Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 8
Allar myndirnar tók Grétar Eiríksson. Straumendur. FUGLAR Hvíld frá gerviheimi niðursoðinna lystisemda. Úr 8. riti Landverndar eftir Arnþór Garöarsson Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök Is- lands, hafa í rúman áratug staðið að merkri útgáfu um málefni er snerta þessa þætti þjóðlífsins og hafa verið fengnir til hinir færustu sérfræðingar að leggja fram efni í ritin. Fyrsta bókin kom út árið 1972 og var um mengun og annað rit kom út á sama ári um gróðurvernd. Síðan hefur hvert ritið rekið annað og eru þau sem hér segir: Landnýt- ing (1973), Votlendi (1975), Fæðubúskapur (1977), Útilíf (1979), Villt spendýr (1980) og loks Fuglar (1983). Allt eru þetta rit sem hafa að geyma mikinn fróðleik um landið og náttúru þess og eiga það öll sameiginlegt að vera mjög aðgengileg fyrir almenning, unga sem aldna. Eru allir sem láta þessi mál sig skipta hvattir til að kynna sér þau og verða af því vísari. Þau fást á skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg 25. í ritinu Fuglar sem hér er vakin athygli á (og á að vera hvatning til þeirra sem leggja land undir fót í sumar í skoðunarferð um landið að gefa þessum sambýlingum okkar gaum), eru greinar eftir 8 valinkunna menn um hinar ýmsu tegundir fugla. Á bókarkápu segir: í ritinu eru sjö yfirlitsgreinar um þær fuglategundir sem verpa hér á landi eða eru hér árvissir gestir. Sagt er fá lifnað- arháttum fugla og þeim þáttum sem mest áhrif hafa á viðgang stofna og rætt um samskipti fugla og manna. Bókina prýðir einnig fjöldi mynda. Ritstjóri fuglabókarinnar er Arnþór Garðarsson en hann ritar einnig formálann. Með leyfi höfundar er for- málinn birtur hér nokkuð styttur. En fuglamyndirnar sem hér fylgja tók Grétar Eiríksson. H.V. Óvíða setja fuglar jafn mik- inn svip á land og haf sem hér- lendis. Frá upphafi íslands- byggðar hafa sumar fuglateg- undir verið nytjaðar og stundum ofnytjaðar. Nú á tímum eru beinar nytjar af villtum fuglum til fæðu og skjóls minni en fyrr- um. Fuglar og líf þeirra halda þó áfram að hrífa menn og gleðja og eru jafnvel verðmæt- ari nú en áður vegna þess að þeir veita kærkomna tilbreyt- ingu frá gráum hversdagsleika vélar og tölvu, og hvíld frá gerviheimi niðursoðinna lysti- semda. Meðal mestu náttúru- undra heimsins í kafla um sjófuglabyggðir segir m.a.: Sjófuglar ýmsir mynda stærstu íslensku fuglastofnana. Fjölbýli bjargfugla í Látra- bjargi, Hornbjargi, Hælavík- urbargi og Vestmannaeyjum, má hiklaust telja til mestu nátt- úruundra heims. Lengi framan af voru sjófuglabyggðirnar mat- arkista sem menn nýttu til hins ýtrasta. Ekki verður hjá því komist að minnast hér lítillega á bábiljuna um seiðaát sjófugla, sem jafnan virðist eiga áhangendur meðal þeirra sem betur ættu að vita. Ýmsir áhugamenn um landsins gagn og nauðsynjar hafa fyrr og síðar látið í ljós þá skoðun að sjófuglar keppi við manninn um fæðu. Þessi hugmynd virðist m.a. styðjast við mistúlkun á 50 ára gamalli ritgerð eftir danska fiskifræðinginn Taaning, en þó aðallega úr lausu lofti gripin. Athuganir benda til þess að flestir sjófuglar hér við land lifi á svipaðri fæðu og uppsjávar- hefur iöngum notiö sérstakrar virðingar. ” Þeasi konungui mm mmmm m' agmm fiskar: krabbaátu, sandsíli og loðnu. Seiði verðmætra nytja- fiska eru yfirleitt óverulegur hluti fæðunnar og nær útilokað virðist að seiðaát sjófugla hafi neikvæð áhrif á fiskveiðar okkar. I þessu sambandi er einn- ig rétt að benda á að ekki hefur tekist að sýna fram á samkeppni milli sjófugla og uppsjávarfiska um fæðu og það virðist fremur ólíklegt að nokkurt einfalt sam- band sé milli afkomu fiskistofna og sjófugla. Kaflinn sem Arnþór nefnir Vargar á ekki hvað síst erindi til okkar nútímamanna, en þar seg- ir: Hin lifandi náttúra saman- stendur af aragrúa lífvera, sem sumar eru frumbjarga og binda sólarorku, aðrar eru jurtaætur, enn aðrar lifa á dýrum (rándýr og sníkjudýr), eða á rotnandi leifum (rotverur). Tegundir Iíf- vera eru margar og fæðuöflun- arleiðirnar margvíslegar. Fæðu- vefir eru samsettir úr mörgum mögulegum fæðuferlum, fæðu- keðjum og eru því yfirleitt afar flóknar. Því er oftast haldið fram að stöðugleiki vistkerfa, jafnvægið í náttúrunni, byggist fyrst og fremst á þessari fjöl- breytni. Útrýming tegunda Það er ástæða til þess að vara við einfeldingslegum hugsun- arhætti í sambandi við áhrif rándýra og ránfugla á aðra stofna. Á síðari hluta 19. aldar leiddu slikar hugmyndir víða til útrýmingar stórra rándýra og ránfugla. Tegundahatrið sem liggur að baki útrýmingarósk- inni á sér hliðstæðu i kynþátta- hatri. í báðum tilvikum hefur verið reynt að sveigja vísinda- legar niðurstöður að fordómum, mynda eins konar hjáfræði til þess að styðja vafasaman mál- stað. Nýleg herferð gegn selum ber keim af þessum aðferðum, en nóg er af öðrum dæmum. Litlu munaði að íslendingum tækist að útrýma erninum með aðgerðum af þessu tagi og enn er haldið áfram langvinnu ger- eyðingarstríði gegn tófunni, rétt eins og fráfærur og vetrarbeit séu enn undirstaða íslensks fjárbúskapar. Almenn ófriðun svartbaks og fleiri máfa, hrafns og kjóa á sér ekki nema að litlu leyti stoð í rökhyggju, heldur virðist miklu fremur vera eins konar leif af óskhyggju alda- mótamanna um beislaða nátt- úru. Segja má að hugmyndin um manninn sem æðstu skepnu jarðar sé í sjálfu sér meinlaust mont. Hin hugmyndin að mann- inum sé rétt að stjórna jörðinni og beisla náttúruna, felur oft í sér framkvæmdir sem spilla lífsskilyrðum og hefur því reynst varasöm. Þótt rándýr stjórni ekki stofnstærð fæðudýra sinna er ekki þar með sagt að þau geti ekki haft veruleg staðbundin áhrif. Það eru þessi staðbundnu áhrif sem oftast er um að ræða þegar menn kvarta um skaða af völdum slíkra dýra, t.d. þegar þau leggjast á búpening eða spilla hlunnindum. Hér á landi getur tjón af völdum villtra 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.