Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Sáj rjA'e- «iu- mu*a ftfAHS Ái3- OtlAN OÍA *t- ST*ÍMt ■ KiAr- INN STT- ÓflNA 2K ■ KÁta £ TA 4«**fi-< lUtfiA IJHMH1 5PIUC <9»- (ii »U 5 K A P A M 0 R M H*OA ATtCV- A S A UHU ua T 'o M A K O'AT^ DMMC, K FL N U N u M / E L D dATlP MIKIL- M4T D 9 1 S> MtO- KV*MJ g*«fl»fi/ N FE M T \ VEIP- Mt- FKO. 1 jU Ní. K H*PP- ie L A N 1 f) *tí* N IKCIIM A Á. Cx. A N tí N E K K 1 R ÉWSKIJt rirat L blUKAO A T A §> JKG- tn TA 'I 'A HEWO' L 'o F 1 FUC-lfl MLloB IO T '1 5 T 1 f) Bir/ fiXUfl M A Ck A 1/ltJWU VÉLIM Ý T A N Moerp- MiOI- 1 Ð 1 B *T* ÖRLÖk. L A ÓL A API A M ■ í> BIOP- K**«. 9 A u Ð A 9 A Ot ítvíoi*. N A ÍMD/Mfi JIMH u R Mrofi riu 1 c. l M MCtr- /Wfi»í FKl I CNSK ÍAfiW- M-Y/JD R m N v»«e- HHrtfiÐ u M T Ö R ú, A F£ R fiaMr 9. h $ A K J> A £> U R KóiUK 5PIL r R A F Tp'k ■P N A M L/MAMÍ •ÍkilLi K l N N vione AUO T Á T A Jrtv- A8 - »V/l A r.e- rei>4«. 'A A K SsSÍ A K £X tr ni u A T r«*» >■ -** s Ö S> A R m S F 'A K O N u RtlKI* ö s A ÍVEIC- ug 1 f> A T A L A F A R. Lofa M Æ ft A r»«- it rn- /Mfi A Ð í Í5T— NCITA Lf\ foD~ JPILDA Ú(R- ÍCoMAv Vemiu 5veF-M ,LLA SS^Auða SlfLM- NN 5?!L rveik ^■LITL*R ElN s F-'.ýí'l'ÍKACIAr Fli KuR V KífiuR ^ > 1 iK. iT. I kur- ^ jíEILD NAfN 4 TUfOW A ve iric- FÆ Rl A FöfiU HITI 1 ÍN f/fi MA Þaic- ÍKffifi 5ÁR itN* AR 5Tc>K f?INaUL- aeiÐ TIT- I L.U RAN - öýR. Bimnu URIMN Kvt'N' RAUSN UM- aP ^ Fli) t 1 O P REKKTí/ V 00 Faeu- A<?A Sk'ói.i —v*— END- MKiiNl NArit TRE HLTÓMA <SR£IM £uv\- WR (\«ÖFTuR Amlrar 5KEL6UR FOQ.- NAfþi tLb- $TKÐ\ AT- 6ÁRug LÉSF (ST , + AfRAW > i |5(Jíkih- ■PVRIÐ SKEP- N A • 5AMHU. HflEIWSlg FtATAfi MÁLS- e/N/Nfi 'l « /LAT RK- PÆRI 5ar<á ÖAHÁR HVÐJA Hkfysi pua- cedua Fum HSKuR - reMC - 1 PJ 0. KE«i)| R C\ 'o ÍAM' srÆC 1«. EF D- ÍN 0, ÖÍ?UU )a?ri ffclTA HUND- AL FlSicCud- INN t ANdi - ; Almenningstölvur Frh. af bls. 3. annað sem til tölvunnar þarf svo sem prógrömm og það hefur verið útlagt á íslenzku með orð- inu hugbúnaður. Vissulega er það gáfulegt orð, en af hverju ekki bara tölvuefni sbr. sjón- varpsefni, þótt ekki sé það fylli- lega hliðstætt?] Tölvusýningu þessa í Las Vegas sóttu um 50 þúsund manns, kaupendur, sölumenn og tæknimenn. Ekki vantaði það að fyrirtækin teldu upp kosti tækja sinna. Þarna var HP900, sem gat teiknað fyrir þig flugvél, Votan, sem gat svarað fyrir þig í síma og Olivette M20, sem gat teiknað fyrir þig litmynd af Marylin Monroe og Atari, sem sagt gat upphátt allt sem þú rit- aðir á leturborðið og á því tungumáli sem þú óskaðir. Atari gat einnig sungið það sem henni var kennt að syngja og röddin var mjög mannleg. Það fer ekki á milli mála, að ást Bandaríkjamanna á bílum og sjónvarpi er að snúast á al- menningstölvuna. Þessi ást kann að hluta að vera tízkufyr- irbæri, að hluta grunur um að þetta tæki færi mönnum betra líf og loks vissa um stórkostlega sölumöguleika og framleiðslu sem gefi góðan arð. En umfram allt gera menn sér ljóst að al- menningstölvan er endapunktur tæknibyltingar, sem hefur verið að þróast í fjóra áratugi og markinu er nú náð. Bandaríkjamenn eru manna móttækilegastir fyrir tækninýj- ungum og manna bjartsýnastir á árangurinn af þeim. Nýleg skoðanakönnun, sem fram- kvæmd var fyrir Time af fyrir- tækinu Yankelovich, Skelly og White, sýnir, að 80% Banda- ríkjamanna telja að heimilis- tölvan verði jafn algeng á heim- ilum og sjónvarpið eða upp- þvottavélin. Enda þótt í þessari skoðana- könnun kæmi fram að menn ótt- uðust bæði aukið atvinnuleysi og aukna afmönnun, þá taldi mikill meirihluti eða 67% að tölvubyltingin yki framleiðslu og bætti lífskjör og bætti einnig menntun barna. Tölurnar sem sýna söluna nú þegar hljóta að vekja mönnum lotningu og tölurnar vaxa ört. Árið 1980 seldu tvær tylftir tölvu fyrirtækja 724 þúsund heimilis- og einkatölvur fyrir 1,8 billjónir dala, sem er jafnt og 1.800 milljónir að íslensku tali, því að bandarísk billjón er þús- und milljónir. Á árinu 1981 bættust 20 fyrirtæki í hóp þeirra, sem framleiddu heimilis- og einkatölvur og þá seldust 1,4 milljónir tækja fyrir 3 billjónir dala og það sem nú er enn vitað um söluna 1982 er, að tölvufyr- irtækin séu nú 100 og hafi selt 2,8 milljónir tækja fyrir 4,9 billjónir dala. Það fer ekki milli mála, að risatölvurnar hafi leikið stórt hlutverk og vaxandi í mannlíf- inu í nær fjórðung aldar. Þær hafa spáð fyrir um veður, reikn- að út af nákvæmni margt, sem fyrir þeirra tíð var ógerningur að reikna og þær hafa rannsak- að skattaskýrslur og skattálög- ur fyrir hið opinbera og þær hafa stýrt flugskeytum og breytt stríðsrekstri. Það er og risatölvan sem hefur gert kleift könnun á geimnum og er þá fátt eitt talið af því sem stóru tölv- urnar hafa unnið fyrir ríki, stofnanir og stórfyrirtæki. Nú hefir hin nýja gerð spenn- is, transistorinn, og kísilkubbur- inn, silicon chip, gert mögulegt að framleiða almenningstölvur af skaplegri stærð og dýrleika. Milljónir manna geta nú keypt sér tölvur. Upplýsingaöldin, sem alla heimsbótamenn hefur dreymt um, er nú runnin upp og með henni gagngerð breyting á starfi mannsins og flestum hans lífs- háttum, jafnvel hugsun hans. Bandaríkjamenn verða aldrei þeir sömu og áður eftir þá bylt- ingu, sem þar í landi hefur þeg- ar átt sér stað. Hið sama verður uppi á teningnum um allan heim. Iðnríki Vesturlanda og Japan eru að halda sömu leið og Bandaríkin í tölvuvæðingu. 1982 seldust 435 þúsund tölvur í Jap- an og 392 þúsund í Vestur- Evrópu. Áhrif tölvunnar á Þriðja heiminn eru mikill vonarpen- ingur. Sumir sérfræðingar álíta að tölvan auki heldur en hitt muninn milli ríkra þjóða og fá- tækra, en aðrir tæknispámenn trúa því gagnstæða, halda að tölvan verði svo ódýr en þó full- komin að hún geti gert frum- stæðum þjóðum kleift að taka í einu stökki aldalanga iðnbylt- ingu iðnaðarþjóðanna. Verksmiðjur með vélmennum geta fyllt markaði af vörum og lítil rafeindatæki skapað ara- grúa af nýjum möguleikum til atvinnu. Álþjóðlegt tölvunet gæti flutt mikilsverða þekkingu um jarðyrkju og heilsugæzlu til afskekktustu byggðarlaga, svo eitthvað sé nefnt. Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, hefur látið svo ummælt að heimsfjarskiptanet með upplýs- ingastreymi og tölvuvæðingu sé það sem járnbrautir, bíla- hraðbrautir og skipaskurðir voru mönnum áður. Franski rit- stjórinn Jean Jacques Servan- Schreiber, trúir því að tölvan sem kennslutæki eigi eftir að vinna bug á ólæsi í þriðja heim- inum og jafnvel draga úr barn- eignum í þeim heimshluta. [Hér þarf að gera stanz á máli Time-verja eða að minnsta kosti þessa manns. Það er hægt að skemmta sér við að hugsa upp ýmsa möguleika í notkun tölvu við takmörkun barneigna. Eiga hjón að taka hana með undir sængina, hvernig yrði forritið eða prógrammið fyrir ..., eiga hjúin að setjast niður og semja sitt eigið forrit í hvert skipti fyrir hverja athöfn eða verður hægt að kaupa forrit? Ef um uppáfallandi skyndifundi er að ræða, og engin tölva við hönd- ina, hvað gera menn þá? En hugsunin hjá þessum tölvuhugsjónamanni er óhugn- anlegri en svo að hægt sé að hafa gaman af henni. Þarna gægist það nefnilega upp, sem mest er að óttast, að tölvan verði látin stjórna ýmsum frum- athöfnum mannsins og þær gerðar vélrænar. Það er grund- vallar eðlismunur á því að nota vél til að takmarka barneignir eða til dæmis pilluna, vegna þess sem áður er drepið á, að vélin getur reynzt manninum keppinautur, ef hann afhendir henni til stjórnunar eitthvað af eðlisþáttum sínum; þeim þátt- um sem eiga að greina manninn um alla framtíð frá vélinni. Ef farið er inn á þá braut, þótt í litlu sé, að því er virðist í fyrstu, þá væri það vísirinn að þeirri voðalegu þróun, að maðurinn og vélin verði eitt. Sú hugsun má aldrei hvarfla að manninum, að nota vélina til að hrófla við sínu eigin mannlega eðli. Ef vélin er látin stjórna barneignum, er þá ekki skammt í að hún stjórni öllu ástalífinu? Þegar ungar manneskjur kynnast og verða ástfangnar, fara þær þá með eiginleika hvors annars inn í tölvu og láta hana ákveða örlög sín? Þessi hugsun franska ritstjór- ans vekur margar óþægilegar spurningar og heldur nú fram á ný bollaleggingum Time-verja.] Mönnum er gjarnt að líta í kringum sig, þar sem þeir standa og segja sem svo, að þeir geti nú ekki séð að tölvan hafi breytt neinu í þeirra lífi eða um- hverfi, það gangi flest svipað fyrir sig og áður. Menn geta með sama rétti sagt að jörðin sé flöt, þar sem hún sýnist svo innan sjónhrings mannsins. Þótt mönnum sýnist flest öðru líkt frá degi til dags, þegar nýjar uppfinningar ryðja sér til rúms, þá eru breytingarnar að gerast undir hinu hversdagslega yfir- borði og gerast nú með geysi- hraða. Það eru ekki nema hundrað ár síðan aðeins lítill hluti af New York var lýstur upp með nýjum ljósgjafa, svonefndri rafmagns- peru og heldur ekki nema hundrað ár síðan þýzki verk- fræðingurinn Gottlieb Daimler smíðaði fyrsta gasolíumótorinn. Og það liðu þrjú ár áður en hann tengdi vélina við hjólið. Þannig hafa stóru stökkin gerzt og al- menningur sjaldan orðið þess var fyrr en löngu síðar, hversu mikilvægar uppfinningarnar voru. Þannig mun það verða með almenningstölvuna. Nokkur ár munu líða áður en öllum verður ljóst, hversu gífurlega breytingu hún hefur í för með sér í daglegu lífi okkar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.