Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 10
Saga byggingarlistar II B YGGINGAR MANNSINS í FORNÖLD Keltneskur járnaldarbær endurreistur í Englandi. Sjá mynd á forsíðu af húsinu eins og talið er að það hafí litið út í endanlegri mynd. Eftirlíking tjaldhúss í Malta í Síberíu. Neðst var hellum raðað á húðfaldana. inn hátt og raun ber vitni. Hafa menn því jafnvel leitað skýringa til aðvífandi geimvera! Enn er ekki hægt að segja til með nokkurri vissu, hvenær maðurinn varð til hér á Jörð- unni. Ekki eru heldur allir fræðimenn sammála um það, við hvaða þróunarstig „mannsins" eigi að miða, þegar rætt er um mann. Fornleifafundir opinbera stöðugt nýjan fróðleik um útlit forfeðra — eða frænda — nú- tímamannsins, ennþá erfiðara er að geta sér til um raunveru- legt gáfnafar og menningarstig þeirra. Nú er talið, að maðurinn hafi gert sér fyrstu frumstæðu steináhöld sín í upphafi jökul- tímans, fyrir 2—3 milljónum ára. Við þann atburð er sett upphaf steinaldar. Vegna mjög sjaldgæfra og ógreinilegra forn- leifa mannvera, sem voru uppi fyrir jökultímann, er upphaf mannsins og frumþróunarsaga hans hulin ákaflega mikilli óvissu. Manngerð sú, sem byggði jörðina við upphaf jökulskeiðs- ins er nefnd sunnapi, homo hab- ilis, og lifði hann af næstu hundruð þúsunda ára. Talið er að fyrir um það bil einni milljón ára hafi manninum tekizt að beizla eldinn. Við það gjör- breyttist allt líf hans, og hann leitaði á norðlægari slóðir — með eldinn sem eins konar vega- bréf. Frumstæðu steinaldarstigi var lokið og um svipað leyti kom Skara Brae, húsarústir í Orkneyjum frá járnöld. í fornleifafræði er þróun- arskeiði mannsins á fornöld yfirleitt skipt niður í þrjú menningartímabil: steinöld, bronzöld og járnöld. Steinöld tekur yfir langlengsta tímabil- ið, og er henni skipt niður í nokkur undirtímabil, en erfitt er að draga skýr tímamörk milli ákveðinna þróunar- skeiða, því að ennþá er margt ákaflega óljóst í þeirri við- burðarás, sem átt hefur sér stað. Frumbyggingarlist mannsins hófst þegar á steinöld. Hafa fyrstu byggingarnar sjálfsagt miðað að því að veita íbúum skjól fyrir veðri og byrgi til að verjast óvinum, en þegar hús- næðismál höfðu verið leyst, gat maðurinn farið að beina kröft- um sínum að því að beizla nátt- úruna sér til framdráttar, t.d. með því að tryggja sér stöðugt neyzluvatn og gera áveituskurði. Þessu næst hafa sennilegast komið byggingar fyrir trúarleg- ar athafnir, og eru flestar bygg- ingaminjar fornaldar tengdar trúarathöfnun. Eldurinn beizlaður fyrir milljón árum Menn hafa sameinað krafta sína til þess að reisa guðunum veglegar og varanlegar bygg- ingar, en íbúðarhús virðast yfir- leitt hafa verið úr léttum efnum, og hefur tíminn því afmáð verksummerki þeirra að lang- mestu leyti. Nokkrar byggingar fornaldar voru svo mikil mann- virki, að erfiðlega hefur gengið að útskýra, hvernig byggingu þeirra hefur verið háttað eða hvaða tilgangur lá þar að baki. Hefur ýmsum nútímamönnum reynzt örðugt að ímynda sér frumstæðar hirðingjaþióðir tak- ^ ast á við háverkfræðileg vanda- mál og leysa þau á eins fullkom- Frá járnöld: Víggirt byggð í Glouchestershire í Englandi. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.