Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 4
ASPIRIN WMKHj'mFWEDR.ðAyf*, Hversdagslegt og vinsælt lyf frá því um síðustu aldamót gengur nú í endurnýjun lífdaganna og þykir jafnvel búa yfir merkilegri eiginleikum en lengi vel var íjóst. Langalgengasta læknislyfið í heiminum heitir acetylsalicylsýra, en er betur þekkt undir nafninu aspirín. Arleg notkun á mann er í mörgum iðnríkjum um 30 g, en í Bandaríkjunum þó nær tvöfalt meira. Aspirín kom fyrst á markaðinn um alda- mótin, en á undanförnum árum hefur það á ný komist til vegs og virðingar sem hugsanlegt varnarlyf gegn kransæða- stíflu og heilablóðfalli. Myndin sýnir asp- irínglas frá því um 1900, en þannig var duftið selt fyrst. Eftir Helmut L. Karcher spirin 4 J ,a 9*öt«öííi«<l aá íe* T*5'' 'á' Wtínhws, v Víða hefur höfuðverkjarmeðalið aspirín farið frá því er það var „uppgötv- að að nýju“ rétt fyrir aldamótin á Bayer-rannsóknarstofunni (efri mynd). Framleiðsluhættirnir hafa breytzt og neðri myndin er frá sama fyrirtæki í Leverkusen nú á dögum, en acetylsalicyl-sýran, sem í áratugi var mönnum alger ráðgáta, er söm og jöfn. Og hún er nú orðin miklu meira en „bara“ höfuðverkjarmeðal. Thomas Mann skrifaði í dag- bók sína 25. nóv. 1918, að hann hafi tekið aspirín við kvefi með góðum árangri. Henry Miller segir Anais Nin í bréfi frá svo heiftarlegum höfuðverk, að hann hafi orðið að - taka sex skammta af aspiríni. „Þegar ekkert annnað dugar, taktu þá aspirín!" ráðleggur Er- ich Kástner í bók sinni „Vöggu- ljóð fyrir sjálfan sig“. Jafn ólík- ir höfundar og Truman Caopote, Alexander Spoerl, Edgar Wall- ace, Walter Kempovski, John Steinbeck og Jaroslav Hasek láta söguhetjur sínar taka asp- irín — og það hafa þessir höf- undar vafalaust gert sjálfir líka. Það má telja víst, að allir les- endur viti, til hvers aspirín er notað, hvað það er eiginlega. Það er ekki aðeins, að svo oft sé á það minnzt, heldur einnig hversu sjálfsagt það þykir við vissar aðstæður, að það má heita hið táknræna lyf. Það hef- ur verið kallað „lyf 20. aldarinn- ar“, og spænski heimspekingur- inn Ortega y Gasset (1883—1955) kallaði þá tíma, sem hann lifði á, „aspirín-tíma- bilið". Aspirín var eitt af fyrstu lyfj- unum, sem framleidd voru í verksmiðjum til sölu í lyfjabúð- um, og það stuðlaði að því að gera Þýzkaland að „apóteki heimsins". Efnið acetylsalicyl- sýra er án efa það lyf úr ólíf- rænum efnum, sem langmest hefur verið notað í heiminum. Árleg framleiðsla þess nú er tal- in vera um 40.000 tonn. Það er að segja eitt gramm eða þrjár töflur á hvert mannsbarn í ver- öldinni. En í helztu iðnríkjum heims er þó notkunin á mann um 30 sinnum meiri en heims- meðaltalið. Hún nemur um 30 g eða 100 töflum á mann árlega. Tvöfalt það magn, eða um 60 g af acetylsalicyl-sýru, jafngildi nær 200 aspiríntaflna, gleypa Bandaríkjamenn í formi verk- deyfandi, giktar- og flensutaflna árlega sem og í sambandi við ýmis önnur efni. 6. marz 1899 var „Aspirin“ skráð í Berlín sem lögverndað vörumerki. Það var sett á mark- að sama ár og náði mikilli út- breiðslu í iðnríkjum sem áhrifa- ríkt meðal við höfuðverk. Þegar fyrir fyrri heimsstyrjöldina hafði Bayer-fyrirtækið, sem vörumerkið átti, stofnað fjöl- mörg útibú erlendis. En árið 1919 misstu þýzk fyrirtæki réttindi sín til vöru- merkja í löndum sigurvegar- anna í stríðinu samkvæmt Versala-samningunum. Síðan hefur „aspirín" verið réttinda- laust nafn þar, og í Bandaríkj- unum hefur það æ meir verið notað sem almennt heiti á acet- ylsalicyl-sýru. En enn sem fyrr er Aspirín lögverndað vöru- merki Bayers AG í um 70 lönd- um. Eiginlega byrjaði saga þessa efnis sem meðals í sveitahéraði fyrir norðan Oxford í Englandi. Séra Edward Stone fékk sér þar göngutúr einn fagran sumardag árið 1758. Safi úr víði í stað kíníns Séra Stone var ekki aðeins náttúruunnandi heldur og mjög áhugasamur um náttúrufræði. Allt í einu datt honum eitthvað í hug, reif börk af víðitré og stakk honum upp í sig. Hið beiska bragð af safa víðisbarkarins minnti hann undireins á kínín, sem þá þegar var þekkt meðal við hitasótt. Skyldi svipaðan lækningamátt vera að finna í víðisberki og kínaberki? Hið innflutta kínín frá Suður- Ameríku var bæði dýrt og oft ófáanlegt. Stone reyndi víðisbarkarsafa á um 50 hitasóttarsjúklingum í sókninni og komst að raun um, að hann virtist draga eins vel úr hita sjúklinganna og kínín. 1763 skýrði hann Brezku vísindaaka- demíunni frá þessari uppgötvun sinni. Hippókrates, faðir vestrænn- ar læknisfræði, er sagður hafa vitað um verkun safa víðisbark- arins og mælt með honum til að lina þjáningar við barnsburð. En nú voru liðin tvö þúsund ár, síðan sú vitneskja hafði fallið í gleymsku. Það liðu einnig meira en 70 ár, frá því er Stone flutti Brezku vísindaakademíunni skýrslu sína, þangað til efnafræðingi í Napólí tókst að sanna, að hið eiginlega lyf í safa víðisbarkar- ins væri salicyl-sýra. Hann hét Raffaele Piria. Læknislyf handa veik- um föður sínum Salicyl-sýra reyndist áhrifa- mikið lyf til að lækka hita og deyfa sársauka, en þó var langur vegur enn, þangað til það yrði tilbúið á almennan markað. Væri salicyl-sýra tekin inn óþynnt, erti hún slímhúðir í munni og maga svo, að illþolan- legt var. Ekki var fyrsta efna- fræðilega tilbrigðið, natriumsal- icylat, heldur hótinu betra. Enn liðu fjórir áratugir, áður en nokkur beindi athygli sinni að salicyl-sýru og efnum afleiddum af henni. Þegar þýzki efnafræðingurinn Felix Hoff- mann var að leita að lyfi fyrir föður sinn, sem var sárþjáður af gikt, rakst hann fyrst á natríumsalicylat. Það dró úr giktarverkjunum, en það lyktaði og bragðaðist svo illa, að sjúkl- ingum lá við uppköstum. Nánari könnun Hoffmanns leiddi til þess, að áhugi hans vaknaði á acetylsalicylsýru, en franskur starfsbróðir hans, C.F. Ger- hardt, hafði gert tilraunir með þá efnablöndu 1853. Hún hafði þá reynzt svo erfið í framleiðslu, að hann hafði gefizt upp á henni og dó svo skömmu síðar. Hoffmann komst brátt að raun um, að þessi efnablanda væri langtum betri en natríum- salicylat eða hrein salicyl-sýra, án þess að hún stæði þeim neitt að baki, hvað snerti eiginleika til að deyfa sársauka og minnka hita. í samvinnu við lyfjafræð- inginn H. Dreser fann hann síð- an upp einfaldari og ódýrari að- ferð til framleiðslu á þessu efna- sambandi. Dreser samdi svo skýrslu til stjórnar Bayer-fyr- irtækisins og lagði til, að acetyl- salicyl-sýra yrði framleidd og send á markaðinn sem lækr.is- lyf- Um sama leyti bjuggu þeir fé- lagar til væntanlegt vöruheiti, Aspirin. Þar er „A“ fyrir acetyl, „spir“ fyrir spiraea ulmaria (latneska grasafræðiheitið), en „in“ var þá algeng ending á lyfjaheitum. Dreser hélt, að acetylsalicyl- sýra væri eins konar bráða- birgða- eða geymsluforms alic- yl-sýrunnar, þannig að með ac- etyl væri efnasambandið óvirkt og það væri fyrst, þegar salicyl- sýran væri „afacetyleruð", sem hún hefði þau áhrif að draga úr sársauka og stilla kvalir. Þetta kom einnig vel heim við 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.