Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 7
Úr Children of a lesser God. heiti leikritsins sem “Kvennaguf- an“) eftir Nell Dunn, sem hefur getið sér góðs orðs sem rithöfund- ur, en skrifar nú í fyrsta skipti fyrir leiksviðið. „Kvennagufan“ segir frá nokkr- um konum, sem hittast reglulega í tyrknesku gufubaði í hverfinu, sem þær búa í. En vá mikil stend- ur fyrir dyrum, þegar yfirvöld ákveða, að gufubaðið skuli lagt niður. Konurnar skipuleggja bar- áttu, hertaka gufubaðið og hafa í heitingum við allt, sem yfirvald kallast og tekst, að því er kemur fram, að fá nokkurn stuðning al- mennings við áætlanir sínar. En allt kemur fyrir ekki, enginn má við yfirvöldum, og í leikslok er ljóst að tyrkneska gufubaðið heyrir senn liðinni tíð til. Þótt „Kvennagufan" hafi ekki reynst vera sá gamanleikur sem auglýstur var fjálglega á spjöld- um Comedy Theatre, er það engu að síður þokkalegaata leiksýning og kemur ýmislegt til. Leikur kvennanna í verkinu er með mestu ágætum og leikmynd Jenny Tiarmani er býsna skemmtileg; sviðið er raunverulegt tyrkneskt bað með sundlaug fullri af vatni, og þegar þess gerist þörf, bregða leikararnir sér í laugina. Slíkt verður auðvitað til þess að gera allt trúlegra, og hvernig sem á allt er litið er verkið áhorfsvert. Yfirþyrmandi söng- leikur um ketti Vél á minnst áhorfsvert — „Þú verður að sjá Cats, fyrst þú ert í Framhald á bls. 14. New London-leikhúsið og biðröðin vegna Kattanna. Gunnar Dal Móðir Teresa Ævisögu ég enga á mér í heimi hér. Ég er þjónn hinna þjáðu og snauðu og þeirra ok ég ber. Sá, sem er aumastur allra, á mig sem tryggan vin. Að vilja Krists mun ég vinna, og vera hans endurskin. Öllum sem eru snauðir, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. Ennþá er mörgum úthýst sem inni hvergi fá. Heimurinn aldrei hefur húsaskjól fyrir þá. Og barnið á götunni gleymist en guðsbarn samt það er. Barnið í Betlehem sé ég, barn mitt, í augum þér. Öllum sem hér er úthýst, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. í deyjandi húsi hafa hundruðir vesælla gist. í dimmu þess drottinn sé ég í dauðvona rekaldi Krist. í augum hins yfirgefna égauglit þitt, drottinn minn, finn. Sé ég í holdsveikum höndum hönd þína, frelsari minn. Öllum sem eru sjúkir ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. í eymdarhverfunum örlög hins útskúfaða manns, ogkvölin sem hjarta hans kremur er krossfesting lausnarans. Verst af öllum þeir eiga sem enginn vill heyra né sjá. En fyrir þá lét hann líf sitt og læknaði og blessaði þá. Öllum sem útskúfun nístir, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. Hvert úrhrak sem einsemdin þjáir, útskúfað, spottað og hráð, á heima í mínu húsi, og hlýtur þar drottins náð. Þeir týndu og glötuðu gleymast, ganga menn fram hjá þeim. En fyrir þá lét hann líf sitt, og leiðir þá alla heim. Öllum sem einsemd þola, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. Ég horfi á hörmungar þínar, á hungur sem hjartað sker, á grát þinn, glataði sonur, og guð minn ég sé, í þér. Öllum sem guðsneistann eiga ást mín og virðing ber. Vil ég af frjálsum vilja vera fátæk með þér. Öllum sem eru týndir, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. I heiminum eru hrjáðir heimilislausir menn, fátækir, sjúkir og sárir og svelta til bana enn. En sá sem er aumastur allra á mig sem tryggan vin. Að vilja Krists vil ég vinna og vera hans endurskin. Öllum sem eru í nauðum, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.