Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Qupperneq 3
ar hafa alltaf verið að þrengja frönskum viðhorfum upp á Dani. Og hér ríkir danskur mórall í list- um, segir Finnur. Þessar myndir mínar frá árinu 1925 eru hér á veggjunum og við því Verður ekk- ert gert. Þær vöktu mikla eftirtekt á sýningunni í Strassborg og við því verður heldur ekkert gert. Þeir sem telja sig brautryðjendur hér komu hingað árið 1945 og eru mjög drjúgir yfir. Ég mála enn, segir Finnur. Og ég hef ferðast mikið um landið, þakkað veri Pálma Hannessyni, og ég þekki víða til. A þessum ferða- lögum gerði ég skissur, en á lit- brigði og birtu er ég minnugur, svo það hefur ekki verið erfiðleik- um bundið að mála eftir skissun- um. Við ræddum um sölu á myndum hans, og Finnur rifjaði upp þær helstu. Borgin hefur keypt af mér eina mynd, segir hann. En það fór allt í skatta. Það er eins með lista- mannalaunin. Þau fara öll í skatta. Skiptir engu þótt það heiti heiðurslaun. En ég hef líklega selt þá dýrustu mynd, sem hér hefur verið seld. Það var í sambandi við Reykholtshátíðina 1947. Þá var eins og kunnugt er afhjúpuð stytta af Snorra Sturlusyni, sem Norð- menn gáfu hingað. Ég var beðinn að mála mynd af Reykholti. Mér leist illa á kumbaldana hans Jón- asar frá Hriflu og fékk því lánaða gamla mynd af Reykholti hjá Helga Guðmundssyni vini mínum. Hann gladdist yfir því að ég vildi ekki mála kumbaldana. Ég málaði gamla prestsetrið með fjalla- hringinn í baksýn. Þessi mynd var gefin til Noregs. Vátryggingarfé- lagið Storebrand átti afmæli og því var færð myndin. Ég fékk sex- tíu og sex þúsund krónur fyrir hana þá. Þetta var geysileg fjár- hæð og ég byggði mér hús fyrir hana. Þetta var mikil mynd og borið í hana eins og hægt var. Ef þeir hefðu tekið hana eftir vigt stóð hún vel líka. Hún hangir nú uppi í fundarsal Storebrand. Brunabótafélagið hér heima og ríkið voru mér innan handar við söluna. Stefán Jóhann Stefánsson var þá forsætisráðherra. Ein- hverjum hefði nú þótt nóg um, en menn voru ánægðir með myndina og þótti hún falleg. Ég setti verðið upp sjálfur. Áður hafði ég kynnt mér verð á norskum málverkum og vissi því um hvað ég var að tala. Mér fannst talan mun hrika- legri en kaupendum. Norska krón- an var þá þrefalt verðmeiri en sú íslenska. Þetta voru margföld árs- laun. Svo á Alþingi myndina „Fugla- bjarg í morgunmund", segir Finn- ur. Það eru fjörutíu og tveir fuglar í bjarginu, en þrír fuglar eru á flugi, sem sagðir eru vera þing- sveinar. Þingmannatalan var þá fjörutíu og tveir. Þingmenn bjuggu þetta til — söguna um fuglabjargið. Þeir héldu að ég hefði verið að gera táknmynd af Alþingi. Af hverju eru fuglarnir fjörutíu og tveir? Það veit ég ekki. Ég bara bjó þá til svona af því þeir fóru vel í bjarginu frá myndrænu sjónar- miði. Finnur á minnst af myndum frá 1926—1940. Þær eru allar seldar. Hins vegar á hann mikið safn af myndum, sem fylltu góðan sal dytti mönnum í hug að koma upp Finns-safni. En Finnur Jónsson er harður í horn að taka og segist ekki gefa safn sitt séu einhverjir aumingjar í ríkisstjórn. Menn geta skilið það eins og þeir vilja, en þegar listmálarinn lét þessi orð falla sat að völdum ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens. Listamaður á undan sinni samtíð Kafli úr texta Franks Ponzi í bókinni um Finn Ef draga má lærdóm af ævi litamanna er ferill Finns Jónssonar sígilt dæmi. Hann minnir óneitan- lega á hin fornu sannindi að venjulega hljóti brautr- yðjendur á sviði lista misskilning, afskiptaleysi og jafnvel gleymsku að launum fyrir verk sín. Þetta virðist vera óumflýjanlegt hlutskipti allra þeirra sem ekki eru í takt við ríkjandi hefðir eða hafa vogað að stíga óviðeigandi spor. Jafnvel þótt Finnur Jónsson hafi seint og um síðir hlotið uppreisn æru var það ekki fyrr en tiltölulega nýlega, á síðasta fjórðungi ævi listamannsins sem fagnar nú sínu ní- tugasta og öðru aldursári, að frumafrekum hans var fyrst veitt athygli fyrir alvöru og sýndur skilningur og viðurkenning. Þá var loks bætt úr brýnni þörf og hafist handa við að endurmeta ævistarf hans, og þá fyrst þegar menn með tíð og tíma fóru að sjá verkin ínýju Ijósi, gátu þeirgert sérgrein fyrirgildi þeirra, viðurkenndu þau og skipuðu þeim eins og vera bar á fremsta bekk í sögu íslenskrar nútímamyndlistar. Til allrar hamingju hefur þessi seinfengna viður- kenning ásamt þeim heiðri sem hinum sístarfandi níræðingi hefur síðan verið sýndur bæði hér heima og erlendis komið í veg fyrir að þessi listamannsævi sverji sig í lokakaflanum í ætt við sígilda og kald- hæðnislega harmsögu. Að undanskildum tveimur ferðum heim að sumri til dvaldist Finnur Jónsson rúmlega fimm ár, frá 1919 til 1925 við myndlistarnám erlendis. Eftir stutta dvöl í Kaupmannahöfn hélt hann til Þýska- lands og stundaði þar nám við ýmsa iistaskóla næstu árin. Litamaður sem kom til Weimarlýðveldisins fór ekki varhluta af hinni öflugu félags- og menningar- vakningu sem skotið hafði upp kollinum fyrir stríð og hélt nú áfram með endurnýjuðum krafti. Ömur- legt ástand, verðbólga, örbirgð og aimenn svartsýni hafði komið í kjölfar stíðsins, en um leið kom upp andstæða þess, andleg endurvakning sem blés um- hverfis sig nýju lífi, ekki síst í listina. Hvarvetna gætti frjósamrar litsköpunar sem lýsti sér í óbil- gjarnri leit að nýjum viðhorfum og aðferðum til að leysa af hólmi hin útjöskuðu, ófullnægjandi og stöðnuðu hugtök fortíðarinnar. Rithöfundar, tón- skáld og listmálarar gerðu uppreisn gegn hinu hefð- bundna skipulagi og hristu af sér það sem þeir töldu þrúgandi ok kreddutrúar frá nítjándu öld. Þýska- land var ekki aðeins sæluríki innlendra listamanna; hin sigraða þjóð var að rísa upp aftur og land henn- ar að verða vin hugvísinda og listsköpunar í Mið- Evrópu, enda sóttu þangað frömuðir frá Rússlandi, Hollandi, Frakklandi, Italíu, Sviss, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Þessar miklu hræringar ollu því að allar listgreinar tóku með ýmsum hætti kröft- ugum og nýstárlegum breytingum. Nýjar hugmyndir og margs konar nýlunda blómstruðu í byggingarlist, bókmenntum, leikritun, tónlist og myndlist; menn voru ákafir í að leita fyrir sér og ötulir við að hrinda í framkvæmd. Jafnframt því sem þeir fylgdust grannt með verk- um Munchs og nýjungum í franskri myndlist hafði framsæknum þýskum myndlistarmönnum á þessum tíma þegar áskotnast arfur sem reyndist þeim drjúgur í leitinni að auknu frjálsræði og var að mestu fenginn úr tveimur áttum. Fast á eftir Die Briicke-hópnum (Brúin), sem Kirchner, Nolde, Pechstein, Heckel, Schmitd-Rottluff, van Dongen, Mueller og aðrir stóðu að í Dresden áríð 1905, var Der Blaue Reiter-hópurinn (Blái riddarinn) stofnað- ur í Munchen árið 1913, en hann skipuðu þeir Kand- Frh. á bls. 16. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.