Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 12
Hörður frá Kolkuósi og Svaðastaðastofmnn Stóðhesturinn Elgur 965 frá Hólura. Þetta er hreinnekUAur Sratiitiiikiatnr, Stódhesturinn Hamar 964 frá Hólum, hreinræktaður Sraðastaðahestur, undan undan Rauð 618 og Elju 4135 undan Glað 404 frá Flatatungu. Eigandi Elgs er Rauð 618 og af Herði 591 í móðurætt. Umsögn í ættbók um hestinn er Hrossakynbótabúið á Hólum, en hann hefur meðal annars verið notaður í svohljóðandi: „Fínlegur, ljúfur, alhliða reiðhestur.** Kirkjubæ, enda skyldur hrossunum þar. Þrjár œttkvíslar Svaðastaðastofnsins íslenski hesturinn er talinn hafa komið hingað til lands þegar á landnámsöld. Hesturinn hefur verið iíkur því, sem hann er nú, nær örugglega kominn hingað frá Skandinavíu og Norður-Evrópu- löndum öðrum, en hugsanlega hafa einnig komið hingað hestar af austurlenskum stofnum, sem vitað er að á víkingatímabilinu voru til við Eystrasalt og víðar. Gunnar Bjarnason fyrrum hrossa- ræktarráðunautur hefur varpað fram þeirri tilgátu, að fyrstu ís- lensku hestarnir hafi verið úrval gæðinga. Rökstyður hann það á þann hátt, að aðeins hafi verið unnt að komast með örfá hross í farkostum landnámsmanna, og því hafi þeir hlotið að velja þau bestu sem völ var á. Þegar frá upphafi virðast íslendingar hafa lagt stund á hrossarækt, og ís- lendingasögurnar hafa að geyma ófáar frásagnir af dálæti manna á stóðhrossum sínum. Ættstofnar ís- lenska hestsins Vegna fámennis hér á landi og smæðar landsins og tiltölu- lega greiðra samgangna innan- lands um aldir, hafa aldrei þró- ast nein önnur hestakyn á ís- landi en „íslenski hesturinn". Hann er eins í öllum landshlut- um, bygging, litur og ganghæfi- leikar eru hinir sömu, hvar sem er á landinu. Það breytir því þó ekki, að um aldir hefur verið talað um að betri hross sé að finna í einni sýslu en annarri, og begar kem- ur fram á tuttugustu óld er jafn- vel farið að tala um sérstaka ættstofna íslenska hestsins, sem gæddir séu mismunandi hæfí- leikum. Þrír merkustu ættstofn- arnir hafa löngum verið taldir Svaðastaðastofninn, Horna- fjarðarstofninn og Hindisvíkur- stofninn. Nokkrir aðrir áhrifa- minni stofnar eru Geitaskarðs- ættin, Stokkhólmaættin og fleiri. í þessum greinum hefur verið fjallað um Svaðastaðastofninn og um ýmsa þekkta einstaklinga innan hans, en Svaðastaðastofn- inn er talinn greinast í ýmsar kvíslar og eru nú helstar þeirra Kolkuósgreinin, Axlarhaga- og Hofstaðagrein og Kirkjubæjar- línan. Verður hér gerð nokkru nánari grein fyrir þessum ættkvíslum Svaðastaðastofns- ins, en fyrst vikið að upphafi ættstofnsins. Upphafiö má rekja til upphafs 19. aldar Nú býr á Svaðastöðum í Skagafirði Friðrik Pálmason, og hafa komið frá honum mörg gæðingshross hin síðari ár. Upphaf Svaðastaðastofnsins má rekja allt aftur til Þorkels Jónssonar á Svaðastöðum, sem fæddur var árið 1788, mikill hestamaður og átti gott hesta- kyn. Sonur hans, Jón ríki Þor- kelsson á Svaðastöðum, tók við hrossum föður síns og var ekki síður hestglöggur en hann. Syst- ursonur hans var Pálmi Símon- arson, faðir Friðriks Pálmason- ar, og tók Pálmi — sem fæddur var 1868 — arf eftir Jón ríka ásamt systrum sínum Margréti, Kristínu og Guðrúnu, er bjuggu í Brimnesi, Kolkuósi og á Hval- nesi. Hross Jóns dreifðust því nokkuð er systkinin skiptu arf- inum, en voru ræktuð áfram á Svaðastöðum, Kolkuósi og Brimnesi. Síðustu ár hefur eink- um farið orð af hrossunum frá Kolkuósi, en um allan Skaga- fjörð og þar með um allt land eru til hross, sem upphaf sitt eiga að rekja til gæðinga Þor- kels Jónssonar á Svaðastöðum. Með nokkrum rétti má því segja að Svaðastaðastofninn byrji að mótast þegar upp úr aldamótunum 1800, þó algeng- ast sé að telja stóðhestinn Sörla 71 frá Svaðastöðum ættföður stofnsins, en hann var fæddur 1916 í eigu Pálma Símonarson- ar. Sörli var fyrst notaður í Skagafirði, en seldur árið 1924 til Hrossaræktarfélags Fljóts- dalshéraðs, þar sem hann var notaður allt til þess er hann var felldur 1936. — Á Svaðastöðum hélt Pálmi áfram ræktun hrossa Jóns ríka, en stofninn skiptist síðan enn 1940 milli þeirra bræðra, Jóns og Friðriks Pálma- sona; Friðrik bjó áfram á Svaða- stöðum en Jón flutti að Axlar- haga í sömu sveit. Sörli 71 — mikil- hæfur ættfaðir Sörli 71 frá Svaðastöðum þótti á sínum tíma glæsilegur hestur og góður reiðhestur, og gildi hans sem kynbótahests felst í því hve óvenjuvel hann skilaði þessum eiginleikum áfram til afkomenda sinna. Undan Sörla voru til ótalmörg ættbókárfærð kynbótahross, og höfðu margir synir hans mikil áhrif í hrossaræktinni. Meðal þeirra eru Hörður 112 frá Kolkuósi, Sörli 114 frá Kjörseyri og Léttir 137 frá Svaðastöðum. Út af Herði 112 kom síðar Hörður 591 frá Kolkuósi. Meðal afkvæma Sörla 114 voru Glaður 170 frá Nauta- búi, Yngri-Nanna frá Kolkuósi nr. 662 og Axels-Brúnka 666 frá Hólum. Undan Létti 137 var til dæmis Blesa 2532 frá Flata- tungu — móðir Glaðs 404 —, Sörli 168 frá Miklabæ og Blakk- ur 169 frá Hofsstöðum. Blakkur 169 var svo aftur faðir hinna kunnu stóðhesta Úlfsstaða- Blakks 302, Svaða 352 frá Kirkjubæ, Randvers 358 frá Kirkjubæ og margra fleiri. Af upptalningu þessari má glöggt sjá hin miklu áhrif Sörla 71 frá Svaðastöðum — ættföður Svaðastaðastofnsins í núverandi mynd — og hvernig út frá hon- um kvíslast hinar ýmsu greinar Svaðastaðastofnsins, sem nú verður gerð frekari grein fyrir. . — 4. hluti Eftir Anders Hansen Kolkuósgreinin Kolkuóshrossin eru flest kom- in út af gæðingshryssunni Nönnu 20 frá Kolkuósi, en hún var í báðar ættir komin út af Hóla-Gránu frá Svaðastöðum. Kunnasta afkvæmi Nönnu var Hörður 112 frá Kolkuósi, og út af Rauð, ósýndum syni hennar, kom stóðhesturinn Úlfsstaða- Blakkur 302. Nönnu var alltaf haldið undir stóðhesta af Svaða- staðastofni, þá Möllers-Brún (föður Sörla 71), Sörla 71, og Sörla 114. — Afkvæmi Nönnu og þessara stóðhesta hafa mótað Kolkuóshrossin alla tíð síðan, og Hörður 112 mest eins og áður er að vikið. Hryssa undan Herði 112 var Perla 2282 frá Kolkuósi, mjög skyldleikaræktuð, því móðir hennar var Sokka frá Kolkuósi, undan Herði 112. Undan Perlu var Léttir frá Kolkuósi — sonur Hólmjárns-Brúns undan Blakk 169. Áfkvæmi Léttis eru meðal annarra Hörður 506 frá Kolku- ósi, Rauður 618 frá Kolkuósi og Una frá Kolkuósi, sem komin var út af Herði 112 einnig í móð- urætt. Sonur Unu var hinn frægi stóðhestur Hörður 591 frá Kolkuósi. Hörður 591 hefur síðustu ár verið atkvæðamestur hrossa af Kolkuóskyni og afkomendur hans um allt land skipta þús- undum, margir þeirra gæðings- hross í fremstu röð. Milli tutt- ugu og þrjátíu stóðhestar undan Herði hafa verið ættbókarfærð- ir, og fleiri munu koma fram á næstu árum ef að líkum lætur, því síðustu folöldin undan Herði fæddust ekki fyrr en vorið 1982. Afkvæma Harðar verður getið nánar í næstu grein. Allra síðustu ár hefur Rauður 618 frá Kolkuósi verið hvað kunnastur hrossa af Kolkuósi, en hesturinn var í eigu Halldórs Sigurðssonar og oft nefndur Stokkhólma-Rauður. Undan hestinum er margt gæðings- hrossa, og til stóð að sýna hann með afkvæmum á landsmótinu 1982. Ekki varð þó af þeirri sýn- ingu, því hesturinn var skotinn á færi skömmu áður af ókunn- um ódæðismanni, svo sem frægt varð á sínum tíma. Margir eru þeir, sem telja að Rauður hefði staðið fremstur stóðhesta með afkvæmum 1982, hefði af sýn- ingu orðið. — Afkvæmi Rauðs 618 hafa víða vakið athygli eins og fyrr er sagt, og síðustu ár hefur Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ notað stóðhestana Hóla-Blesa og Elg undan hon- um, á hross sín, sem eru af sama grunnstofni. Axlarhaga- og Hofsstaðagreinin Axlarhaga- og Hofsstaðagrein Svaðastaðastofnsins er komin að mestu út frá Goða 401 frá Sauðárkróki (sonarsonur Sörla 168 frá Miklabæ) og Blakk frá Hofsstöðum, nr. 169, en bæði Stóðhesturinn Skagfjörd 788, undan Herði 591 og kominn af Úlfsstaða-Blakk í móðurætt. Páll Sigurðsson situr hestinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.