Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 14
Byggingar mannsins í fornöld Frh. af bls. 12 ópu á austurströnd Spánar og í Danmörku. Á Spáni fundu menn upp bogann, sem varð brátt mikilvægasta vopn þeirra. íbúar Danmerkur og Norður-Þýzka- lands sneru sér hins vegar í rík- um mæli að söfnun í stað villi- dýraveiða. Lifðu þeir einkum á matjurtum og berjum, en einnig stunduðu þeir fugla- og fiskveið- ar. Reistu menn sér veiðistöðvar í mýrlendi við vötn, og er ekki ólíklegt að einmitt þarna hafi fyrstu bátarnir orðið til. Þá er einnig talið, að íbúar Danmerk- ur hafi fyrstir tamið hundinn til að hjálpa sér við veiðarnar. Fyrir um 7 þúsund árum spratt síðan upp annað blómaskeið í Danmörku, sem ekki virðist hafa verið í beinum tengslum við hið fyrra, sem þá var liðið undir lok. Á því síðara lögðu menn sér óspart skelfisk til munns, og steiniðnaður komst á þróað stig. Fóru menn að búa til axarhausa og ýmis önnur nyt- samleg verkfæri úr tinnu. Um 3000 f.Kr. hófu íbúar Danmerk- ur ræktun korns og lauks, auk þess bjuggu þeir til gróf leirker og fyrstu fínfægðu steináhöldin komu fram. Bendir margt til þess, að íbúar Danmerkur hafi verið á þróaðasta menningar- stigi á miðsteinöld, og hjá þeim finnast flest þau einkenni, sem miðað er við, þegar mörkin eru dregin við nýsteinöld. Við aust- anvert Miðjarðarhaf gerðust hins vegar örar breytingar á ótrúlega skörnmum tíma. Á fyrri hluta miðsteinaldar höfðu Miðjarðarhafsþjóðirnar dregizt aftur úr íbúum Spánar og Dan- merkur, en þær komust yfir miðsteinaldartímabilið á aðeins um tvö þúsund árum. Miðsteinöld: Danir flétta kofa ór reyrgresi Á miðsteinöld leituðu menn sér áfram skjóls í hellum, a.m.k. að einhverju leyti, en úti á slétt- unum fóru menn að reisa kofa úr greinakurli og reyr. íbúar Danmerkur fléttuðu gjarna kofa sína úr reyrgresi. Var trjábörk- ur lagður á gólfið, og voru fletin gerð úr trélurkum. Víða í Norður-Evrópu var ekkert um hella, en veiðimenn á miðstein- öld leituðu einmitt mikið á norð- lægar slóðir. Urðu þeir að vanda vel til híbýla sinna, því að þeir urðu nú að hafa þarna vetur- setu. Víðast var nóg af skógum, og má gera ráð fyrir því að timbur hafi verið langalgeng- asta byggingarefnið. Fornleifar frá þessum tíma gefa til kynna að til hafi verið mjög hentug verkfæri til að höggva til við. Hafa trébútar líklegast verið bundnir saman á hornum með viðartágum eða notaðir hafa verið timburfleygar. Timbur- veggir hafa sennilega verið þétt- ir með dýrshúðum, til þess að koma í veg fyrir dragsúg. Eld- stæði voru á gólfi. í hinni fornu Jeríkóborg í Litlu-Asíu gerðist það síðan fyrir um níu þúsund 14 árum að farið var að reisa hús úr sólþurrkuðum múrsteinum. Reyndust þeir hið ákjósanleg- asta byggingarefni fyrir þá staðhætti, og breiddist þessi byggingartækni út um ná- grannabyggðirnar, þar sem nóg var um góðan, leirborinn jarð- veg, sem hentugur var til múrsteinaframleiðslu. Nýsteinöld táknar fyrst og fremst ákveðið menningarstig, sem þjóðir eða ættbálkar náðu misjafnlega snemma. Einkenni nýsteinaldar eru upphaf land- búnaðar, einkum akuryrkju eða kvikfjárræktar, leirkeragerð, þorpsmyndun, hærra þróunar- stig í húsagerð og vöruviðskipti. Á nýsteinöld minnkaði mikil- vægi veiða mjög verulega, og urðu þær jafnvel oft aukastarf, en akuryrkja og kvikfjárrækt tóku við sem aðalatvinnuvegur. Við þetta myndaðist stórt menningarlegt misvægi á milli einstakra héraða, því að þróunin varð mjög misjöfn eftir lands- væðum. Gáfu lönd misgóða möguleika til ólíkra atvinnu- vega. Kvikfjárrækt hófst örugg- lega ekki á einum afmörkuðum stað, heldur víðs vegar á svipuð- um tíma. Akuryrkja tókst yfir- leitt bezt þar sem korntegundir uxu villtar, en það tók samt manninn langan tíma að ná taki á akuryrkjunni, og er líklegt að hún hafi ekki komið til sögunn- ar fyrr en villikornið var orðið ein aðalfæða mannsins á þeim landsvæðum, sem það óx á. Menningarbylting í Mesópótamíu og Nflardal Auryrkja hafði í för með sér fasta búsetu, en upphaflega kunnu menn ekki að bera á jarð- veginn, heldur fluttu sig um set, þegar jarðvegurinn gaf ekki lengur næga uppskeru. Þannig mun frumstæð kornrækt hafa borizt út um stór landsvæði. Hefur hún líklega borizt á þenn- an hátt til frjósamra héraða Mesópótamíu og Nílardals, og átti sér þarna stað alger menn- ingarbylting, þegar íbúum þess- ara héraða skildist, að þeir gætu aukið uppskeruna með áveitu- framkvæmdum. Þar með hófst starfsskipting og borgamyndun, og þar með sérstakar starfs- stéttir. í borgunum tóku menn sig saman og byggðu musteri guðum sínum til dýrðar. Mynd- aðist markaðstorg fyrir framan musterið, þar sem listamenn og verzlunarmenn fengu markað fyrir vöru sína. Borgin dró til sín trúarlegt og pólitískt vald. Leið ekki á löngu áður en letur var fundið upp og þar með rit- listin, því að skipulagt ríkisvald krafðist skriffinnsku. Hófst þá líka sagnaöld. Elzta ríkisskipulag, sem á komst, varð til hjá Súmerum í óshólmum Mesópótamíu. Menn- ing Súmera var upprunnin hjá þjóðunum, sem byggt höfðu há- slétturnar umhverfis Mesópót- amíu. Kunnu íbúarnir þá list að baka múrsteina í sólinni og hlaða úr þeim hús. Þeir bjuggu einnig til falleg leirker og fagra skartgripi. Borgir í Mesópót- amíu virðast hafa myndazt áður en íbúarnir sneru sér einvörð- ungu að akuryrkju, og munu þeir einnig hafa sinnt veiðum að einhverju leyti. Töluverð byggð hafði myndazt í Litlu-Asíu um 700 f.Kr. Voru öflugir múrar umhverfis borgirnar og oft auk þess síki, til þess að verja þær árásum. Smám saman dreifðust þorp út um alla lágsléttu Mesó- pótamíu. í upphafi mun einkum hafa verið um einfalda reyrkofa að ræða, en síðar voru reist vönduð múrsteinshús. Hráefni til múrsteinagerðar var óþrjót- andi í árframburði fljótanna miklu. Korn mun upphaflega hafa verið notað sem gjaldmiðill í akuryrkjusamfélaginu. Var það, sem umfram varð af fram- leiðslunni, selt til nálægra landa. Farið var að reisa vegleg- ar musterisbyggingar. Stundum var bætt við eldri byggingar, en oft voru ný stórvirki reist alveg frá grunni. Klerkastétt, sem annaðist trúarathafnirnar í musterunum, varð ákaflega öfl- ug, og safnaðist mikill auður á hendur hennar. Elztu rittákn Súmera birtast á leirtöflum frá því um 3000 f.Kr. Nánar verður getið um byggingarlist í Mesó- pótamíu í næstu grein. Ennþá erfiðara er að geta sér til um formsögu Egyptalands, vegna mjög stórra eyða í for- sögu þess. Landnám er talið hafa hafizt í Nílardal um 6000 f.Kr., en byggð þar þróaðist hægt og óreglulega. Á fornstein- öld var Nílardalur eitt fenja- svæði, og fyrst þegar Norður- Afríka þornaði upp varð hann byggilegur. Talið er, að korn hafi upphaflega verið flutt til Nílardals frá Litlu-Asíu, því að sennilega hefur ekkert villt korn vaxið í Afríku. Um byggingar- list Egyptalands verður getið í annarri grein. Þriðja menning- arþjóð Jarðar kom fram í Indus- dal, sem nú er í Pakistan, um 2500 f.Kr., en sáralítið vitað um uppruna hennar. Voru þarna reistar skipulagðar borgir og komið á félagslegu kerfi. Þarna var einnig fundin upp sérstök ritlist, sem var alls óskyld ritlist menningarþjóðanna í vestri. í Kína varð svo fjórða hámenn- ingin til, líklega um 1500 f.Kr. upp úr forsögulegri menningu við Gulafljót. Víggirðingar og hús úr timbri í Evrópu reikaði fjöldi veiði- manna staðfestulaust um veiði- löndin langt fram eftir öldum. Sífellt varð þó minna um villi- bráð, og urðu þeir að leita æ meira til þeirra fæðutegunda, sem jörðin hafði sjálf upp á að bjóða. Nýjar þjóðir skutu upp kollinum í álfunni á nýsteinöld, og komu margar þeirra frá Asíu. Settust aðkomuþjóðirnar að innan um villiþjóðirnar, sem enn voru á miðsteinaldarstigi. Nýju þjóðirnar voru ekki ein- ungis veiðimenn, heldur munu þær hafa þekkt eitthvað til ak- uryrkju. Barst nýsteinaldar- menning með þessum þjóðum til Evrópu löngu eftir að hún var komin á töluvert þróað stig í Litlu-Asíu. Við Miðjarðarhaf kom fram sjómannastétt, sem einnig sinnti kornrækt, og á Balkanskaga breiddist akur- yrkja smám saman út og inn í Frh. á bls. 16. BILAR Til eru þeir bílar, fáir að vísu, sem eru svo meistaralega vel teiknaðir, að þeir geta með sönnu talizt listiðnaður. Fyrir nokkrum árum kusu nafnfrægir erlendir arkitektar, teiknarar og hönnuðir „Fegursta bfl í heimi“ frá formrænu sjónarmiði. Flest atkvæði fékk þá Citroen DS 19, síðan Jagúar XJ og Porsche var að mig minnir í þriðja sæti. Ég er sammála þessari niðurstöðu að mestu; mundi þó hafa Jagúar XJ í fyrsta sæti. Af öðrum bflum sem gnæfa upp úr meðal- mennskunni má nefna Rover 3500, SEC-útgáfuna af Mer- cedes Benz, BMW 635 CSi, sem báðir eru sportbflar. Nýjasta viðbótin við þennan stjörnuflokk er sá sem kjörinn var bíll ársins í Evrópu: Audi 100. Það skal þó tekið fram að sá titill er ekki fyrst og fremst feg- urðarverðlaun, heldur táknar hann að gripurinn sé í heild flestum kostum búinn af nýjum bílum og staðfestir enn það sem legið hefur í loftinu, að Þjóð- verjar séu um þessar mundir fremstu bílasmiðir í heimi og bílarnir þaðan í vaxandi mæli hafðir til viðmiðunar í bílaiðn- aði heimsins. Má í því sambandi benda á, að þýzkir höfðu raunar tvö önnur tromp á hendi þegar kjörinn var bíll ársins, nefnilega Mercedes Benz 190 og BMW 320. Þeir sem standa að þessu kjöri eru blaðamenn bílablaða í Evr- ópu, sem hafa það að atvinnu að reynsluaka bílum og skrifa um þá. Til viðmiðunar á stærð skal þess getið, að Audi 100 er ná- kvæmlega jafn langur og Volvo 240 (4,79 m) en 10 cm breiðari (180). Útlitið er að verulegu leyti árangur af tilraunum í vind- göngum, þar sem tókst að fá slíka straumlínu, að vindstuð- ullinn er 0,30 og er það lægra en náðst hefur á nokkrum fólksbíl. I heildarteikningunni er fleyg- formið lagt til grundvallar og verður til þess að bíllinn sýnist ívið hærri að aftan. Fer það útlit eitthvað fyrir brjóstið á sumum, sem segja þá gjarna, að hann „liggi á nösunum" eins og sagt var í gamla daga um bíla, sem voru eitthvað slappir á fram- fjöðrunum. En það er einmitt þetta lag sem er svo áhrifamikið til minnkunar á loftmótstöðu og á að verulegu leyti sinn þátt í því, að Audi 100 er með afbrigðum neyzlugrannur. Með 100 hestafla vélinni, sem er einn af fjórum valkostum, getur eyðsla farið niður í 5,9 lítra á hundraði við samfelldan akstur á 90 km hraða. Það er hreint ótrúlegt þegar um er að ræða svo stóran bíl sem vegur 1100—1200 kg. Með stærstu vélinni sem er 136 hestöfl og miðum þar við sjálf- skiptan bíl í innanbæjarakstri, greina heimildir að eyðslan geti orðið 13,2 lítrar. Minnsta vélin er 4 strokka, 75 hestafla, en hin- ar eru 5 strokka. í fjórða lagi er völ á 70 hestafla dísilvél. Áður en lengra er haldið skal þess getið, að Audi 100 lendir á bás með ýmsum gæðingum í efri milliflokki (miðað við stærð og verð). Þar má nefna Volvo 240, Saab 900, Peugeot 505, Ford Granada, Citroen CX, Opel Rec- ord, BMW 520 og To. ota Co- rona. Verðið í þessum flokki mun vera frá 485—657 þúsund, (miðað við verð 16. júní), en var um það bil 200—300 þús. fyrir ári. Samkeppnin er vissulega hörð í þessum flokki, en að mínu mati hefir þessi nýi Audi 100 yfirburði hvað snertir listrænt útlit og er raunar talandi dæmi um þau sístæðu sannindi, að einfaldir hlutir geta verið fag- rir. í annan stað er hann þeirra sparneytnastur samkvæmt svissnesku bílabókinni, Revue Automobile — og þriðji kostur- inn er framhjóladrif, sem hann er þó alls ekki einn um í þessum flokki. Það var gerðin 100 CC sem reynsluekið var, sá er með 100 hestafla vél, sjálfskiptur og viðbragðið í hundraðið er þá 14,1 sek. Beinskiptur er hann aftur á móti 12,2 sek. og er töluverðu viðbragði fórnað fyrir þægindin. Þetta eru svo til nákvæmlega sömu tölur og á BMW 520, en af einhverjum ástæðum finnst manni Audi ekki eins snarpur. Hljóðdeyfingin er heldur ekki alveg í sama mæli og hjá þess- um þýzka keppinaut. Mér fannst að annar eins kostagripur og Audi 100 mætti vera ögn sneggri í viðbragði og mæli með 136 hestafla vélinni. Þá er viðbragðið 10,3 sek. í hundraðið, en sú vél er samt mjög sparneytin. í akstri er Audi 100 traustur í rásinni; afbragðs malarvegabíll, liggur alltaf vel og alveg nægi- lega mjúkur á fjörðum. Heml- arnir eru afbragð og stýrið haggast ekki. Sætin eru af þýzka skólanum; óþarflega hörð fyrir minn smekk, en vel formuð. Höfuðpúðar í ýmsum nútíma- bílum, þar á meðal Audi, eru svo mikil mannvirki að stórlega hindrar útsýni aftur úr. Reynt er að bæta úr þessu á Audi 100 með stóru gati í miðju, svo púð- inn verður í reynd hringur. Það bætir að vísu úr skák. En útsýn- ið er samt ekki gott vegna þess að höfuðpúðar eru einnig yfir aftursætum og þar við bætist þetta nýmóðins lag á bílum; aft- urendinn mun hærri en bíllinn er að framan, og ekki bætir það útsýnið. Hönnunin að innan er að mín- um dómi framúrskarandi og tel ég að í efri milliflokki taki ein- ungis BMW þessu fram. Það má telja sérkennilegt við Audi 100 hvað stýrið er lítið, en í raun er það kostur, vökvastýri hefur ekkert að gera stærra. Mælum og stjórntækjum er komið fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.