Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 1 T- *3Kmm ÞuWC,- SÚlNfi Voru HÁÐIR HVCL- 10 TIL TÓK lÚHUq .KCTT- LIHÍS’ áeeiw- ii FAÍIN1 HÚlAe SKsór UR 9 1 X N 'ÆXSi - N A ? N JVJ F 'V' Má L K A HWirr- 5 1 [LT l U R ±> A S T B£irn M fc £> 1 I Ý R W u r 1 8 uriHM ÍRAS 'o R A u £> Burr u rórrur DÝK f 'A WlST 1 s> u N fi tui<- UR L Á STÁwe oA Victór S £ L u R Ú'UM -1 ’l N A Tniri* 11 |~»(S (X Á R 1 Wá (rf. 'Á ÍATA L n 0 N UU0I8 SfAPA í K R 'I i L / N N LIFum L C, s A R HÚ5 ’ K A Kl R A RöTwr $£ LTI F A IK T A R ot> K ~R o R'nn'- rotL, A R [ ‘i' ■ N, '0 T KkPAlí sruun r , o 4 Hluti Tugr S U T ~L W UU'T K ,s HX.AK- L 1 hS U Ji iÓFAÍ tífiýi /K /e (? A ÓRlP- oeiLD |Lk-r'| ■ INM | 'í> 'fí- 1 ‘W N' s ‘ H\út; ÚNUM \t\T R ú M u N U M ZCiHS R R ■Mloí, |Sl*M A F L £ 1 'T' f/fJDl T VTFT ruu cl M A R 1 N ■f'ltl* ítM 'A l»K«r AFI e L 6, HMti. ERFini £ L 'l N DUUNM F A L 1 N A/ IfMfin 'A R $JÓ« L Á • L A yi 1 N N flue- £ F J± 1 |5TARF 1 E> r A N Aúa S 1 f> A ÞÓP- UR o ú L |l o Ð d L’iri l- VÆAI ávext- 1R. uNoie- £|NS RdmV. TALA MAHMS-I NAFNS | SKyld-B MEníNI u Trvllt œsNxó- ■ Komu Trvía- UR kæk- UR [ Hús- J áodlj IU braiSK Hlífa h-l^r (H 1 L\v —> 5> 1« 1 H miu SLO SflMI- T£NCkifiCK Tála uti NAMMS- /Vé\FW ' L/eri SNTÓ- IfoMA (ftLU NIIÖ£ BLOM Sl 6.W- A5T ÍÁNúl Eiicn- MARK SKÁK F ÍFL- IÐ ei nd U£>UhA KYKRA ÞfáAR ítfaum- kast VÓ'kkía PflUT (w emma 0 1 L. KIMD- UMUM fhW- KvEM- 1>v'RI9 MEMA 5erri KÆNU LfluP KKot LZ'iF- 1 5 T Hand- SANIA ^ rrj 7* ^ i VARPAMDI HtUTl A F TRTÁ- CkQ. bt>R- INUM MISK- UMn TURT Hevið L'l K - A HLUT- U J 5kÍt- UR IgRÚK- I AR Ltúka « • Brauki Bor f>- AHI>< Leð ja AWGl^- l lAURÚA 1 Kemst bLoh KLIPÚK fRVLLT Sfln- r e aj4- •—> Komast £lN- KENWIS ÍTAFIR Lróp 'IL’RT stifl END- IN4 : ’■■■?££& Miklar SKELfa / lúeiSLA- ■nxúP- ■ uRlMN FAR SKRÁR grömm. Þótt það sé ekki æski- legt, að unglingar noti tölvu- kunnáttu sína til hins síðast- nefnda, þá er sú kunnátta að geta lætt inn í prógrömm nauð- synleg við notkun tölvunnar. Carnegie-Mellon-háskólinn hefur ákveðið að taka þann hátt upp að krefjast þess af öllum sínum stúdentum, að þeir eigi hver sína eigin tölvu. Verða þeir gáfuðu gáfaðri? „Menn eru fúsir til að eyða miklum fjárhæðum til mennt- unar barna sinna. Þeir kaupa umsvifalaust tölvu fyrir hann Jón sinn, svo að hann hafi sömu möguleika og Jón nágrannans, en ég hef aldrei heyrt neinn tala um að kaupa tölvu fyrir Jónínu sína,“ segir Fishman. (Gott er ef satt er. Ef við getum verndað konuna fyrir tölvunni nær hún aldrei tökum á manninum. Þessi athugasemd er glögglega frá árabátatímanum og ber öll merki íslenzkrar náttúrugreind- ar.) Breytir tölvan eðlislægum hugsunarhætti mannsins? Ef hún gerir það, verður það þá til hins betra eða verra? Það hefur mikið verið rætt um hvort hægt sé að búa til tölvu sem hugsi á borð við þá sem HAL gerir ráð fyrir í 2001, þar sem tölvan myrðir geimfarann, sem ógnar stjórn tölvunnar í geimferðum. Svarið við þessari spurningu er einfalt og ákveðið. Tölva getur ekki hugsað (ekki ennþá), en hún getur losað manninn við ýmsa erfiða heilastarfsemi, svo sem að leggja margt á minnið eða kryfja eitt og annað til mergjar með eigin heila. Hvaða áhrif hefur þetta á heilastarf- semi mannsins, þegar hann létt- ir af heilanum erfiðu starfi (sem talið er hafa þjálfað hann í hugsun og aukið getu hans og kannski væri tölvan ekki fundin upp enn, ef heilinn hefði ekki þjálfast í því erfiði sem hann nú er að losa sig við). Hvað skeður við þetta inni í höfðinu á okkur? Þegar tölvan hefur losað okkur við ýmis venjubundin verk og erfið (rútínustarf) leitar þá hugurinn í önnur og æðri verkefni eða fellur hugsun okkar á lægra plan og verður hugsun- arlítil? Eykst eða minnkar gáfnafar meðalmannsins (Intelligence Quotient). Verða gáfaðri menn gáfaðri en heimskari menn heimskari, og meðallagið líkt og áður? Tölvan getur gert margan lærdóminn óþarfan, eins og til dæmis að læra margföldunar- töfluna. Sé heil orðabók geymd í minni tölvunnar og tölvan leið- rétti stafavillur, hvaða ástæða er þá orðin til að læra réttritun? Leggst hinn almenni maður í Ieti og video-leiki eða fer hann að glíma við nýjar hugmyndir og mikilvægari verkefni en hann hefur hingað til fengist við í daglegu starfi sínu? Við vitum of lítið um heila- starfsemina til að geta gert okkur grein fyrir, hvaða áhrif tölvan kann að hafa á heila- starfsemi og hugsanalíf hins al- menna manns. Það hefur mátt merkja breytingar á heilaberki og taugafrumum dýra, sem þjálfuð hafa verið til að læra eitt og annað eða líkja eftir hinu og öðru, en sú þekking nægir okkur ekki til að svara spurn- ingunni: Hvaða áhrif hefur tölv- an á heilastarfsemi mannsins? Hjálpar börnum aö hugsa og neyðir fullorðna til þess Seymour Papert, prófessor í stærðfræði og höfundur bókar- innar um börn og tölvur, Mindstorms: Children, Comput- ers and Powerful Ideas, fann einnig upp tölvumál, sem nefnt er Logo, en á því máli geta sex ára börn lært að prógramma tölvur fyrir reikning. En áður en þau verða fær um það, þá verða þau að skilgreina prógrammið rökrétt stig af stigi. „Forsenda þess,“ segir prófessorinn, „að tölvan geri eitthvað fyrir mann, er að hún sé mötuð af hinni fyllstu nákvæmni og hárrétt." (Hér vaknar enn spurningin um hvort hér sé ekki verið að þjálfa hina vélrænu hugsun mannsins á kostnað annarrar hugsunar?) Charles P. Lecht, sem er for- seti ráðgjafarfyrirtækis, segir: „Tölvan er hugarstarfinu það, sem nýrun eru líkamanum. Tölvan hjálpar börnum til að hugsa og neyðir fullorðna til þess. Það er reginmunur á gáf- um mannsins og hæfileika hans til að vinna ýmis verk. Tölvan keinur okkur í skilning um þennan mun.“ (Þetta er spak- lega mælt en kemur ekki málinu við, því að spurning er eftir sem áður hvort leita gáfur okkar leiti burt frá tölvunni og á hærra svið eða hverfi inn í hana?) „Þú hlífist í lengstu lög við að leggja það á þig að hugsa rök- rétt,“ segir Lecht, „og kosturinn við tölvuna er, að hún getur ekki hugsað rökrétt, þú verður nauð- ugur viljugur að gera það fyrir hana. Öll heilastarfsemi tölv- unnar er á ringulreið, þar til þú hefur komið skikkan á hana með rökréttri hugsun þinni, annars skilar hún þér engu af viti.“ Sherry Turkle, félagsfræðing- ur, telur að hin almenna tölvu- notkun leiði til þess, að við för- um að gefa meiri gaum því mannlega, svo sem hugmyndum og tilfinningum. (Þetta er ef- laust góð kona, sem ekki skilur tölvu, óg vonandi hefur hún rétt fyrir sér.) Joseph Weisenbaum, sem er prófessor í tölvufræðum, hefur uppi ýmsar efasemdir um para- dísarspádóma tölvutrúarmanna og ýmist hrekur rök þeirra eða svarar þeim með hinni mestu fyrirlitningu. Prófessorinn segir það ekkert gildi hafa til lausnar á raunverulegum vandamálum mannsins að kenna börnum á tölvur og hann lýsir hinni upp- vaxandi og væntanlegu tölvu- kynslóð sem kláru ungu fólki en óásjálegu og illa til "reika og þungt höldnu mikilmennsku- brjálæði. Það haldi sig almátt- ugt. Meginröksemd Weisenbaum gegn tölvutrúarmönnum er, að þeir kunni sér ekki hóf, þekki engin takmörk. (Þessu er íslenzk náttúrugreind sammála.) „Sú kenning," segir Weisenbaum, „að hægt sé að koma til skila allri mannlegri þekkingu með straumi af tveimur táknum, 0 og 1., er erfitt að kyngja fyrir heimspekinga. Maðurinn lendir í þröngum göngum, þaðan sem ekki sést til lofts og heldur þá að allt í veröldinni sé tölvuefni og það verður utan þessara jarð- ganga, sem maður ferðast eftir, heill heimur mannlegra vanda- mála, sem verða algerlega snið- gengin af því að þau eru ekki tölvutæk." (Loksins hitti íslenzk náttúrugreind mann, sem henni fellur prýðilega við.) Svona er nú það, að mönnum kemur ekki saman í byrjun þessarar byltingar til hvers hún leiði eða hvar hún endi. Það er venjan, þegar bylting er hafin, að mönnum kemur ekki saman um afleiðingarnar. Líklega er bezt að halla sér í bili að mjög þægilegum ályktunum tveggja góðra manna. Nils nokkur Nilson, tölvu- fræðingur, segir að tölvan geti leyst úr læðingi bæði góð og ill öfl, eins og sjónvarpið, og Marv- in Minski, einnig sérfróður um tölvur, segir að nú hafi almenn- ingur fengið í hendur tæki, sem vísindamenn og sérfræðingar hafi áður haft einir og hann bætir við: „Guð má vita hvað nú gerist." l'tgríandi: II.f. Vr\akur. Reykjavík Framkt .stj.: Ilaraldur Stcinsson Rilstjórar: IVIatthlas Johanm-ssen St> rmir (íunnarsson Rilslj.fltr.: (ilsli Sigurðsson Auglysingar: Arni (iarðar Kristinsson Kilsljórn: Aðalstræli 8. Simi 10100 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.