Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 15
HONDA PRELUDE Nýr og kraftmikill og hefur fengiö frábærar viðtökur Það, sem nefnt er á ensku — og að því er virðist hvaða máli sem er — sport coupé, er orðið nokkuð gamalþekkt fyrirbæri í bílaiðnað- inum. Yfir þesskonar bíla er því miður ekki til orð í íslenzku, en til skilgreiningar má segja, að hér sé ekki um alvöru sportbíl að ræða, heldur sérstakar gerðir fólksbíla, sem eru sportlegir í útliti, hafa viðbótar vélarafl og aðra aksturs- eiginleika en venjulegir fólksbílar. Borið saman við Ferrari, Porsche eða Aston Martin eru þeir það sem enskir kalla „poor mans sport", það er sportbílar fátæka manns- ins. Um leið hafa þeir það framyf- ir hina dýru gæðinga, að notagild- ið er mun meira, eyðslan minni og verðið töluvert viðráðanlegra. Sportútgáfur hafa lengi fengizt af amerískum bílum, en oft var breytingin bundin við útlitið eitt. Undantekningar eru þó til og næg- ir að minna á sérstaka gerð af Chevrolet Citation, sem lítið lætur yfir sér en það er virkilega úlfur undir sauðargærunni. Af öðrum, sem eiga heima á þessum bás, má nefna Scirocco frá Volkswagen, Renault Fuego, Audi Coupé, Mazda 626 coupé og Toyota Celica Supra — og nú Honda Prelude. Allir þessir bílar eru nokkuð hliðstæðir, vandaðir og íburðar- miklir með kraftmiklum 2 lítra vélum og viðbragði í hundraðið uppá 10,7—12,4 sek. Nema Honda Prelude; hann er skarpastur og sá eini sem brýtur 10 sekúndurnar, með 9,7 sek. Og hámarkshraðinn er 180 km á klst. Því miður hefur ekki verið kost- ur á að reynsluaka Honda Pre- lude, en það sem hér er sagt er að mestu byggt á grein í ameríska tímaritinu Road & Track, þar sem þessi bíll fær geysilega góða dóma; sagður „simply terrific", eða ein- faldlega stórkostlegur. Blaðið nefnir það góða orð, sem farið hafi BILAR af Honda, en að sportgerðin Honda Prelude hafi til þessa hvorki verið fugl né fiskur. Hann var vel teiknaður að ytra útliti en þröngur að innan og skorti bæði vélarafl og aksturseiginleika til að standa undir nafni sem sport coupé. Nú hefur orðið á þessu gerbreyt- ing, segir Road & Track, svo Prelude er nú kannski það bezta sem völ er á af þessu tagi, og bezti bíll sem Honda framleiðir. Hann hefur verið stækkaður frá því sem var: lengdin er 4,29 m. Hondu- einkennum hefur verið haldið og má segja, að mest hafi verið feng- ið að láni frá Honda Accord, en útlitið hefur heppnazt svo vel, að hér er að margra dómi bezt teikn- aði bíllinn, sem Japanir framleiða. Vélin er fjögurra strokka, þver- stæð að framan og drif á fram- hjólum. R&T telur að ný 2 lítra vél, sem notuð er í Prelude, sé með því bezta sem völ er á og helzt sambærileg við jafn stórar vélar í BMW 320 og Saab 900, sem þykja skila beztum árangri í samanburði við eyðslu. Friðrik Guðni Þórleifsson Það Það kallar til þín, landið, klungrum og hraunum að koma að sínum innum, það langar til að sýna þér lífgrösin í tónum og leggja þér í hendur að bera þau mönnum kallar Það horfir á þig, landið, hömrunum svörtu af heiðbjörtum tindum, þær sjónir til sín draga þín dulskyggnu augu að dvergrún þau nemi úr bergstáli hertu Þinn hug nemur landið holtum ogsteinum íhvert sinn er þú mælir og græðir við hjarta sér á grundunum og blánum og geymir í kjarri látprúðu sýnum Þú hlýðir þessu kalli, þú opnar þín augu, þú yrðir snjöllum rómi að laukar og rúnir um réttláta vegu ráðist og græðist í brigðulum heimi 4 Kvæðið var ort og flutt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í tilefni komu forsetans í Rangár- þing 20. mars 1983. Þorvaldur Friðriksson I árdaga í árdaga er ylur sólar hrakti ísinn á flótta kom skógurinn kvikur af fuglasöng og traðki villisvína fiskur í vötnum en selir á skerjum. o Kveldkul af hafi reykur af eldi hendur veiðimanns rauðar af blóði lauga hvessta odda spjóts og örva í svölum sjónum. Skammt er að bíða tungls á himni ákall að færa selamóður og vættum veiðigaldur. Nóttin er kyrr hljóðnaður skógur vær er svefninn þreyttum fótum en mettir eru magar og smábarn sýgur brjóst móður. Höfundurinn stundar framhaldsnám í fornleifafræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Athugasemd í rabbi sínu 7. maí sl. segir Bolli Gústafsson að landlægt dekur við sérfræðin sé á góðri leið með að útrýma íslenskum gagnfræðingum. Til marks um það sé, að í umræðum sér- fróðra manna um snjóflóðin á Patreksfirði í vetur hafi hann aldrei heyrt minnst á að til væri gagnmerkt rit um skriðu- föll og snjóflóð á íslandi, enda höfundur þess hvorki háskóla- menntaður veðurfræðingur né jarðfræðingur, heldur búnað- arráðunautur, Ólafur Jónsson að nafni. Það er mikill misskilningur hjá Bolla Gústafssyni, að lít- ilsvirðingar gæti hjá svonefnd- um sérfræðingum gagnvart Ólafi Jónssyni og verkum hans. í umræðunum í vetur kom nafn hans kannski ekki oft upp, en í viðtali við einn „sérfræðinginn" í Mbl. 25. janúar, segir hann þó: „Þetta gil sem nú hljóp úr á Patreks- firði er ekki þekkt sem snjóflóðafarvegur. Þess er hvergi getið í skrám yfir snjóflóð". Þarna er vísað til skráa, sem auðvitað eru annál- ar Ólafs Jónssonar. í útvarps- þættinum Spútnik var viðtal við sama „sérfræðing" þ. 15. mars. Þar gat hann ólafs Jónssonar og hins mikla rit- verks hans, sem hann lýsti sem grundvelli allra rann- sókna á snjóflóðum á íslandi. Ennfremur má benda á, að í greinum um snjóflóð á íslandi, í íslenskum og erlendum tíma- ritum, er verka Ólafs Jóns- sonar alltaf getið á viðeigandi hátt (sjá t.d. Jökul 25. árg. 1975, Jökul 31. árg. 1981, Veðr- ið 2. h. 21. árg. 1978 og J. of Glaciol. Vol. 26, No. 94, 1980). Það er því við aðra en „sér- fræðingana" að sakast, ef Olafi Jónssyni og verkum hans er ekki sýnd tilhlýðileg virðing. Hafliði Helgi Jónsson, veðurfræðingur. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.