Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 3
Erfitt er fyrir þá sem heyra eðlilega að setja sig inní heim hins heyrnarskerta og ímynda sér þá einangrun, sem hann býr við. Það er því Ifkast sem ósýnileg skilrúm séu á milli hans
og annarra manna og hann heyrir oft aöeins óminn af samtölum fólks, sem er þó ef til vill rótt hjá honum. Ljósmynd: Kristján örn.
heyra í besta falli aðeins eitt og
eitt orð af því sem sagt var.
Hann gerði sér greinilega of há-
ar hugmyndir um mikilvægi
umræðnanna og áleit þær iðu-
lega snúast um allt annað en
þær gerðu.
Dálítið bar á því, að hann
væri spéhræddur, grunaði þá að
verið væri að tala um hann í
trausti þess að hann heyrði það
ekki. Oftast hygg ég, að þetta
hafi verið misskilningur, og
áreiðanlega lá a.m.k. engum sem
þekkti hann eitthvað að ráði,
illa orð til hans. Hins vegar vissi
ég dæmi þess, að skopast væri
að heyrnardaufu fólki að því
viðstöddu, en treyst á, að það
heyrði ekki til. En vafalaust hef-
ur þó slíkt verið bæði algengara
og af meiri illkvittni gert áður
fyrr.
Það er ákaflega óþægileg til-
finning að vita að maður getur
ekki treyst heyrn sinni, heyrir
t.d. ekki í síma eða dyrabjöllu
nema vera staðsettur á ákveðn-
um stað í íbúðinni. Maður er
líka óöruggur og kvíðandi, ef
maður þarf að hafa símasam-
band við einhvern, sem maður
hefur ekki talað við áður:
Kannski heyrir maður ekki nógu
vel til hans og hefur ekkert gagn
af svörum hans, þegar til kemur.
Þessa óöryggis gætir tilfinnan-
lega við ýmsar aðrar aðstæður,
t.d. ef maður á að hlusta eftir
sofandi smábarni eða taka við
áríðandi skilaboðum í síma.
Og velheyrandi fólk skilur
ekki nærri því alltaf þá ann-
marka, sem heyrnarskerðing-
unni eru samfara. Það heldur
stundum, að maður sé að hvá af
ljótum ávana, og það gengur
ekki nærri því alltaf úr skugga
um, að maður hafi heyrt rétt og
skilið það sem við mann var
sagt.
Eitt dæmi vil ég nefna um
vandkvæði heyrnarskertra í
daglegu lífi, og á ég þá við fólk,
.sem notar heyrnartæki að stað-
aldri. Á mörgum vinnustöðum
og reyndar í heimahúsum líka,
eru útvarp og glymskrattar ým-
iss konar í gangi allan daginn,
og yfirleitt hátt stillt, einkum ef
um léttari músík er að ræða.
Fyrir heyrnartækjafólk verður
þetta ofsalegur hávaði, ef tækin
eru stillt til að nema mælt mál,
maður heyrir bókstaflega ekkert
nema glymjandann. En dragi
maður úr mögnun tækjanna,
þannig að glymskrattinn verði
þolanlegur, heyrir maður ekki
venjulegt talmál, þegar hlé
verður á músíkinni. Þetta gerir
mann hálfringlaðan og ergi-
legan, og maður á erfitt með að
einbeita sér að ákveðnu við-
fangsefni.
Sá heyrnardaufi þarf
að reyna að fylgj-
ast með
Nokkur hætt hygg ég sé á því,
að verulega heyrnarskert fólk
forherðist og fari að hugsa sem
svo: Það er bættur skaðinn, þótt
ég heyri ekki hvað talað er í
kring um mig. Þetta er tóm
ónytjumælgi, sem enginn græðir
neitt á að heyra. Þetta er að
sjálfsögðu alrangt ályktað, og
beinlínis hættulegt fyrir hinn
heyrnarskerta að hugsa þannig.
Með því útilokar hann sig vilj-
andi og máske oft að óþörfu frá
samræðum við annað fólk og
kemst í óæskilega andstöðu við
talað orð. Vitaskuld er æski-
legast fyrir hinn heyrnardaufa
að reyna af fremsta megni að
fylgjast með samræðum fólks og
taka þátt í þeim. Aðeins þarf
hann að gæta þess að vera ekki
um of uppáþrengjandi, spyrja
ekki í þaula eða hvá að óþörfu.
Og til velheyrandi fólksins vil
ég, í fullri vinsemd, beina þeim
tilmælum, að það reyni að temja
sér umburðarlyndan skilning á
aðstöðu hins heyrnarskerta, ef
því finnst hann seinn að „fatta“.
Þar með er ég alls ekki að mæl-
ast til neinnar vorkunnsemi til
handa heyrnarskertum, fæstu
andlegu heilbrigðu fólki þykir
gott að láta vorkenna sér.
Oft heyrir maður sagt sem svo
um alvarlega heyrnarskert fólk:
0, hann eða hún heyrir það sem
hann vill heyra: Þetta er al-
rangt. Því fer fjarri, að heyrn-
ardauft fólk vilji ekki heyra það,
sem sagt er við það, eða talað í
návist þess. En eins og ég hef
áður sagt, ræður oft tilviljun
því, hvað maður heyrir og hvað
ekki af töluðu orði. Og fyrir
kemur, að maður læst heyra,
hvað sagt var, til þess að forða
því, að endurtaka þurfi frásögn-
ina fyrir mann einan.
Nýtt dæmi enn um það, hve
heyrnarskertu fólki er oft gert
rangt til, má ég til með að nefna.
Það kemur ósjaldan fyrir, að
heyrnardaufur maður er ávarp-
aður úr nokkurri fjarlægð, og
hann tekur ekki undir ávarpið,
af þeirri ástæðu einni saman, að
hann heyrði það ekki. Þeim sem
ekki þekkja því betur til, hættir
þá til að álykta sem svo, að sá
sem ávarpaður var, sé óttalegur
durtur og vilji ekkert við fólk
tala.
Ég þori að fullyrða, að i lang-
flestum tilvikum er slík ályktun
alröng. Það er ekki af neinum
durtshætti sem hinn heyrnar-
skerti svarar ekki ávarpi úr
fjarlægð, heldur af því, að hann
heyrði það ekki, a.m.k. ekki að
neinu gagni. Og það er út í hött
að svara ávarpi, sem maður veit
ekki hvernig hljóðaði.
Skiljanlega sárnar manni oft
að vera hafður þannig fyrir
rangri sök. Heyrnarskerðingin
er nógu þungur kross, þótt fólki
sé ekki brugðið um durtshátt,
þegar það tekur ekki undir við
ávarp, sem það heyrir ekki.
Að látast
hlusta og skilja
Oft hef ég fundið óþyrmilega
til þess, hve heyrnarskertur
maður er illa settur í svonefnd-
um „partýum" eða veislum, þar
sem álitlegur hópur fólks er
saman kominn. Ósjaldan eru þá
margir masandi í einu um ólík-
ustu efni. Þá er örðugt að fylgj-
ast með samræðum, raddirnar
renna saman og verða að eins
konar kliði, maður greinir varla
orðaskil, grípur aðeins eitt og
eitt orð eða brot úr setningu,
sitt úr hverri áttinni, en er alls
ófær um að taka þátt í samræð-
unum.
Þess vegna tekur maður oft-
ast þann kostinn að sitja þegj-
andi og látast vera að hlusta á
aðra tala. Það er tæpast hætt-
andi á að leggja orð í belg, það
er allt eins víst, að maður hafi
algerlega misskilið umræðuefn-
in og fari þá að fleipra eitthvað
alveg óskylt þeim.
Auk þess hef ég alla tíð verið
ragur við að taka til máls á
mannafundum, og hygg ég það
a.m.k. að nokkru leyti stafa af
ótta við að einhverjir áheyrenda
beini til mín fyrirspurnum, sem
ég heyri ekki nógu vel til að geta
svarað þeim. Að þessari „rag-
mennsku“ minni vék ég ein-
hvern tíma í hálfkæringi í eftir-
farandi stöku:
Kagur cr ég að rjúfa þögn
«r rcifa mál á fundum,
cn gæti cflaust gapaö ögn
gáfulcgar stundum.
Það er misráðið að reyna að
leyna sjálfan sig annmarka sín-
um, hitt gerir manni léttara að
una honum, ef maður getur hent
góðlátlegt gaman að honum,
skopast græskulaust að sjálfum
sér.
3