Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 11
Pjetur Hafsteinn Lárusson GANG- AN- MIKLA Berumst draumlausum svefni yfir sviðna akra. Lönd hulin þoku — rústir að baki. Áfram vegleysuna. Lengi höfum við gengið og margt drifið á dagana. Þó þykjast glöggir menn sjá þess merki, að lítt miði. Fátt telst til tíðinda. SANN- AN- LEG LYGI Torfær er vegurinn milli sannleikans og lýginnar. Hvert liggur leið ? Orðvana berum sannleikanum vitni, lýgin borin á torg uns trúum. Má vera sennilega sannanlega. LÍFS- LEIT Mála á orðvana flöt rímlausar myndir. Hugurinn leitar frá blóði til blóms. Milli auðnar og skýjaborga hvarflar rótleysi mitt. Milli auðnar og skýjaborga. Hjördís Birgisdóttir FÖSTUDAGUR íhugun og fasteigna-skattar fljúgandi furðuhlutir í reykjavík á föstudagseftirmiðdegi fólk að labba í rólegheitum til að ná sér í eina rósavín jesús birtist sem blaðasali og enginn tekur eftir honum unglingar sem sjá fortíðina alltaf í skærara Ijósi en nútíðina esjan liggur á maganum í sólbaði þingkosningar, kreppan og jarðskjálftar í kína en hver veit nema að maður lendi í ævintýri í kvöld par að pukrast við að fá sér í pípu í porti bakvið alþingishúsið við huggum okkur við það að einn daginn munum við loksins öll eiga fyrir strætó oní bæ til að gera byltingu ég hlæ hátt þegar þú segir mér nýjustu fréttirnar þú móðgast í smá stund en svo er allt komið í lag og þú hlærð líka glæsilegt úrval af hvítum pottaleppum, opið laugardaga, við höfum þetta vonandi af föstudagur og sól í reykjavík Höfundurinn er 19 ára Reykjavíkurstúlka. Ljóð eftir hana hafa áður birst í skólablaði MH og hún átti þátt í ljóðabók, sem gefin var út sl. vetur á sýningunni Gullströndin andar. raki? Allt í stakasta lagi — enda á ekkert að virkja þarna Það er stórt orð Hákot. Stærra er þó orðið »ráð«, t.d. Náttúruverndarráð. Þegar reisa skal verksmiðju sem kennd er við stóriðju, brúa skal ársprænu eða fjarðar- boru, leggja vegarspotta eðajafnvel græða örfoka land sprettur upp þetta fræga ráð eins og risaeðla upp úr myrkri forsögunnar og talar eins og sá sem valdið hefur. Orð eins og »lífríki« og fleira af því taginu eru strengd eins og ósýnileg gaddavírsgirðing umhverfis blettinn þar sem átti að reisa verksmiðjuna, virkja, eða leggja veginn. Náttúruverndarráð talar fyrir munn land- vættanna, eða hvað? Öðru máli gegnir um hina — þá sem ætla að byggja eða virkja. Hvaðeina, sem frá þeim kemur, er fordæmt sem fégræðgi, landspjöll og makk við er- lenda auðhringa. Ekki veit ég hverjir eiga sæti íþessu fræga »ráði« enda ættu nöfn ekki að skipta máli í því sambandi. Hins vegargeri égmér í hugarlund að þeir séu vökulir lesendur þingtíðinda og dagblaða. En útivistarmenn held égað þeir geti tæpast verið. Samtök, sem kenna sig við umhverfisvernd, eru fræg fyrir að halda sig á vinstri vegarhelmingi stjórnmálanna, ogkemur það heim og sam- an við fréttir af skoðanabræðrum í öðrum löndum, t.d. græningjum svokölluðum í Vestur-Evrópu, sem eru nú raunar ekki grænir heldur rauðir og hafa það að stefnu að tefja allar framkvæmdir hverju nafni sem þær nefnast þar eð þeir telja að fjör- legt athafnalíf muni seinka byltingunni og draga úr áhrifum Sovétríkjanna, en ring- ulreið, upplausn og atvinnuleysi muni að sama skapi auka veg og vald heimskomm- únismans. Sá er þetta ritar hefur aldrei setið í »ráði« af neinu tagi en hins vegar gengið nokkuð mikið um landið, og þá mest hér um nágrenni höfuðborgarinnar. Og það er mér óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir tilvist Náttúruverndarráðs og annarra opinberra og sjálfskipaðra landverndarráða, eru framin hér verri landspjöll á víðavangi, fjarri byggðu bóli, en af allri okkar stóriðju og smáiðju samanlagðri, vítt og breitt um landið. Á Reykjanesskaganum og allt austur að Þingvallavatni er landslagi víða svo háttað að hraunflákar og gróðurræmur skiptast á. Hraunin eru víða lítt gróin, svo þar er fáu hægt að spilla, enda njóta þau náttúrulegr- ar friðunar. Öðru máli gegnir um gróður- ræmurnar, hvort heldur þær eru vaxnar grasi eða mosa. Þær eru hvarvetna sund- urristar og tættar eftir hjól torfærubíla og mótorhjóla — nema þar sem vatn og vindur hefur þegar fullkomnað eyðinguna ogjarð- vegur er allur á burt og ber klöppin stendur eftir. En þá eru þær slóðir ekki lengur fýsi- legar til aksturs, heldur er þá válin ný leið eftir grónum og sléttum jarðvegi sem ekki er enn fokinn á haf út. Ef nefna skal sérstaklega einhverja bletti, sem hart hafa orðið úti, kemur mér í hug svæðið sunnan og vestan við Trölla- dyngju á Reykjanesskaga. Þar er víða sumarfagurt: grónar grundir og grænar hlíðar; og meira að segja hjalandi lækir, sem eru þó fáséðir á hrjóstrum Reykja- nesskagans. Einnig eru þarna fjölmargir gíghólar þar sem mosi og jafnvel gras hefur háð sína erfiðu lífsbaráttu á þúsundum ára og orðið undra vel ágengt. í hvömmum og lægðum »milli hrauns og hlíða« er jarðveg- ur víða orðinn furðudjúpur. Sá er háttur þeirra, sem þarna aka, og þeir eru margir, að aka eftir grundum og harðbölum þar sem þess er kostur ogþræða sömu slóðina, þar til hjólförin eru komin ofan í mold, þá er valin ný slóð, og ekin meðan endist. Eft- irlætisíþrótt hinna djörfu er hins vegar að aka brattar brekkur. Séu þær vaxnar ein- hverjum gróðri má segja um örlög hans með orðum Unu skáldkonu að hann »má fara í dauðans greipur«. Ég gekk þarna um í fyrrasumar, fyrst snemma, svo aftur síð- sumars. Er mér óhætt að segja að mann- legu eyðingaröflin hafi síður en svo verið athafnalaus þann tímann. Með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða að þarna verði umhorfs eins og á tunglinu. En þá verður þar líka kyrrð og næði sem mánalandslagi hæfir. Því undir þeim jarð- vegi, sem burt sópast, er urð og grjót sem naumast mun freista torfærubílstjóra. Ef ráðið, sem er yfir öðrum ráðum, léti svo lítið að skoða þarna verksummerki má segja þeim háu herrum til uppörvunar og hughreystingar, að þeir komast eftir ak- færum vegi alla leið að Höskuldarvöllum og jafnvel lengra, en þaðan er ekki langt að ganga! En líkast til vekur þetta svæði hvorki áhuga þeirra né ánnarra þvíþarna á ekkert að virkja, enga vegi að leggja, og stóriðja er þar engin fyrirhuguð svo vitað sé. Erlendur Jónsson 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.