt kom til alls. Leikritið hét „Steaming" (og hefur verið leikið hér í Svíþjóð undir heitinu „Damturken"; e.t.v. mætti þýða Jakob S. Jónsson segir frá leikhúsferð til London sinni mynd, og af því er heiti verksins dregið. Sem allur heimurinn ætti að sjá „Crystal Clear“ eða „Deginum ljósara“, er leikrit sem hefur ekki hlotið neina opinbera viðurkenn- ingu, en hins vegar hafa gagnrýn- endur breskra blaða verið ósparir á hrósyrðin og í Daily Telegraph ku hafa verið sagt að hér væri á ferðinni leikrit, „sem allur heim- urinn ætti að sjá“. Og þegar ég gekk út að lokinni sýningu, var ég gagnrýnanda Daily Telegraph hjartanlega sammála. Leikritið er bráðvel samið af leikurunum þremur og leikstjóra sýningarinn- aðalumfjöllunarefni þessara sýn- inga. Miklu fremur var hún um- gjörð, táknrænar kringumstæður, sem mörkuðu ákveðinn hug- myndafræðilegan ramma um efni beggja sýninga, sem höfðu hvor á sinn máta að geyma áþekkan boð- skap. Og ég hygg að einmitt vegna þess hve höfundar þessara tveggja ólíku verka taka á fötluninni hisp- urslaust og blátt áfram, verði þau bæði áleitin og krefjandi — og auðvitað góð. Aðeins slík verk geta vakið upp tilfinningar áhorfenda, eins og raunin er með þessi tvö verk. Gamlir kunningjar í London er ekki einasta hægt að sjá góðar leiksýningar; þar er einnig hægt að sjá á leiksviði þá leikara, sem hafa orðið frægir fyrir leik í kvikmyndum og sjón- varpsþáttum — og ég þykist him- in höndum hafa tekið að hafa átt kost á því að sjá eina sýningu, sem var í raun heilt fýrverkerí af stjörnugliti: Hartbreak House eftir Bernard Shaw með stórstirnum á borð við Rex Harrison, Diönu Rigg, Rosemary Harris og Simon Ward, svo nefnd séu þau nöfn sem eru íslenskum kvikmyndahúsa- gestum og sjónvarpsáhorfendum Líf í tuskunum — Úr Cats. Vika í WEST END Ég fór til London á dögunum; það eitt út af fyrir sig væri varla í frásögur færandi nema af því að ég var að líta heimsborgina aug- um í fyrsta skipti á ævinni og slíkt þykir auðvitað ævinlega tíð- indi. Það vantaði heldur ekki, að frændur og frænkur, vinir og kunningjar gæfu góð ráð og leið- beiningar áður en haldið yrði inn fyrir borgarmúra stórborgarinnar ógurlegu. „Gættu þín vandlega á þjófum og hafðu allan farangur tryggðan", „þú verður að skoða söfnin", „þú ferð auðvitað á ein- hverja hljomleika og konserta", „ætlarðu ekki að sjá einhverja leiksýningu" — og ég jánkaði öllu af einskærri tilhlökkun og áður en ég vissi af, var allt þetta góða og hugmyndaríka fólk búið að skipu- leggja fyrir mig ársdvöl í London. Flugmiðinn minn gilti í viku, frá sunnudegi til sunnudags. Það fór því varla hjá því, skyldmennum mínum, vinum og kunningjum til sárra vonbrigða, að ég yrði að sleppa ansi mörgum af þeim góðu kostum, sem mér hafði verið bent á að taka. Ég ein- skorðaði mig því við leikhúsin, og tókst að sjá sjö leiksýningar þenn- an vikutíma, og var bara býsna ánægður með þann árangur. West End og Fringe Eitt vandamál skýtur þegar í stað upp kollinum, þegar búið er að ákveða að fara í leikhús í Lon- don, og það er að velja þær sýn- ingar, sem vert er af einhverjum ástæðum að sjá. í West End- hverfinu einu er möguleiki á að sjá vel yfir fimmtíu leiksýningar, svo ekki sé minnst á öll leikhúsin og leikhópana, sem starfa utan þessa frægasta leikhúshverfis í heimi. Ég og Erlendur Magnús- son, sem tók að sér að leiðbeina mér um leyndardóma Lundúna- borgar, ákváðum að einskorða okkur við West End, þótt oft megi sjá athyglisverðari sýningar í „fringe“-Ieikhúsunum í úthverf- unum; þar er oft látið reyna á vinsældir leiksýninga áður en þær eru sýndar í einhverju West End- leikhúsanna. Sá er þó ljóður á, að sá sem kemur eins og hver annar túristi til London og veit lítið um það, hvaða sýningar eru merki- legri en aðrar, kaupir oft köttinn í sekknum, fari hann að sjá leiksýn- ingar í úthverfaleikhúsunum; það er því vænlegra að sjá West End- leiksýningu upp á það að verða ánægður, og það má þó alltaf verða til þess að vekja einhverjar kenndir með manni, að hafa sé t.d. þennan eða hinn þekkta leikarann á Ieiksviði, ef annað kemur ekki til. Hver er fatlaður? Það má telja nokkuð öruggt, að leikrit, sem hefur verið valið Ieik- rit ársins 1981, sé þess virði að á það sé horft. Og sú varð og raunin; „Children of a Lesser God“ eftir Mark Medoff er skínandi gott leikrit og boðskapur þess svo heil- brigður að það er óhætt að segja að það sé hverjum manni hollt að bregða sér í Albery Theatre og sjá leiksýninguna. Auk þess (þótt það sé auðvitað ekkert aukaatriði) er leikritið hnyttið og skemmtilegt. „Children of a Lesser God“ — eða Börn hins vanmáttugri guðs — er öðrum þræði ástarsaga heyrn- arlausrar og mállausrar stúlku og talkennara hennar og er sú sam- antekt langt í frá laus við vanda- mál eins og láta má nærri. Skóla- stjóri heyrnleysingjaskólans er ekki par hrifinn af þessu ævintýri þeirra, a.m.k. ekki sem embættis- maður, þótt hann persónulega leggi blessun sína yfir samantekt þeirra, og móðir stúlkunnar efast um að samband elskendanna leiði til nokkurs góðs. Það væri sem sagt úr nógu að moða fyrir höf- und, sem vildi velta sér upp úr vandamálum vandamálanna vegna. Mark Medoff gerir það ekki, en velur þess í stað að líta á þessi vandamál sem birtingar- myndir ákveðins umburðarleysis. Þegar elskendurnir eru giftir og byrjaðir að búa sama, vill hann skiljanlega, að hún læri að lesa af vörum og tala. En hún kveðst þeg- ar eiga sér mál, sem er táknmálið og það séu aðrir, hinir heyrandi og talandi, sem eru fatlaðir í hennar augum, þar sem þeir kunni ekki hennar mál. Þetta verður hið dramatíska deiluefni leiksins, sem magnast í og með því að það birtist gegnum hin ólíku hlutverk hinna tveggja aðalpersóna: karl — kona, eigin- maður — eiginkona, kennari — nemandi, heyrandi — heyrnar- laus, talandi — mállaus. Verkið fjallar þannig fyrst og síðast um andhverfur hinna ólíku hlutvérka hans og hennar; stúlkan kemst á endanum að þeirri niðurstöðu — ekki óvænt — að enginn hafi rétt til þess að breyta öðrum og gera í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.