Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 5
þaö, sem síðar kom í ljós, að ac- etylsalicyl-sýra, sem menn renna niður, „afacetylerast" til- tölulega fljótt í maga og þörm- um eða eftir um það bil hálf- tíma. Nú vita menn þó, að efna- sambandið óhaggað er einnig virkt sem lyf. Acetylsalicyl-sýra, hvítt kristalsduft, dofnar smám sam- an, ef loft kemst að því. Pyrstu árin var það heldur ekki í formi taflna, heldur var það sett eftir vigt í lítil, loftþétt, límd umslög. Það var ekki fyrr en síðar, sem mönnum lærðist að þjappa duft- inu svo fast saman í töflur með vélum, að þær molnuðu ekki og efnið spilltist. Illa þjappaðar og gallaðar töflur, sem menn geta enn orðið varir við, má oft þekkja á dæmigerðri ediksýru- lykt. Það er ein af mörgum sögu- sögnum um aspirín, að þýzkur starfsmaður við Bayer-útibúið í New York eigi að hafa gleypt uppskriftina að töflugerðinni, þegar fyrri heimsstyrjöldin geisaði, til að forða því, að Bandaríkjamenn kæmust yfir hana. Vegna efnafræðilegs óstöðug- leika var ekki í áratugi hægt að fá acetylsalicyl-sýru sem lyf í því formi, að hægt væri að gefa það með sprautu. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum, að til kom þurrefni, sem á að leysa upp, rétt áður en því er sprautað í sjúklinginn. Þá er það heldur ekki einfalt mál að gefa það í því formi, að því verði stungið í endaþarminn, því að þar nýtist það verr. Aftur á móti er orðið mjög al- gengt, sérstaklega í Bandaríkj- unum, að búa lyfið út með varn- arefnum í töflum og eins í hylkj- um. Hin fyrrnefndu innihalda auk acetylsalicyl-sýrunnar bas- ískt varnarefni, aðallega natrí- umbíkarbónat, sem á að afsýra magann og vernda slímhúð hans. Svipaðan tilgang hafa hylkin, sem eiga að flytja acet- ylsalicyl-sýruna framhjá hinni viðkvæmu slímhúð magans og leysast ekki upp fyrr en í þörm- unum. Mörg þessi lyf eru í svo vönduðum hylkjum, segir amer- ísk læknafyndni, að þau komast oft heilu og höldnu alla leiðina gegnum þarmana. Oþægilegustu aukaverkanir acetylsalicyl-sýrunnar eru, að hún getur ert slímhúð magans, þó að það sé miklu minna en salicyl-sýran gerir. Það er tengt þeim eiginleikum efnisins að hamla gegn storknun blóðs. Vegna natríuminnihalds varn- arefnanna er sú gerð lyfsins ekki vel fallin til notkunar til lengdar, en í hylkjunum verkar það hægar og ekki jafnörugg- lega. Þess vegna er það sígilt ráð að taka aspirín helzt aldrei á fastandi maga. Hin „lífefnafræði- legu andþrengsli“ Um einn af fimm hundruð fá ofnæmiseinkenni og andþrengsli (asma) af verulegum skömmtum af acetylsalicyl-sýru. Lyfjafræð- ingar telja þó, að hér sé ekki um eiginleg varnarviðbrögð að ræða, heldur eins konar „líf- efnafræðileg andþrengsli". Á ofnæmisasma séu hverfandi lík- ur þrátt fyrir stúdentafyndnina: „Per aspirin ad astra". (Gamalt latneskt máltæki hljómar: „Per aspera ad astra", sem lauslega mætti þýða: „Með striti til stjarnanna". Aths. þýð. I einni aspiríntöflu eru venju- lega 500 mg af acetylsalicyl- sýru, nema í Bandaríkjunum þar sem reglan er 325 mg. Tvær til þrjár töflur nægja fullorðn- um yfirleitt gegn höfuðverk. Af- tur á móti þarf oft miklu stærri daglegan skammt gegn giktar- verkjum, allt að 4 mg, sem sam- svarar 8—12 töflum. Sé magnið yfir 3,5 g daglega, gera óþægi- legar aukaverkanir oftar vart við sig. Þó að efnið sé tiltölulega meinlaust, koma acetylsalicyl- sýrueitranir fyrir, og þær hafa leitt til dauða, sérstaklega ef börn hafa átt í hlut. Sá grunur, sem kom upp í Bandaríkjunum fyrir tveim árum, um að aspirín gæti valdið Reye-veiki, sem er alvarlegur hitasóttarsjúkdómur meðal barna, hefur aftur á móti ekki verið staðfestur. Ein af meiriháttar furðum lyfjafræðinnnar er sú stað- reynd, að í meira en 70 ár höfðu menn bókstaflega ekki hugmynd um, á hverju áhrif þessa að því er virtist einfaldasta og hvers- dagslegasta læknislyfs í heimi, byggðust, og enn er langt frá því, að allt sé vitað. Það er fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að það er ekki fyrr en á tveimur síðustu áratugum, sem ljósi hef- ur verið varpað á þann lífefna- fræðilega gang, sem acetylsali- cyl-sýran hefur afskipti af. Leið acetylsalicyl-sýrunnar, að svo miklu leyti sem hún er þekkt, til að deyfa verk og sárs- auka er of flókin og óljós til þess, að það taki því að reyna að rekja hana í þessari samantekt. En til þess að hún stöðvi eða hindri sársaukaboð þegar í út- taugakerfinu — en ekki til dæmis fyrst í heilanum — bend- ir sú staðreynd, að hægt er með góðum árangri að nota hana út- vortis gegn sársauka á ákveðn- um stöðum. Verkdeyfandi gikt- aráburður, dropalyf og jafnvel sáraplástrar innihalda þess vegna oft acetylsalicyl-sýru eða — af því að leiðin liggur ekki gegnum magann — bara sali- cyl-sýru. Bólgueyðandi áhrif óskýrð Menn telja sig nokkurn veg- inn geta skýrt, af hverju acet- ylsalicyl-sýran verki gegn sega- myndun í blóði. En eitt af sér- kennum hennar í samanburði við önnur meðul, sem deyfa sársauka, er að hún hefur einnig þau áhrif að draga úr bólgu. En mönnum er ekki ljóst, hvernig það gerist. Svo einstök er acet- ylsalicyl-sýran, að hvarvetna í heiminum er miðað við hana, þegar metin eru verkdeyfandi áhrif annarra og nýrra lyfja. Þetta sérkennilega sambland eiginleika að verka gegn sárs- auka, hita og bólgu hefur gert aspirín umfram allt í Banda- ríkjunum að algengasta lyfinu gegn giktveiki. En þar sem svo er háttað, að liðagikt er þar einnig einn af útbreiddustu sjúkdómunum og að milljónir manna þar taka inn acetylsali- cyl-sýru daglega í stórum Fjögur smákvœði eftir ókunna höfunda Perlur orða þinna Jón úr Vör þýddi Laufmjúkir skór Nellikurnar í hlaðgerðinu viknuðu undir laufmjúkum skóm elskhuga míns. Þegar hann snerti þær sprungu blóm þeirra út urðu að titrandi ljósum í kvöldrökkrinu. Villtir stormar hafsins hera skeljar djúpsins upp að ströndinni eyru mín grípa orð þín og breyta þeim í perlur. Augu til sölu Augu mín eru til sölu. Þau hafa svikið mig, opinberað öllum heimi kvöl mína. Þessvegna mun égfarga þeim. Hróp kvennanna Ó, guð minn, guð minn, hrópa konurnar. Þú sem öllu ræður, hví hefur þú skapað karlmennina í líki djöflanna og lagt í brjóst okkar þessa óslökkvandiþrá? Ó, sendu samt einn þeirra og láttu hann taka mig. Hinn ungi efnafræðingur Felix Hoffmann rakst á efnið acetylsalic- sýru er hann var að leita að læknis- lyfi handa gigtarþjáðum föður sín- um. í samvinnu við lyfjafræðinginn Heinrich Dreser fann hann upp ein- falda og ódýra aðferð til að fram- leiða hana. 1899 var vöruheitið „Aspirin" skráð í Hinni keisaralegu einkaleyfisskrifstofu í Berlín. En með Versalasamningunum eftir fyrri heimsstyrjöldina misstu Þjóðverjar aspirínréttindi sín í löndum sigur- vegaranna. skömmtum, varð það til að beina farsóttarfræðingum á nýjar brautir. Blódþynningaráhrif Þegar á fimmta áratugnum töldu margir amerískir læknar sig hafa vissu fyrir því, að hjá rosknum sjúklingum þeirra, sem hefðu árum saman tekið inn aspirín við liðagikt, væri krans- æðastífia og heilablóðfall greinilega sjaldgæfari en hjá sömu aldursflokkum annars, og þegar nýjar kannanir leiddu betur í ljós blóðþynningareigin- leika acetylsalicyl-sýrunnar töldu menn sig einnig vita af hverju: Vegna varna gegn sega- myndun í blóði hjá aspirín- neytendum, myndaðist ekki eins auðveldlega storknun blóðs, sem að minnsta kosti oft er orsök æðastíflu í hjarta og heila. Eftir undirbúningskönnun, sem náði til lítils fjölda sjúkl- inga, en virtist lofa góðu, var hafizt handa um víðtæka rann- sókn á vegum amerísku heil- brigðisstofnunarinnar (National Health Institute) árið 1975, og náði hún til 4.000 sjúklinga, sem höfðu að minnsta kosti einu sinni fengið væga kransæða- stíflu. Rannsókninni var þannig hagað, að hún ætti að geta sýnt, hvort 1 g skammtur af acetyl- salicyl-sýru, tekinn daglega í þrjú ár, gæti lækkað tíðni nýrra æðastíflutilfella í samanburði við annan sambærilegan hóp, sem var undir eftirliti. Menn urðu eiginlega hálfgátt- aðir á niðurstöðunum. Að vísu urðu ný æðastíflutilfelli 10% færri í þeim hópnum, sem tók aspirín daglega, en hinum, sem var til samanburðar, en aftur á móti urðu hin nýju tilfelli í asp- irín-hópnum að jafnaði alvar- legri og dauðsföll 11% fleiri. Þar . sem bæði frávikin voru ekki nógu mikil til að vera tölfræði- lega marktæk, var niðurstaða rannsóknarinnar í reyndinni engin. Arangur annarrar rannsókn- ar, sem einnig hófst 1875 á veg- um bandarískra og þýzkra að- ilja, varð ekki miklu betri, en hún varðaði einnig áhrif aspir- íns til varnar æðastíflu. Að vísu reyndust nýju æðastíflutilfellin 18% færri í aspirín-hópnum, en hvað dauðsföll snerti, var varla nokkur munur á hópunum tveimur. í heild sinni var niður- staða þessarar rannsóknar því heldur ekki marktæk. Aðrar rannsóknir í Bretlandi og fleiri löndum hafa allar leitt hið sama í ljós: Það reyndist að vísu nokkurt gagn að acetylsali- cyl-sýru til varnar kransæða- stíflu, en ávinningurinn fyrir sjúklingana virtist aldrei mjög sannfærandi. En þegar niðurstöður sex víð- tækustu rannsóknanna eru bornar saman, virðist það einnig harla merkilegt, að margir minni hópar innan heildarinnar sýnast fremur njóta góðs af varnaráhrifunum en aðrir: Eldra fólk fremur en yngra, karlar fremur en konur, og sjúklingar, sem skömmu áður höfðu fengið fyrsta áfallið, fremur en hinir, sem áttu gamla æðastíflu að baki. Eftir nokkrar aðrar sérstakar rannsóknir hafa betur verið staðfest áhrif acetylsalicyl-sýru til varnar gegn æðastíflu í heila. í því efni urðu niðurstöðurnar margfalt hagstæðari þeim hópi sjúklinga, sem tóku inn aspirín, og varnaráhrifin voru einnig mest hjá eldra fólki og körlum. Maður, sem kominn er yfir sex- tugt og hefur fengið væga kransæðastíflu eða snert af slagi, fer sem sagt ekki óskyn- samlega að ráði sínu, eftir því sem bezt er vitað nú, ef hann tekur þrjár aspiríntöflur á dag, þó að hann hafi engan höfuð- verk. Frekari umfangsmikilla rann- sókna er þó þörf til að afla ná- kvæmari vitneskju um þessa og ef til vill frekari notkunar- möguleika hins einfalda efnis, acetylsalicyl-sýru. Það var ekki fyrr en í apríl 1982, sem sett var á fót „Aspirin Foundation of America“, samtök allra helztu lyfjaframleiðenda í Bandaríkj- unum, sem framleiða acetylsali- cyl-sýru eða nota hana í afurðir sínar. Tilgangurinn með stofnun þessara samtaka er frekari sam- eiginlegar rannsóknir á læknis- lyfi, sem þegar hefur verið til á hverju heimili í yfir 80 ár, en er þó stöðug ráðgáta lyfjafræðing- um og læknum. — Þýðing og samantekt úr „Bild der wissenschaft — — Sv.Ásg. — 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.