Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 10
leirnum, sem hér er til stað- ar, og það er mitt verkefni að sjá til þess að framleiðslan hafi þau einkenni, sem gera hana að gæðavöru. Flísarnar héðan eiga ekki að vera flísar heldur Dalaflísar. M: Það er annars skömm að því hvað fólk eins og við, sem er sérhæft í sjónmennt, er lítið nýtt í hinum ýmsu fram- leiðslugreinum. Finnar kunna að notfæra sér sitt listafólk, enda er finnsk hönnun heimsfræg. Okkur ætti að vera annt um að ís- lensk framleiðsluvara sé vel hönnuð. Það þarf að byrja framleiðsluna á réttum enda ... í þessum efnum mætti ríkisvaldið sýna frumkvæði, t.d. með því að reka grafík- verkstæði víðs vegar um landið, þar sem grafíklista- fólki gæfist tækifæri til að vinna að list sinni gegn vissri prósentu, sem rynni til ríkis- ins aftur fyrir kostnaði. Þannig gæti ríkið stuðlað að hugarfarsbreytingu í landinu hvað þetta varðar, og örvað fyrirtæki og einstaklinga til að sinna sjónmennt meira en nú er gert. Sjónmennt er veigamikill þáttur í menn- ingu hverrar þjóðar, þáttur, sem borgar sig, ef rétt er á haldið. Holland er nærtæk- asta dæmið um það. Þar að auki eru íslenskir mynd- listarmenn ekki hlekkjaðir gamalli hefð eins og þar, og því gæti svona stuðningur skapað mikla gerjun og frjó- leika meðal okkar. Leirinn er jarðbundinn og róandi G: Vendum okkar kvæði í kross. Hvernig vinnið þið? M: Ég vinn hratt. Þetta er eins og loftárás. Ef ég leyfi mér að stoppa, dettur tilfinningin fyrir því sem ég er að gera uppfyrir og ég fer að kryfja aukaatriði í verkinu ... K: Hann hefur eyðilagt fínar myndir þannig. En sem bet- ur fer tekst mér oft að stoppa hann af. Já, Magnús vinnur hratt. Á morgnana tekur hann til hjá sér, og þegar ég lít inn til hans tíu mínútum seinna er eins og það hafi orðið jarðskjálfti M: Ég er heppinn að geta unnið i leirnum með Kolbrúnu. Leirinn setur mig ekki í sama flækingslega hugar- ástandið og málverkin, hann er svo jarðbundinn og róandi K: ... enda er hánn notaður á geðsjúkrahúsum. Sjálf þarf ég ekki að komast í neitt sér- stakt sálarástand, L’État, til að fara að vinna. Ég finn aldrei fyrir hræðslu við óorð- inn hlut, heldur geng ein- faldlega inná verkstæðið og byrja að vinna. Mér finnst ég hafa þessa beinu leiðslu, snertiupplifun sem fylgir því að vinna í leir, og þessari kynngimögnuðu spennu. Leirinn tekur mikið af manni, og gefur mikið um leið. Magnús hefur stundum skammað mig fyrir að vera svona áhyggjulaus, fyrir að gera ekki nákvæmar skissur, en það þýðir ekkert, ég fram- kvæmi aldrei það sem ég hef skissað ... M: Ég hef urrað á hana eins og hundur fyrir eitthvað sem ég skil ekki. Já, leirinn sogar mann í sig. Fyrst vildi ég bara skreyta, því það var fljótlegast, en mér veitir ekki af því aðhaldi, þeim aga, sem leirinn heimtar af manni. Nákvæmnin er ekki stóri sannleikur K: Annars flokka ég ekki sjón- list í dálka eftir því úr hvaða efnum hún er unnin, úr tusku, leir eða lérefti. Þessi flokkun er þó viðtekin: fólk borgar meira fyrir það sem hangir flatt uppi á vegg en það sem stendur á borði. Það á ekki að rýra gildi hlutarins þótt hægt sé að hafa af hon- um not. Mörkin éru í raun og veru ekki svo skýr. M: Það eru til svo margir miðl- ar til að koma tjáningu á framfæri. Oft er það þannig, að það þarf mestu tæknina til að framkvæma einfaldan hlut. Til þess er menntunin nauðsynleg. Og eins og Mat- isse vissi, þá er tækni og nákvæmni ekki það sama, þótt sumum hætti til að rugla því saman. Nákvæmn- in er ekki stóri sannleikur, þótt salon-málararnir héldu það á sinni tíð. K: Sumum virðist formið auka- atriði, en hugsa meira um magn, veldi og stórfengleik. En samt geta litlir hlutir verið svo formrænir og fagr- ir, að maður tekur ekki eftir þeim stóru, sem gusast yfir mann og eru aldrei sannfær- andi nema þeir séu vel leyst- . ir frá öllum hliðum ... M: Þess vegna finnst sumum lítið til Mozarts koma. G: Hvenær byrjaðir þú að mála, Magnús? M: Það var þegar ég var í MR, 18 ára. Þá keypti ég mér striga sem ég málaði öfugt á í mörg ár. En þar kynntist ég Herði Ágústssyni sem hélt námskeið í MR og hvatti mig til að fara í Myndlista- og handíðaskólann. Ég get vart hugsað mér betri lærimeist- ara en Hörð: hann er bæði heiðarlegur, hreinskilinn og kröfuharður. Það var mikið ævintýri að koma í Mynd- lista- og handíðaskólann, eins og að koma í dýragarð Firrtur heimur flatarmálverksins Ég var mjög leitandi í skólanum, reyndi að þroska með mér mynd- ræna skynjun og glímdi við tæknilega hluti, lærði að beita penslinum, tóna niður liti, ná ljósi og gera mér grein fyrir formbygg- ingu hluta. Ég skynjaði ótal möguleika, var forvit- inn, leitandi og óviss, og alæta eins og ég er enn í dag. Ég var metnaðargjarn og hinn mesti vinnuþjark- ur og málaði sleitulaust heima þegar skólanum lauk, stóra hlera í tveimur litum, sem ég sýndi í Nor- ræna húsinu áður en ég fór út til náms í Kaupmanna- höfn. Þar var ég við nám í þrjú ár hjá Richard Mort- ensen, heimsfrægum geó- metríumálara og afar ströngum túlkanda mynd- máls, en hann hefur haft áhrif á ýmsa málara is- lenska, t.d. á Karl Kvaran og Þorvald Skúlason. En ég var ekki sáttur við sjálfan mig hjá Mortensen, þótti þessi hreinu form og tákn á lérefti vera firrtur heimur, of fræðilegur og jarðbundinn. Ég hef aldrei getað sett mig inn i lista- mannshlutverkið, finnst ég frekar vera fiktari, og hef átt erfitt með að sjá að einhver ein vinnuaðferð hafi eitthvert gildi um- fram aðrar. í Kaupmannahöfn fór ég að gera klippur, dró lím- miða og alls kyns drasl inn í myndirnar. Þetta var uppgjöf, örvænting, en al- gjör andstæða við hreinu fletina, og ég uppgötvaði að það er pláss fyrir for- ljóta hluti í myndum ef þeir einungis ná réttum hlutföllum. Ljótt eða fag- urt skipti ekki máli, heldur er það blær verksins, sem það stendur eða fellur með. I popp- og konseptlistinni fann ég myndmál sem hentar mér, myndmál, sem útilokar ekki neitt, og þar sem maður þarf ekki að taka afstöðu til ákveðinnar vinnuaðferðar. Tuttugasta öldin er óþrjótandi litróf af möguleikum og það er ágætt að tapa sér í þeim, hoppa eins og fugl þúfu af þúfu án þess að útiloka einhverjar stefnur eða lít- illækka þær. Min listsýn felst í því að hafa ekki fyrirfram ákveðnar skoð- anir. Ég get dáðst að bráð-asnalegum hlutum, ljótum hlutum og kómísk- um. Eitt sinn hafði ég dá- læti á ruslahaugum: allri hrörnun, því hún segir sögu ... Svo hef ég haft ýmsar þráhyggjuhug- myndir sem hafa einokað myndverk mín eins og t.d. krókinn, sem var mér tákn víga, ofbeldis og græðgi, eða hakann, tákn reiðinn- ar. Þetta eru hlutir, sem eru afsprengi mannanna, hreyfa sig ekki, en hafa perspektiv. En þetta er farið frá mér núna. í nýrri myndum koma fyrir pappahausar og dúkkur. Ég er farinn að nálgast manninn. Með þessum orðum lýkur við- talinu. Magnús Kjartansson er kom- inn aftur til byggða í kyrrðinni í Búðardal, kominn til manna í víðtækari skilningi en mann grunar. Kolbrún Björgólfsdóttir lagðist aldrei út, enda þurfti hún ekki að henda formið á lofti eins og maður hennar. Formið býr í blóði hennar, og það flæðir út um fingurgóma hennar þegar hún snertir leirinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.