Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Page 2
Síðari tíma abstraktmynd eftir Finn: Tvístirni, 1975. Andromeda, 1975. Byggði hús fyrir eina mynd sem seld var í Noregi Kafli úr texta Indriða G. Þorsteinssonar í bókinni um Finn Jónsson .2 Æ Teningnum kastað, 1925. Frægasta abstraktmynd Finns og aiveg í sama stíl sem varð allsráðandi hér og víðar 30 árum síðar. Fínnur Jónsson Ný listaverkabók Um þessar mundir kemur út á vegum Bóka- klúbbs Almenna bókafélagsins vönduð iista- verkabók um Finn Jónsson, listmálara, sem nú hefur senn einn um nírætt og er aldurs- forseti íslenzkra listamanna. Frank Ponzi, listfræðingur, hefur valið myndirnar í bókina og spanna þær allan feril Finns, — og sér hann einnig um útlit bókarinnar og útgáfu, og ritar ítarlega ritgerð um list Finns Jóns- sonar. Indriði G. Þorsteinsson ritar í bókina um ævi Finns og byggir á samtölum sínum við lista- manninn og fara hér á eftir stuttir kaflar úr ritgerðum þeirra Indriða og Franks Ponzi. Finnur Jónsson er brautryðjandi abstrakt- myndlistar á íslandi og því hefur Lesbók valið myndir eftir hann af því tagi en í bók- inni eru myndir sem sýna allan þann langa feril sem Finnur Jónsson á að baki. Gamla selaskyttan situr í djúp- um stól í stofu sinni á Kvisthagan- um í Reykjavík og lætur hugann reika. Sextíu ár eru nú liðin síðan Finnur Jónsson tók sig upp frá myndlistarnámi í Kaupmanna- höfn og hélt til Berlínar til að læra upp á nýjan tíma. Sá tími fyrirfannst ekki í dönsku listaaka- demíunni. Þessi atvik rifjuðust upp með óvæntum hætti þegar Evrópuráðið efndi til málverka- sýningar í Strassborg vorið 1970. Þessi sýning var um myndlistina í Evrópu árið 1925, og stóð frá 14. maí til 15. september. f stofunni hjá Finni eru þrjár myndir málað- ar þetta ár. Tvær þeirra fóru á sýninguna í Strassborg og skipuðu honum á stundinni í hóp fremstu expressjónista álfunnar frá fyrstu áratugum aldarinnar. Þar situr hann í hópi með Vassily Kand- insky og Paul Klee. En þetta skipti nú ekki miklu máli hér heima. Danir voru ekki byrjaðir í fram- úrstefnulist þegar Finnur var að læra, og þess vegna gátu þeir ekki verið með í sýningunni í Strass- borg. Myndlistina í Evrópu árið 1925 töldu stjórnendur sýningar- innar hápunktinn. Og þeir völdu Sturm-tímabilið, en til Sturm- hópsins taldist Finnur. Þá var þyngdarpunkturinn í myndlistinni í Berlín en ekki í París. En Frakk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.