Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 14
Árni Ibsen — í tilefni umfjöllunar í Lesbók um erlendar bækur — Skáldiö Seamus Heaney Ég má til að gera athugasemd við stutta bókarumsögn sem birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins 21. maí síðastliðinn, úr því enginn annar hefur orðið til þess. Þar skrifar einhver, sem ekki vill láta nafns síns getið, um nýútkomið ljóðasafn, breskt, The Penguin Book of Contemporary British Poetry. Umsögnin er öll hin kynd- ugasta og greinilega samin af hrifþreyttum anda. Látum það vera, en hitt er öllu verra að í um- sögninni eru veittar rangar upp- lýsingar sem verður að leiðrétta; auk þess eru niðrandi ummæli höfð um írska skáldið Seamus Heaney og látið að því liggja að hann sé einhver ónytjungur sem ritstjórarnir séu að ýta fram. Við þau ummæli vil ég líka gera at- hugasemd. I niðurlagi umsagnarinnar seg- ir: „The Penguin Book of Con- temporary Poetry er fyrsta sýnis- bók forlagsins á breskri ljóðagerð síðan A. Alvarez sá um útgáfu á The New Poetry árið 1962“ Þetta er alrangt. Sýnisbækur Penguin- forlagsins á breskri ljóðagerð sem komið hafa út síðan 1962, skipta tugum! Ég geri hins vegar ráð fyrir, að höfundur umsagnarinnar eigi við breska samtímaljóðagerð í þessu niðurlagi sínu, því hann er að fjalla um þess konar sýnisbók. Læt ég því nægja að benda honum og öðrum á nokkrar sýnisbækur Penguin-forlagsins á breskri sam- tímaljóðlist, sem komið hafa út frá árinu 1962. Fyrst ber auðvitað að nefna Penguin Modern Poets-bókaflokk- inn, 27 binda safn sem byrjaði að koma út 1962 og kom síðan út með nokkuð jöfnu millibili til ársins 1979. Eru þar í ljóð eftir 81 skáld (nokkrir Ameríkanar fljóta með) og eiga öll skáldín töluvert stórt sýnishorn af verkum sínum þarna. Trúlega heldur þessi flokkur áfram að koma út, því enn er þar eftir að gera skil ýmsum merki- legum skáldum og ég veit ekki til þess að forlagið hafi tilkynnt að bindin yrðu ekki fleiri. — Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt safn og hefur m.a. orðið til þess að vekja athygli á ýmsum ágætum skáldum sem einungis fáir ljóðkerar þekktu til fyrir. Þá er rétt að geta þess hér, að 10. bindi þessa flokks var mikið lesið hér á landi fyrir um 10 til 12 árum, og hafði þá nokkur áhrif á ung íslensk skáld. í þessu bindi eru ljóð eftir Adrian Henri, Roger McGough og Brian Patten. bækur hans seljast vel. Til dæmis hefur North, besta ljóðabókin hans, selst í meira en 30.000 ein- tökum, sem er óvenjugóð sala á ljóðabók; og engin hinna bókanna hefur selst í minna en 15.000 ein- tökum. Þessar tölur ættu að segja eitthvað þeim mörgu sem meta alla list á kvarða peninga og vin- sælda og Heaney er því þetta sjaldgæfa fyrirbæri — skáld sem á greiðan aðgang að bæði hinum almenna lesanda og mennta- mönnum. Gagnrýnendur eru því ekki þeir einu sem hafa gott eitt um verk hans að segja. Heaney hefur nú þegar hlotið flest þau bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hann er eftirsóttur fyrirlesari, blaðamenn þreytast seint á að taka við hann viðtöl, ljóð hans eru námsefni á öllum skólastigum á Bretlandseyjum — og hin síðari ár í Bandaríkjunum einnig. Þá er hann ekki síður góður upplesari. Ég var eitt sinn svo lánsamur að heyra hann lesa upp ljóðin sín. Það var á árinu 1975 í stóru leik- húsi í Englandi. í 700 manna áhorfendasal var hvert sæti skip- að og höfðu flestir sjálfsagt komið til að heyra þá frægari menn eins og Ted Húghes og D.M. Thomas, en Seamus Heaney var einnig á dagskránni og stal senunni. Hann hefur þessa mögnuðu rödd og not- ar hana eins og margreyndur leik- ari. Það var undarlegt að skynja það vald sem hann náði á salnum, þó hann stæði hokinn, innskeifur og hreyfingarlaus og liti varla upp úr blöðunum sínum. Það var í mesta lagi að hann brosti afsak- andi og feimnislega við lófatakinu sem braust út eftir hvert ljóð sem hann las. Og viðbrögðin í lokin voru eins og eftir vel heppnaða veit nema í þessari sýnisbók sé að finna eitt besta ljóð Heaneys „Whatever You Say, Say Noth- ing“, og hafi greinarhöfundur að- eins lesið þrjú fyrstu erindin í því langa ljóði, þá skil ég svo sem vel að hann hafi móðgast fyrir hönd blaðamannastéttarinnar, sem þar fær ærlega á baukinn, og séð ástæðu til að gera lítið úr skáld- inu. Slíkt er ekki nema mannlegt. Eða kannski er í sýnisbókinni prentað ljóðið „North", þar sem talað er um „the unmagical invit- ations of Iceland" og „the hatreds and behindbacks of the althing". Látum það vera. Það er ekki nema íslenskt að fyrtast við svona yfir- lýsingum. En þó ég skilji ekki and- úð greinarhöfundar á Seamus Heaney, þá er ekki rétt af mér að vera dónalegur í hans garð og gera honum upp lestraraðferð. Við skulum því ætla að hann hafi lesið ljóðin til enda og þá væntanlega komist að því að Heaney er afar hefðbundið ljóðskáld á ytra borð- inu og stundum allt að því gam- aldags í líkinganotkun. Þetta sér hver maður við fyrsta lestur. En það er ekki þar með sagt að Hea- ney flytji okkur einföld og marg- sögð sannindi. Lesandi þarf að kafa dýpra og liggja yfir ljóðum hans, því þar er vísað til m.a. írskrar sögu, fornsagna (þar á meðal íslenskra), ýmissa atvika úr samtíðarsögu, svo eitthvað sé nefnt, en grunnurinn er persónu- saga skáldsins og reynsla. Úr þessu öllu mótar Heaney skýra skáldsýn af írlandi og veröldinni, írum og mannkyninu. leiksýningu; áhorfendur vildu ekki sleppa honum af sviðinu fyrr en hann var búinn að lesa nokkur aukaljóð. Þetta vald sem Heaney hefur á áheyrendum sínum bygg- ist þó ekki einvörðungu á voldugri raust hans. Það byggist líka á meistaratökum á ljóðforminu og ekki er minna um vert að þessi norður-írska rödd boðar umburð- arlyndi og mannúðarstefnu. I fyrstu bókum Heaneys (Death of a Naturalist og Door Into the Dark), eru náttúrustemmningar mest áberandi, stef og ljóð um dýr og sveitalíf, allt litað endurminn- ingum sem ósjaldan eru sárar. Þarna yrkir hann í anda Ted Hughes og hinnar ensku náttúru- ljóðhefðar frá William Words- worth. Eigið líf skáldsins, persónuleg reynsla og staða sem andans jöfurs hefur orðið æ meira áberandi í síðari ljóðum, allt frá því North kom út árið 1975. Megin yrkisefnið nú er samband skálds við þá tíð sem heimtar blóðhefndir og stefnir hraðbyri til þess Helvít- is sem eitt sinn var raunverulegt írskum kaþólikka sem tekinn er að efast. Heaney er þess meðvitandi að skáldið bjargar engu og getur í mesta lagi leikið hlutverk vitnis- ins sem skráir vanmátt sinn og sorg og vinnur við það ekkert, nema frið í eigin sál. Um þennan vanmátt fjalla mörg bestu ljóð Heaneys og þó svo hann bryddi ekki upp á neinum nýjungum í efni og aðferð, er hann það ensku- mælandi skáld sem hvað best hef- ur tekist að skilgreina okkar brjáluöu og blóðþyrstu tíð. Þá gaf forlagið út merkilegt og mikið safn af breskri undirgrund- arljóðlist samtímans, árið 1969, en um þær mundir var mikið að ger- ast á þeim vígstöðvum og gróska í eigin útgáfu og fjölrituðum heft- um. Safn þetta heitir Children of Albion: Poetry of the „Under- ground“ in Britain, ritstjóri var Michael Horovitz. Árið 1970 gaf Penguin-forlagið út eina best heppnuðu sýnisbók samtímaljóðlistar sem ég hef séð. Þetta er British Poetry since 1945. Ritstjóranum, Edward Lucie- Smith, hefur þar tekist að safna saman mörgum ólíkum skáldum og gefa markvissa mynd af helstu nýjungum í breskri ljóðagerð eft- Seamus Heaney, portret eftir Edward McGuire, nú í eigu Ulster Museum í Belfast. irstríðsáranna. Hann skilgreinir þarna helstu tilhneigingar svo nokkurt gagn er að, þó honum tak- iast ekki alveg að skipta skáldalið- inu í flokka eftir stefnum, enda Ijóðskáld til alls vís. Og þetta safn er þeim einstaka kosti búið að les- andi verður ekkert var við nein sérviskusjónarmið ritstjórans, sem alltof oft er raunin þegar svona sýnisbækur eru anriars veg- ar og hefur sligað mörg safnritin og gert þau ónothæf. Loks má hér minna á Poetry of the Committed Individual sem Jon Silkin ritstýrði og kom út 1973. Þetta er að vísu ekki nein sýnisbók um samtímaljóðlist, heldur úrval þess helsta sem birst hafði í bókmenntatímaritinu „Stand", og fylgja ljóðaþýðingar með. — Þá er rétt að nefna ágætt safn sem heit- ir English and American Surrealist Poetry, og kom út 1978 í ritstjórn Edward B. Germain. Eins og nafn- ið bendir til, eru þarna ljóð ensku- mælandi súrrealista og nær safnið allt frá fyrstu árum súrrealismans til dagsins í dag. Má nú ljóst vera að enginn skortur hefur verið á sýnisbókum um breska samtímaljóðlist frá Penguin-forlaginu. Eins og ég vék að hér að fram- an, þá líkaði mér ekki við þau niðrandi ummæli sem höfð eru um írska skáldiö Seamus Heaney í bókarumsögninni. Heaney er eitt merkilegasta ljóðskáldið á Bret- landseyjum í dag og ganga margir það langt að kalla hann merki- legasta írska skáldið frá því W.B. Yates var og hét. (En rétt er þar með að hafa í huga, að Englend- ingar gleyma gjarnan Patrick Kavanagh.) Og engan skyldi undra þó norður-írska eilífðar- vandamálið sé áleitið yrkisefni hjá Heaney, því maðurinn er fæddur á Norður-írlandi, af fá- tækri kaþólskri bændafjölskyldu og bjó í Belfast í ein 15 ár! Nú hef ég ekki séð þessa nýju sýnisbók ennþá og veit því ekki hvaða ljóð Heaneys eru þar prent- uð, en svo má ráða af umsögninni, að ljóð hans séu ef til vill ekki vel valin og gefi einhæfa mynd af skáldinu. Þó þykir mér ólíklegt að ekki hafi tekist að velja góð ljóð eftir Heaney í bókina, því skáld- skapur hans allur er í háðum gæðaflokki. Ef til vill hefur greinarhöfundur ekki lesið ljóð hans til enda og fengið þannig ranga hugmynd, það væri alveg í anda íslenska óðagotsins. Hver

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.