Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 13
arins ljósar, og eftir það fékk hann Aristóteles til að kenna honum afar vel, en sá maður var fremstur heimspekinga meðal Grikkja. En það skuluð þið vita að við þá einu orðræðu sem ég nú hef haft við son minn Gargantúa í ykkar návist hefur runnið upp fyrir mér að skilningur hans er af einhverjum guðlegum toga, svo skarpur sem hann er, djúpur og traustur. Hann mun sannar- lega ná yfirburða viskustigi ef hann fær góða uppfræðslu. Fyrir því mun ég fá hann ein- hverjum lærðum manni í hend- ur, til þess að hann kenni honum eftir hans hæfileikum, og í því skyni mun ég ekkert til spara. Samkvæmt því var honum fenginn að uppfræðara doktor mikill og sófisti að nafni meist- ari Túbal Holofernes, sem kenndi honum stafrófið svo vel að hann gat þulið það afturábak;' og það tók hann fimm ár og þrjá mánuði. Þá las hann honumn fyrir Donatum, Facetum, Theo- dolum og Alanum3* (Dæmisögur), en það tók þrettán ár, sex mán- uði og tvær vikur. En gáið að því að allan þann tíma kenndi hann Gargantúa gotneska letrið, og hann endur- ritaði sjálfur allar þessar bæk- ur, því þá var prentlistin ekki enn komin í gagnið. Hann bar líka yfirleitt með sér gríðarstórt skrifborð, sem vó meira en sjö þúsund kvintala,4* en pennastokkurinn á því var jafn mikill og digur og súlurnar í Ainay-kirkju,5) og blekbyttan hékk við það í járnkeðju mikilli sem hefði getað haldið uppi vörutonni. Sófistinn las honum fyrir De modis significandi,6), með skýr- ingum eftir Hvell-fret, Burðar- jálk, Einskisverðan, Gala-hál, Jón kálf, Koparklink, Leikan,7) og fjölda annarra; og þetta tók hann meira en tíu ár og ellefu mánuði. Og Gargantúi kunni bókina svo vel að hann þuldi hana á prófi utanbókar afturá- bak, og sannaði á fingrum sín- um fyrir móður sinni að de mod- is significandi non erat scientia.8). Sófistinn las honum Compost- um,9) og það tók hann sextán ár og tvo mánuði, en þá andaðist fræðari hans. Árið fjórtán hundruð og tuttugu fékk hann bólusóttina. Var þá til fenginn annar gam- all vindbelgur, meistari Jobekin Bridé að nafni, sem las honum fyrir Hugotionem, Hebrards Grecimum, Doktrinalinn, Hluti málsins, Quid est, Supplementum, Mammotreptum, De moribus in mensa servandis, De quatuor vir- tutibus cardinalibus eftir Seneca, Passavantum cum Commento og Dormi secure,10) en við lestur þeirra varð hann jafn vitur og hver annar maður bakaður í ofni. 1) Þetta heiti gaf Erasmus guð- fræðingunum í Sorbonne. 2) í 13. kap. hér á undan er því lýst hvemig Gargantúi sýnir gáfur sínar meö því að uppgötva marg- víslegustu „skeinara“, og endar kapítulinn með ræðu hans: „ímyndarðu þér að sæla hetj- anna á Ódáinsvöllum stafi af narsissu, hunagnsfæöu og óminnisdrykk þeirra, eins og lýst var í fornöld? Að mínu viti stafar hún af því að þeir þrifu sig um rassinn á gæsarhálsi, og það er einnig skoðun Duns Scotuss.“ 3) Helstu skólabækur miðalda. 4) Quintal, úr arabísku qintal = 100 pund. 5) Elsta kirkjan í Lyon: Saint Martin-d’Ainay. 6) Málfræöi. 7) Nafnskrípi fengin skýringar- mönnum; en þeir voru sambæri- legir greiningarmönnum nútím- ans. 8) Málfræði var engin vísindi. 9) Almanak. 10) Allt eru þetta fræðirit skóla- spekinga, sem húmanistar hæddu. troðið upp á þá. En við það sagði Gargantúi: Þið eru djöflinum verri reið- menn. Ykkar bíður taglskertur afeyrningur þegar þið þurfið með. Og ef þið farið héðan til Cahusac, hvort viljið þið heldur ríða gæs eða hafa gyltu í taumi? Ég vildi heldur drykk, sagði hestastrákurinn. í því bili sem hann sagði þetta komu þeir inn í meðri skálann, en þar var allur mannsöfnuður- inn; og þegar þeir sögðu þessa splunkunýju sögu þá fór allt fólkið að hlæja eins og flugna- ger. 1) Allvíða voru hús byggð inn í hæðardrag eða kletta, og enn í dag má sjá þau (troglodytes) í Leiru-dal. 2) Hcstur runninn upp f Fríslandi. 3) Það er að segja: gabbað okkur. Franskt orðtak. 4) Vart þýðanlegur orðaleikur. Cent = hundrað, á frönsku. Fjórtándi kapítuli Hvernig sófisti1) uppfræddi Gargantúa í latneskum fræðum Við ræðu þessa2) varð Grandgussi frá sér numinn af hrifningu vegna hins hárfína næmleiks og dásamlega skiln- ings Gargantúa, sonar síns, Og hann sagði við kennslukonur hans: Filipusi konungi af Make- doníu urðu gáfur sonar síns Al- exanders ljósar af leikni hans við að temja hest. En hestur þessi var svo kröftugur og bald- inn að enginn þorði honum á bak, því hann kastaði öllum knöpum af sér, hálsbraut einn, fótbraut einn, höfuðkúpubraut einn og kjálkabraut einn. Þegar Alexander kynnti sér þetta á paðreimnum (það var staðurinn þar sem hestarnir voru þjálfaðir og tamdir) tók hann eftir því að ofsi hestsins stafaði af þeim ótta sem hann hafði af skugga sínum. Hann fór því óðara á bak honum og knúði hann til að hlaupa á móti sólinni, svo skugginn féll aftur af honum, en við það varð skepnan meðfæri- leg. Með þessu móti urðu föð- urnum hinar guðlegu gáfur son- ar miklu, en til þeirra sótti Rab- elais söguhetju sína Gargantúa og margan efnivið annan. Garg- antúi merkir „hinn kokmikli“, enda var hann matlystugur mjög eins og Pantagrúll sonur hans þambaði vínið. I Króníkunum er Gargantúi talinn vera sonur Grandgosier og Galamele, sem Merlin seiðskratti skóp úr bein- um tveggja karlhvala til að verða þjónustumenn Artúrs kon- ungs, en á þann máta tengjast Króníkurnar „chansons de geste“ og bálkinum mikla um hringborðið. Ymis atriði í bókum Rabelais eru tekin beint þaðan, svo sem lýsingin á klæðnaði Gargantúa; sagan um skóginn í Beauce, sem hryssan felldi með taglinu og breytti ísléttu: hvern- ig Gargantúi snæddi tvo skips- farma af ferskri síld og þrjár tunnur af söltuðum makríl; hvernig hann rændi klukkum Vorfrúar-kirkju og hengdi þær um hálsinn á hryssunni; hvernig hlátrasköll hans berast 36 kíló- metra. En líkindin eru eingöngu efn- isleg. Risar Rabelais eiga heima í tímanum sem er að líða, meira að segja fær hann þeim aðsetur í heimabyggð sinni, í Dývinju (La Deviniére) eða Sinn (Chinon); þarna er pílviðarlundurinn þangað sem þau fara þegar Gargamela elur soninn, þarna er La Roche-Clermaud kastalinn, sem gnæfði yfir héraðið á þeim tíma og PikroIIs-stríðið snýst um; enn eru miklar rústir þar sem hann stóð. Afinn Grandgussi er heittrú- aður og bænrækinn, fróm sál sem efast ekki um almættið og gegnir skyldum lénsherrans með prýði. Gargantúi sonur hans er jafn ákafur trúmaður, en í ofanálag hefur hann fengið nýj- ar hugmyndir húmanista, t.d. um uppeldi, og hann fagnar endurreisn vísindanna. Pantagr- úl er lýst frá því hann er baldinn strákur í heimahúsum þar til hann hefur agað sig og fágað eins og hetjur biblíunnar. Þeir standa föstum fótum í veruleik hversdagsins en um höfuðin leika sviptivindar nýrra tíma, og lífsgleði þeirra er vafa- laust kynjuð frá höfundinum: hvernigþeir halda veislu hvenær sem færi gefst og spara hvorki mat né drykk; hvernigþeir halda uppi fjörugum samræðum um fornar hetjur og smámuni hversdagsins; hvernig þekk- ingarþorsti þeirra er óslökkvan- legur og skynfærin opin og við- kvæm. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.