Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 12
Krístín Sveinsdóttir rædir viö Fred Norton, sem var í hernámsliðinu 1940 og eignadist kærustu á Norðfirði, sem beið á meðan hann barðist í lokaátökum styrjaldarinnar í Evrópu. Síðari hluti. Úr skotgröfiinum ég Höllu sem beið á Norðfirði Styrjöldin í Evrópu var í al- gleymingi og allur þessi undir- búningur hafði ákveðinn til- gang. Hinn 6. júní árið 1944 sigldu mörg hundruð hermenn frá Brighton á Englandi yfir Erm- arsundið til Frakklands. Fyrstu sveitirnar gengu á land snemma um morguninn, en ég var í hópi þeirra sem tóku land um hádeg- ið. Mér er veðrið þennan dag einstaklega minnisstætt, glamp- andi sól og breiskjuhiti. Svo ótrúlegt sem það kann að virð- ast, kynntist ég nú fyrst stríði eftir fjögurra ára vist í hernum. Ég held, að ég hafi lært meira á fimm mínútum á veru minni í Frakklandi en ég hafði lært á tveimur árum á Islandi. Þú spyrð mig, hvernig stríðið hafi gert mig? Þessu er erfitt að svara. Það er ógjörlegt að lýsa tilfinningum manns, sem býr í skotgröfum í marga mánuði, fyrir þeirri manneskju sem þekkir stríð einungis úr bókum eða af bíómyndum. Við lærðum strax að grafa okkur niður eins og kanínur og lifðum nánast eins og kanínur í marga mánuði. Tilfinningar manns dofna þegar félagarnir falla eins og hráviði allt í kring. Allt verður fjarstæðukennt og ómennskt. í stríði veist þú ekki að morgni hvort þú munir líta sólarlagið að kveldi og þú hagar lífi þínu samkvæmt því. Þér finnst ég kannski hjartalaus þegar ég segi þér að það fékk meira á mig síðar á lífsleiðinni að koma í sláturhús á íslandi en að horfa upp á félaga mína láta lífið á vígvellinum. Ég held, að ef við ekki ómeðvitað brynjum okkur gegn slíkum atburðum í stríði, munum við einfaldlega missa vitið. Og þannig fór um suma. Ég minnist til dæmis nokkurra hermanna sem verið höfðu í Burma í 22 ár og voru í sömu herdeild og ég. Einn þeirra missti vitið eftir fáeina daga. Hugsaðu þér. Hann var búinn að vera í hernum í 22 ár, en hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Hann lést í geðsjúkrahúsi fyrir tveim- ur árum. Ég man líka eftir nokkrum kornungum mönnum sem voru nýkomnir í herinn. Eitt sinn varð smáhlé á bardögum og fjórir þeirra skriðu upp úr skotgröfinni til að huga að særðum mönnum og föllnum. Þeir féllu allir sem einn í kúlna- regni Þjóðverjanna. Andlit eins þeirra var alveg óskaddað, en hann hafði misst efsta hluta höfuðkúpunnar og skelin var tóm. Það var eins og etið hefði verið innan úr eggjaskurn með teskeið. Eitt sinn vorum við á gangi saman tveir vinir. Skyndilega datt hann niður dauður. Ég beygði mig niður, en gat í fljótu bragði ekki komið auga á, hvað orðið hefði honum að fjörtjóni. Kúla úr riffli leyniskyttu hafði hæft hann og hann féll með bros á vör, rétt eins og hann hafði verið andartakinu áður er við töluðum saman. Á slíku augna- bliki má maður engan tíma missa. Þá er enginn tími fyrir tilfinningar, ekki einu sinni ösk- ur. Maður verður að forða sínu eigin skinni." — Ég á samt sem áður bágt með að skilja þegar þú segir mér að þú hafir ekki fundiö til þegar félagar þínir féllu. „Þá komum við aftur að því sem ég sagði áðan. Allar tilfinn- ingar dofna, menn lifa fyrir líð- andi stund og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þú myndir ekki trúa mér ef ég segði þér að ég hefði stundað gripdeildir eins og hver annar ótíndur ræningi. Þegar Þjóðverjar voru á undan- haldi, vorum við sendir út af örkinni til að þefa uppi vistir og vopn sem þeir kynnu að hafa skilið eftir. Við leituðum að skartgripum og öðrum verð- mætum í yfirgefnum húsum. Létum greipar sópa um eigur annarra samviskulaust. Ég minnist eins vinar míns, Nobby Var hann kallaður. Hann var aðeins átján ára. Við höfð- um verið sendir út af örkinni nokkrir saman til að leita að matvælum. Nobby fór fremstur. Við vissum, að alls staðar gátu leynst jarðsprengjur. Þær eru viðbjóðsleg tól, gerðar af gleri þannig að engin leið er að finna þær með málmleitartækjum. Þeim er komið fyrir undir gras- sverði eða moldarlagi. Sá sem verður fyrir því að stíga ofan á slíkt morðtól missir fæturna. Nobby fór sem sagt fremstur. Hann var ungur og æddi áfram meira af kappi en forsjá. Við fylgdum fast á hæla honum, en á næsta augnabliki lá hann fyrir fótum okkar. Fótleggir hans höfðu rifnað af og iðrin lágu úti. Nokkur andartök var hann með meðvitund og hrópaði á Guð og okkur 'vini sína sér til hjálpar. Hið eina sem hægt var að gera til að stytta tíma þjáninganna var að senda kúlu í gegnum höf- uðið á honum.“ — Gerðir þú það fyrir Nobby, vin þinn? „Nei, Guði sé lof, þá þurfti ég ekki að gera það. Flokksforing- inn okkar varð fyrri til og veitti honum lausn. En slíkar stundir í stríði eru ægilegar." — Slasaðist þú aldrei sjálf- ur meðan á styrjöldinni stóð? „Jú, ég slasaðist tvisvar sinn- um. Fyrst í Frakklandi og dvaldi þá í hersjúkrahúsi í Rouen í mánuð. Síðar slasaðist ég í Antwerpen. Ég sat á veitinga- húsinu á aðaljárnbrautarstöð borgarinnar og horfði út um gluggann. Næst þegar ég vissi af mér, lá ég í sjúkrahúsi. Ég hafði særst í andliti og kviðarholi af sprengjubrotum úr V-l. Veistu annars nokkuð hvað það er? Nei, það er varla von. V-1 er sprengjutegund sem lendir eins og flugvél, en hljóðlaust. V-2 er jafnvel ennþá hættulegri. Hún rífur útlimina af fólki. Það var algengt að almenningur yrði fyrir barðinu á þeim. I sjúkra- húsinu í Antwerpen voru ein- mitt margir, konur og börn, sem misst höfðu útlimina þannig. Það var óttalegt." Ég tók eftir torkennilegum, bláleitum örum á höndum hans. — Hlaust þú þessi ör í stríð- inu? Fred hlær við. „Nei, þetta eru svokölluð námaör, „pitscars". Þau eru síð- an ég vann í kolanámunum. Þar er maður alltaf að fá smáskein- ur eða rispur. í þessar skeinur sest síðan fíngerður kolasalli og þegar sárin gróa, líta þau svona út.“ Hann tosar upp buxnaskálm- arnar og sýnir mér. Hné hans og fótleggir eru þaktir hinum bláu örum sem aldrei hverfa. Þau eru einkenni kolanámumannsins. „Þetta er sármeinlaust. En þessi,“ hann sýnir mér önnur og dýpri ör á höndum sínum og í Fred Norton í síðustu íslandsfór sinni, sem jafnframt var sú 35. Að strfðinu loknu lét hann það verða sitt fyrsta verk að komast til íslands, þar sem kærastan beið — en það tók tímann sinn þá að komast frá Reykjavík til Noröfjarðar. andliti, „þetta eru ör hermanns- ins. Þau hlaut ég í stríðinu." Ég veit ekki hvort ég á að þora að spyrja hann þeirrar spurningar sem lengi hefur brunnið á vörum mér. — Fred, varðst þú mörgum mönnum að bana í stríöinu? „Þú spyrð eins og barnabörn mín: Afi drapst þú marga menn í stríðinu. Ég svara þér eins og ég svara þeim. Darling, I never stopped to look. Og það er heil- agur sannleikur. Maður er svo hræddur allan tímann og það er svo mikilvægt að halda líftór- unni að maður gefur sér aldrei tíma til að líta til baka. Barna- börnin spyrja líka: Afi, varst þú ekki hræddur í stríðinu? Ég segi við þau: Ég var með hjartað í buxunum allan tímann. í hvert sinn er ég skreið upp úr skot- röfunum var ég dauðhræddur. hvert sinn er ég var sendur út af örkinni til að njósna eða standa vörð, var ég svo hrædd- ur, að ef ég hefði kunnað að synda, hefði ég synt yfir Erm- arsundið heim til Englands og komið heim fyrstur allra. En trúðu mér. Þeir sem ekki sögð- ust vera hræddir, þeir voru að Ijúga. Þeir voru góðir lygarar, það var allt og sumt.“ — Varst þú góður hermað- ur? „Hraustur maður í stríði er annaðhvort heimskur eða geð- veikur. Ég held að ekkert sé til sem heitir að vera hugrakkur stríðsmaður. Stríð er hryllilegt, en vissulega hefur það sínar broslegu hliðar og kannski eru það þær sem halda í manni líf- inu þegar til lengdar lætur. Ég man til dæmis eftir því, að ég var sendur sem njósnari á undan herdeildinni minni. Það var i Normandí. Ég læddist yfir akur og fór afar varlega. Skyndilega stóð ég augliti til auglitis við leyniskyttu. Ég fleygði mér niður og fyrir mér varð dagblað. Ég lét dagblaðið skýla mér og mér létti svo mikið að mér fannst ég vera hólpinn. Oft hef ég hlegið að þessu atviki síðar í lífinu. En þannig gerir stríðið mann svo undarlega skjfnvilltan og ruglaðan. Ég gekk undir nafninu „Sokkalausi-Fred“ í hernum. Ég var nefnilega vanur að selja sokkana mína þegar okkur var úthlutað nýjum. Ég segi, að ég hafi gengið frá Normandí til Bremerhaven sokkalaus. Þetta er alveg satt. Það vandist eins og annað. Okkur var skylt að gera við sokkana okkar, þegar þeir slitnuðu. í farangri okkar var smáveski sem í var saumnál, tvinni, stoppunál og garn. Þetta veski er á hermannamáli nefnt „housewife", eða húsmóðir. Oft mátti sjá hermennina sitja flöt- um beinum niðri í skotgröfunum og staga í sokkaplögg en kúlurn- ar þutu yfir höfðum þeirra. Það þýddi ekkert að biðja um nýja sokka þegar þeir gömlu voru 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.