Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 5
Hann var á yngri árum einn af þeim menntamönnum sem fylktu sér um tímaritið Dvöl, sem fyrir stríð var eitt helsta bókmenntarit okkar. En Leif- ur Haraldsson? Yngri menn vita lítil deili á honum. Hann var sérstæður samvinnuskóla- piltur, fæddur á Eyrarbakka 1912 og féll frá fyrir aldur fram 1971. Hann varð kunnur fyrir þýðingar sínar og skemmtilegar tækifærisvísur. Gömlum vinum og kunn- ingjum er Leifur líka minnis- stæður vegna þess, að hann var um margt sérstæður per- sónuleiki, heiðarlegur, vand- virkur og trölltryggur. En hann var ekki allra, mislyndur og viðskotaillur. En hvað var í bréfinu frá herra geðlækni Karli Strand? Hann hafði sagt mér, að hann ætti í fórum sínum eiginhand- arrit af einni kunnustu vísu Leifs Haraldssonar. En þessi vísa hafði snemma orðið land- fleyg í breyttri mynd, sem óvinir ungra nýjungamanna í þátíðar skáldskap notuðu gegn þeim og nota enn. Ég er einn þeirra sem af veikum mætti hef verið að leiðrétta vísuna. En alltaf rísa upp menn sem þykjast vita betur. Þess má geta að Leifur var hrakinn burt af þeim matsölustað, sem nefndur er í vísunni, því hún þótti ekki góð auglýsing fyrir fyrirtækið. Með þessari grein mun fylgja mynd af ljósriti vísunn- ar. Hún er rituð af höfundi, eins og við sem umgengumst Leif, lærðum hana nýorta. í stað fyrstu orðanna settu menn „Ungu skáldin“ og þann- ig vilja ýmsir hafa hana. Þá má nota upphafið á öllum tím- um. I'Jr umræddu bréfi leyfi ég mér að birta eftirfarandi lín- ur: „9. júní 1983 — Staðfesti að ljósrit þetta er af eiginhand- arriti Leifs Haraldssonar sjálfs, er hann gaf mér í apríl 1969 — Karl Strand.“ En nú er dálítið freistandi að segja nokkuð af viðskiptum þeirra Leifs og Steins. Þeir áttu nefnilega ýmislegt saman að sælda og ljóðlínur eins og þessi „og bestu ljóð mín hafa aðrir ort“ og tilvitnanir í óbundið mál Steins um djarf- tækni hans til verka annarra skálda, má rekja til viðskipta þeirra. Þeir Steinn og Leifur voru ósjálfrátt keppinautar um það að setja sinn svip á miðbæinn í Reykjavík á sínum hérvistardögum. Vegir þeirra voru alltaf að mætast og kom alltaf illa saman. Þeir Steinn og Leifur áttu báðir við líkamlega vanheilsu að stríða. Báðir voru gáfaðir og orðhagir, fljótir að hugsa og gátu ekki stillt sig um að höggva, þegar menn lágu vel við höggi. Leifur stamaði svo illilega og afskræmdist í and- liti meðan á því stóð að með eindæmum var. En hann lét það ekki hefta málgleði sína. Það, sem honum datt í hug að segja, varð að fá útrás. Oft notaði Steinn þá tækifærið og kvaddi áður en Leifur hafði lokið við setningar sínar. Verra var ekki hægt að gera honum. Allir þekkja vísu Steins, sem endar svona: „þetta er ekki ekki ekki ekki þolandi“. Frænka Leifs hefur sagt mér að Leifur hafi haldið að þarna væri Steinn að apa eftir sér. Ekki veit ég hvort þetta er síð- vakin hugmynd. Ég trúi ekki á þetta. í upphafi stríðsins var ég eitt af ungu skáldunum í Reykjavík, rúmlega tvítugur og líklega yngsti ritstjóri landsins, gaf út í nokkur ár eitt vinsælasta tímarit lands- ins, Útvarpstíðindi. Ég hafði aðsetur í miðbænum og vinir og kunningjar komu og töfðu mig alla tíma sólarhringsins, svo hvorki ég né aðrir skildu hvernig ég fór að því að koma því öllu í verk, sem ég þurfti að gera. Leifur kom aldrei um nætur, en það gerði Steinn stundum og líka á daginn. En þeir voru þar sjaldnast lengi samtímis. Leifur mátti aldrei sjá blaðasnifsi án þess að fara að krota á það. Oft urðu þar til vísur, sem hann las yfir við- stöddum. Svo vöðlaði hann blaðinu saman eða reif það í tætlur. En stundum lærðu menn vísurnar eða hann hélt þeim sjálfur til haga og hann lofaði næsta kunningjahópi að heyra. En ekki leit hann á þetta sem skáldskap, aðeins gaman. Ein vísan var svona: Ef að Jón mig um það bæði og mér byði fríðindi, yrkja skyldi ég ótal kvæði í Útvarpstíðindi. Steinn krassaði líka, en það voru aldrei vísur, heldur fá- ránlegustu myndir. Ekki held ég að það hafi átt að vera listaverk, enda fóru þau krot sömu leið og vísur Leifs. Náttúruvernd og stjórnmálaskoðanir Ég get ekki orða bundist vegna ómak- legra orða sem Erlendur Jónsson lætur falla ígarð náttúruverndarráðs í „Rabbi“ sínu íLesbók þann 11. júní síðastl. Auðvit- að er Erlendi frjálst að hafa sínar skoðanir eins og hverjum öðrum, en þegar gengið er út á ritvöllinn og fjallað um málefni af slíkum fordómum og þekkingarleysi eins og fram kemur í fyrrnefndu „Rabbi“, er ekki sanngjarnt að láta kyrrt liggja. Nú er það sem betur fer svo að sífellt fjölgar þeim mönnum hér á landi sem láta sér annt um náttúru og landvernd, enda tími til kominn, eins þjösnaleg og umgengni íslendinga hefur verið um gróður og lífríki Islands á liðnum öldum. Það er augljós staðreynd öllum sem líta í kringum sig og horfa á landið út frá gróðurfars- og nátt- uruverndarsjónarmiðum. Ekki skal þó sak- ast um of við horfnar kynslóðir. Orsakanna má leita til harðrar lífsbaráttu og þekking- arleysis. En nú er öldin önnur. Við íslendingar erum ekki einir þjóða að vakna upp við vondan draum. Þessi vakning á sér stað um bókstaflega allan heim. Menn gera sér hvarvetna betur grein fyrir mikil- vægi þess að varlega sé farið í samskiptum manns við umhverfi og náttúru og telja jafnvel að framtíð mannkyns sé undir því komin að vel takist til. Við höfum þá sérstöðu, íslendingar, vegna legu landsins og veðurfars, að hér er sérstakrar aðgátar þörf, svo ekki fari á enn verri veg en komið er. Þetta vita allir sem kynnt hafa sér þessi mál. Sem betur fer eigum við nú á að skipa menntuðu fagfólki um náttúru íslands, sem manna best veit hvað ber að varast, og áhugafólk flykkist til liðs við það. Að blanda stjórnmálaskoðunum inn í slíkar umræður, eins og Erlendur gerir, er út í hött. Það er á öðrum vettvangi sem menn skiptast á skoðunum um mismunandi stjórnkerfi — hvernig á að skipta fjár- magni — hvort menn vilja miðstýringu eða dreifingu valds — einstaklingsframtak og ábyrgð eða ríkisforsjá. Þær umræður koma náttúruverndarmálum bara hreint ekki við. Þau eru „þverpólitísk“, alvegeins oglækna- vísindi eða barnaverndarmál svo nokkuð sé nefnt. Að halda öðru fram er marklaust raus. Eftir lestur þessa pistils Erlends Jóns- sonar skilst manni að hann sé „útivistar- maður“. Það séu þeir háu herrar í náttúru- verndarráði hins vegar ekki, vegna þess að ráðsmönnum hefur ekki tekist að stöðva akstur ökutækja utan vegar á Reykjanesi! Náttúruverndarráð starfar samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 47/1971 en þar segir í fyrstu grein um hlutverk náttúru- verndar: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að ekki spillist, að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúms- loft.“ Samkvæmt sömu lögum starfa í hverju sveitarfélagi landsins náttúruvernd- arnefndir í náinni samvinnu við náttúru- verndarráð. Hitt er svo annað mál að náttúruvernd- arráð býr við afar þröngan fjárhag og er þar við fjárveitingavaldið í landinu að sak- ast. T.d. hefur náttúruverndarráð engin tök á því að halda uppi vörslu út um allt land vegna síendurtekinna brota bíladellu- manna, sem sjá ekki sóma sinn í því að fara að þeim sérstöku reglum sem náttúru- verndarráð hefur sett varðandi akstur öku- tækja og bann við óþarfa akstri utan vega, þótt auðvitað hafi ráðið margoft skorað á landsmenn að virða þær reglur. Sennilega væri líka nærtækara fyrir náttúruverndar- nefndir hverja í sínu heimahéraði að hafa hendur í hári lögbrjótanna. En Erlendur Jónsson nefnir þær ekki á nafn, rétt eins og þær séu ekki til. Ég legg það til við þennan annars ágæta rabbdálkahöfund, að hann kynni sér mála- vöxtu betur áður en hann reiðir til höggs næst, svo höggin falli á rétta staði. Að svo mæltu býð ég hann velkominn í hóp náttúruverndarmanna. Hulda Valtýsdóttir 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.