Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1983, Blaðsíða 4
750 námsmenn
í verkfræði- og
raunvísindadeild
Verkfræði- og raunvísindadeild var stofnuð árið 1968
þegar kennsla raungreina til BS-prófs hófst við Háskóla
Islands. Verkfræðikennsla hófst við Háskóla íslands á
stríðsárunum, þegar siglingar voru óöruggar eða tepptar
til Evrópu, en lengst af var aðeins kenndur fyrri hluti
verkfræðinnar hér heima, en náminu lokið erlendis,
oftast í Danmörku. Síðan 1968 hefur Háskólinn útskrifað
verkfræðinga með fullnaðarprófi. Nú eru skráðir í deild-
inni tæplega 750 stúdentar, en hún skiptist í 18 línur í 8
skorum: þrjár verkfræðiskorir, byggingar-, véla- og
rafmagnsverkfræði; eðlisfræðiskor með sérstökum línum í
eðlisverkfræði og jarðeðlisfræði auk hreinnar eðlisfræði;
efnafræðiskor með sérstökum línum í efnaverkfræði og
matvælafræði auk efnafræðinnar; stærðfræðiskor og
jarðfræðiskor sem skiptist í jarðfræði-, bergfræði- og
landafræðilínur. Fastir kennarar deildarinnar eru 54, en
auk þess kennir við deildina fjöldi stundakennara.
Föstu kennararnir stunda flestir rannsóknir sínar á
þremur stofnunum, Raunvísindastofnun háskólans, Verk-
fræðistofnun háskólans og Líffræðistofnun háskólans,
en fáeinir hafa rannsóknaaðstöðu á einhverri rann-
sóknastofnana atvinnuveganna eða annars staðar.
Nú liggur frammi tillaga frá Háskólanum um skipt-
ingu deildarinnar í tvær, verkfræðideild og raunvísinda-
deild, og verður vonandi samþykkt á yfirstandandi þingi.
Rannsóknir við deildina
Samkvæmt lögum Háskólans hvílir rannsóknaskylda
á kennurum hans, enda er almennt talið að kennsla á
háskólastigi sé markleysa ein nema kennarinn sé virkur í
rannsóknum: Menn nýkomnir frá námi erlendis er.u að
vísu ferskir og fullir af nýjungum, en þeir mundu tréna
fljótt og festast í fari sínu ef virk rannsóknastarfsemi
knýði þá ekki til að fylgjast með í fræðum sínum og leitast
við að halda sér nálægt broddi fylkingar í fræðigrein
sinni. Eðli málsins samkvæmt eru rannsóknir við deild-
ina mjög margvíslegar, allt frá fræðilegum rannsóknum
í stærðfræði til hönnunar á tækjum og tæknibúnaði. Einn
af hornsteinum háskóla hefur jafnan verið talinn réttur
til rannsóknafrelsis, þ.e. að einungis áhugi rannsókn-
amannsins og þarfir viðfangsefnisins mörkuðu stefnuna,
en ekki boð og bönn „að ofan“; hins vegar geta stjórnvöld
og yfirvöld rannsókna að sjálfsögðu haft áhrif á stefnu
rannsókna að einhverju leyti með fjárveitingum sínum,
en of miklar tilraunir í þá átt þykja yfirleitt heldur
óæskilegar og bera merki skammsýni.
Innlend stóriðja
í viðtali hér í Lesbókinni við próf. Þráin Eggertsson,
forseta viðskiptadeildar, kom fram að ýmsir teldu þjóð-
félög Vesturlanda vera haldin þeirri meinsemd að stríð-
andi fylkingar stéttanna glímdu um sem stærstan hlut í
þjóðarauðnum, en sinntu því ekki að auka hann og
ávaxta, öllum til hagsbóta. Stjórnvöld hafa reynzt litlu
framsýnni, a.m.k. hér á landi, eins og sést af því að heilar
stofnanir hafa það verkefni að þróa orkulindir og fram-
leiða orku, en fáir hugsa um það til hvers eigi að nýta
hana þannig að þjóðin hagnist af. Margir af kennurum
Háskólans hafa fengizt við rannsóknir í orkumálum, bæði
þróun nýrra og óvenjulegra orkulinda og nýtingu þeirra.
Einn þeirra er dr. Bragi Arnason, prófessor í efnafræði
við Háskóla íslands, sem komið hefur fram með hug-
myndir um nýtingu raforku til innlendrar stóriðju í formi
eldneytisframleiðslu fyrir skip og bíla. Bragi vann að því
í hálfan annan áratug að kortleggja jarðhitakerfi
landsins með aðstoð vetnisísótópa sem lauk með doktors-
ritgerð hans sem hann varði við HÍ árið 1974. Um þessar
rannsóknir Braga sagði próf. Dansgaard, sem stýrt hefur
hinum gríðarlega árangursríku rannsóknum Dana á
Grænlandsjökli: „Det má blive et af monumenterne i
isotop-hydrologien. Under læsningen kom jeg til at
tænke pá Brahms kommentar, da han havde hort „An
der schönen blauen Donau“ forste gang: „Jeg ville onske,
jeg havde skrevet den.““
— Hvernig lentir þú útí
þessum eldsneytismálum,
Bragi?
Þetta er eiginlega ágætt dæmi
um það hvernig háskólarann-
sóknir geta þróazt. Fyrstu árin
eftir að ég kem að Raunvísinda-
stofnun er ég að fást við að leita
að upplýsingum um jarðhitann
á íslandi, uppruna hans og eðli,
sem sagt hvaðan heita vatnið
kemur og hvernig það rennur í
gegnum jarðlögin. Nú, eftir svo
sem áratug var komin út úr
þessu nokkuð góð yfirlitsmynd
yfir rennsli heita vatnsins og yf-
ir jarðhitann í heild, og ein-
hverjar hugmyndir um það
hversu mikil jarðvarmaorka sé
hér í landinu. Þegar maður er að
þvælast svona um landið og
skoða orkulindir, og sér hversu
mikil ónotuð orka er í landinu,
þá kemst enginn venjulegur
maður hjá því að fara að hugsa
um hvað sé hægt að gera með
þetta allt saman, hvort ekki sé
hægt að reyna að nýta orkuna
einhvern veginn frekar en að
flytja helminginn af orkunni
sem við notum inn í landið.
— Svo þú ferð að spá í
orkumálin?
Það er náttúrlega mikið talað
um það að virkja og selja orkuna
erlendum fyrirtækjum sem hafa
orkufrekan iðnað, en hinn
möguleikinn hlýtur að vera sá„
að reyna að smádraga úr inn-
flutningi á orku, nefnilega
eldsneyti, og reyna heidur að
nota sínar eigin orkulindir. Ein
leiðin er að nota orkuna beint,
raforku eða varmaorku, þar sem
slíkt er hægt, en skip og bílar
verða a.m.k. um næstu framtíð
bundin við eldsneyti, þannig að
HÁSKÓLI
ÍSLANDS
3. HLUTI
VERKFRÆÐI OG
RAUNVÍSINDADEILD
Eldsneytis-
framleiðsla
er einn möguleiki
í innlendri stóriðju
Sigurður Steinþórsson prófessor
ræðir við Braga Árnason prófessor
Hús Raunvísindastofnunar Háskólans.
/
4